Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 10, 1940
5
Verkamaðurinn Ivanov æfir sig, ásamt konu sinni og þrem dætrum, í að skjóta í frítímum sínum. Þau geta einnig gert gagn í hernum, ef út í það fer.
orðum um vináttu Rússa og Þjóðverja á
fyrri árum. Þetta er mjög eðlilegt, þegar
þess er gætt, að allur þorri þýzku herfor-
ingjanna og hinna gömlu afturhaldssömu
embættismanna hafa verið hlynntir þýzk-
rússnesku bandalagi. Þegar fregnin um
þetta barst til Parísar sló ótta miklum á
frönsku stjórnina. Laval, sem þá var utan-
ríkisráðherra Frakka, spurðist fyrir um
það hjá Litvinov, hvað hæft væri í þeim
fréttum, að þýzkir herforingjar hefðu í
skálaræðum sínum talað um það að mynda
þýzk-rússneskt hernaðarbandalag. Litvin-
ov kvað fregnir þessar vera sannar og
hann gaf Frökkum einnig til kynna, að
möguleikar væru á slíku bandalagi. Þetta
varð til þess, að Laval flýtti sér að semja
við Rússa og 1935 undirritaði hann várnar-
sáttmála Frakklands og Rússlands. Frakk-
ar hafa þó tæplega gert sér vonir um veru-
lega rússneska hernaðarhjálp, með fram
af því að Pólland lá á milli Rússlands og
Þýzkalands, en Pólverjum var jafn illa við
Moskva og Berlín. Þrátt fyrir fransk-rúss-
neska vamarsátt'málann uxu verzlunarvið-
skipti Rússa og Þjóðverja stöðugt og sam-
búð þeirra batnaði, enda þótt andstæðing-
ar Stalins væru teknir af lífi hópum saman
í Rússlandi og gefið það að sök, að þeir
væru í bandalagi við Hitler.
Milli rauða hersins rússneska og ríkis-
hersins þýzka hefir frá 1919 verið bezta
samvinna, sem aldrei hefir farið út um
þúfur, þrátt fyrir f jandskapinn milli Hitl-
ers og Stalins. Enski blaðamaðurinn frægi,
Douglas Reed segir, að hann hafi með eigin
augum séð hóp þýzkra hermanna koma til
Berlínar frá hernaðarnámskeiði í Moskva
eftir að Rússar voru orðnir bandamenn
Frakka. Þrátt fyrir allt þetta hefir allur
þorri manna trúað því, að á milli Rúss-
lands og Þýzkalands væri óbrúanlegt djúp.
Aðeins einn frægur stjórnmálamaður,
blaðamaðurinn og rithöfundurinn Vernon
Bartlett, hefir þráfaldlega varað stjórn
sína við þeirri hættu, að Rússar gætu þá
og þegar brugðizt og gert bandalag við
Hitler. Það var ekki fyrr en eftir fall Lit-
vinovs í vor, að menn almennt fóru að
gera sér ljóst að eitthvað óvenjulegt myndi
vera á seiði. Samninganefndir Breta og
Frakka dvöldu í sumar mánuðum saman
í Moskva og komu engu til leiðar. Og að
lokum tilkynnti Stalin heiminum, að hann
hefði komizt að samkomulagi við Ilitler
fyrir milligöngu Franz von Papen, fyrrum
sendiherra Þjóðverja í Vín. Afleiðing þessa
samnings varð sú, að Rússar Qg Þjóðverjar
skiptu Póllandi á milli sín. Þess vegna
sögðu Vesturveldin Þjóðverjum stríð á
hendur í haust. I skjóli hinnar þýzk-rúss-
nesku vináttu hefir Stalin-stjórnin gert
baltisku smáríkin að rússneskum lepprikj-
um og ráðizt á Finnland. Stalin og vinir
hans telja það auðsjáanlega þýðingar-
meira að vinna lönd við Eystrasalt en að
styðja jafn óraunhæfa ideologiu og ,,sam-
fylkingarhreyfinguna undir forystukomm-
únistaflokkanna á móti stríði og fasisma".
Að vísu hefir yfir-
stjórn 3. Internat-
ionale lýst því yf-
ir, að það teldi
höfuðhlutverk sitt
vera að berjast á
móti stríði og naz-
isma og landvinn-
ingastefnu.
„En Sovét-Rúss-
land og 3. Inter-
nationale eru hvort
öðru algerlega ó-
viðkomandi“, segja
bæði Stalin og
Hitler, og það er
víst áreiðanlega
satt.
Utanríkispólitík
Rússa er óháð al-
þjóðlegum stefn-
um og sjónarmið-
um. Stalinstjórnin
miðar að sjálf-
sögðu stefnu sína
við hagsmuni rússnesku ríkisheildarinnar,
því Rússland er fyrst og fremst ríki
þó þjóðskipulag þess sé annað en í hinurp
Evrópuríkjunum. Stalin getur því með
góðri samvizku sagt, að 3. Internationale
sé sér óviðkomandi. Hann ber ekki ábyrgð
fyrir öðrum en Rússum einum saman;
þeim einum ber honum að standa reikn-
ingsskap ráðmennsku sinnar. Að tryggja
hagsmuni Rússa við Eystrasalt er frá
sjónarmiði Stahns miklu þýðingarmeira en
að heyja stríð fyrir ímynduðum hugsjón-
um. Sem vanir stjórnmálamenn hljóta
ráðherrarnir í Kreml að láta sér á sama
standa, hvort sá sem þeir semja og verzla
við heitir Hitler eða Chamberlain, ágóðinn
er aðalatriðið í öllum slíkum samningum.
1 rauða hernum er
mikið af kósökkum,
alveg eins og á tím-
um zarsins.