Vikan


Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 10, 1940 Draugurinn. Grímur gamli niðursetningur tók til máls: — Jæja, piltar mínir! Foreldr- ar mínir höfðu báðir sálazt skikkan- lega, er ég var fullra fjórtán ára. Ég varð þá veglaust grey, félaus og frændsmár. En það fengu mig nú samt færri en vildu. Ég vistaðist til hans séra Sveins á Stað. Guð blessi minningu þess sómakarls. Það var einmitt annað vorið, sem ég var á Stað. Ég var þá að vísu ungur, en þó stór eftir aldri og enda tahnn afbragð ungra manna í sveitinni. Forspjallið er það, að ég var sendur á f jöruna eftir stórveður og sjávarrosa og fann lík — nýrekið lík. Það var af stórummanni, alskeggjuðum, ill- úðlegum drjóla, er lá á vinstri hliðinni. Þeg- ar ég reið fram á f jörukambinn, blöstu stór, blóðhlaupin augu dela þessa við mér, bólgin af ógn og ömurleik. En ég var óharnaður, óreyndur og líkhræddur ormur og þeysti þegar í stað heim eins og hesturinn komst og romsaði um rekann. Presturinn, guð blessi minningu hans, sagði, að mér mundi hefnast fyrir að veita ekki mannræflinum venjulegan aðbúnað. Þetta hefði sennilega verið Flandrari, og þeir væru alltaf viðsjálsgripir, allra helzt, ef þeir væru ekki orðnir ískaldir, þegar þeir fyndust. Þetta var einn liðurinn í trúfræðinni hans séra Sveins! — Hann hefir annað hvort — eða ef til vill hvort tveggja — verið hjátrúarfull- ur pokaprestur eða sá dæmalausi níðingur að láta þig gjalda trúgirni þinnar og fá- fræði, greip Sveinn fjósamaður fram í og kímdi. — Hundspottið þitt, Sveinn! Smánar þú hann langafa þinn í gröfinni? Dirfistu að taka þér slík stóryrði í munn, flórgoðinn þinn? — Ojú, Sveinn prestur vissi, hverju skyldi trúa. Hann átti sannanimar, vís- dóminn, þekkinguna! Grímur gamli hafði brýnt raustina. — En svo að ég snúi aftur að efninu, hélt hann áfram, — þá var líkið sótt í hvínandi hvelli og moldu ausið hérna nyrst í kirkjugarðinum. Mennirnir, sem bjuggu það til greftrunar, tóku eftir því með öðm hvumleiðu, að það var með mörgum, bæði smáum og stómm stungum. Þeir gizkuðu á, að sjóari þessi hefði beinlínis verið drep- inn. En auðvitað vitnaðist aldrei neitt í því máli. Ég var ungur þá og þekkti ekkert alvöru lífsins og gleymdi því Flandraranum, þegar búið var að hola honum niður. Sumarið leið. Ekkert bar til frétta eða frásagna. Haustið kom. Þá þótti draga til titla og tíðinda. Þegar nótt fór að dimma, þóttust ýmsir verða varir við, að Flandr- arinn lægi ekki kyrr. Skygn kona, sjón- döpur og hálf gamalær, var á staðnum. Hún sá drauginn á hverju kvöldi og heyrði Saga eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum. til hans um nætur. Hún sagði, að einhver heimamanna hlyti að hafa gert á hlut hans, og mundi hann hyggja á hroðalegar hefnd- ir. En þegar þessi snjalli spádómur barst út, þóttu þær líkur vera sterkastar, að ég yrði fyrir barðinu á benvítis sneipunni. En ég hélt þetta hégiljur og fordæmdi það, alveg eins og Sveinn fjósastrákur hefði gert í mínum sporum. Svo var það einn sunnudagsmorgunn um veturnæturnar, að presturinn kallaði á mig inn í stofuhúsið til sín. Hann var f jarska áhyggjufullur, enda sagði hann, að sig hefði dreymt merkilegan draum um nóttina. Honum þótti koma til sín kona, — nei, ekki kona, heldur það gagnstæða. Honum þótti koma til sín engill í skín- andi skrúða.------- Fólkið skellihló. — Það gagnstæða! — Þú hefir þá skoð- un, gamli, sögðu piltarnir milli hláturkvið- anna. — Haltu áfram! Grímur gamli ygldi sig og skrafaði ónotayrði í skeggið. — Haltu áfram! Þið segið það, rauðálf- arnir. Þið skiljið þetta ekki og hlægið að eyðandi eldinum eins og hálfvitar og flón. -----Ég ætti að hætta! Hundar hafa ekk- ert með helgidóm að gera og helgar vitr- anir frá himnum eru ekki fyrir angurgapa, sem eru gersneyddir allri íhygli.--------- Ojá, en svo að ég snúi aftur að efninu, þá bað engillinn prestinn um að vara mig við Flandraranum, því að hann sæti beinlínis um líftóruna í mér. — Svo mörg og merki- leg voru þau orð. Ég, heimskinginn, hló eins og þið, aularnir. — Ojá, lengi er mannshöfuðið að skapast! Presturinn, guð blessi minningu hans, sagði: — Gættu þín! Hann bað mig að hlæja ekki. Svo fór hann að færa rök fyrir því, að franski fjandinn sækti mig heim. Því til ströngustu staðfestingar sagði hann kynstur af keimlíkum sögum, sem borið höfðu við í svipuðum tilfellum. Já, honum var fyllsta alvara! Ég hlustaði á eins og líkneski.----Uss, nei, ekki eins og líflaust líkneski, heldur eins og ég býst við, að sál mín hlusti á æðsta dóminn. Presturinn var að leiða mig úr myrkri heimskunnar í ljós sannleikans. Og ég varð að trúa. Hann sagðist vera sálusorgari minn. — Hann komst betur að orði, því að hann var ári orðhagur og fróður í fornum fræðum. Hann kvaðst vera hirðirinn, sem guð hefði trúað fyrir syndugri og sjónskakkri sál minni. Ojá, hann kvað þannig að. Hann lagði mér síðan ýms góð ráð. Fyrst kenndi hann mér nokkur ljómandi lagleg vers. Það voru reyndar voðalega hryllileg hrakyrði yfir sendiboðum Satans. Ég er, því miður, búinn að týna þeim. — Þá lét hann mig hafa nokkra Krists krossa, og eitthvað af vígðu vatni. Með þessum vopn- um átti ég að verja mig fyrir ásókn draugsa og koma honum fyrir, ef tækifæri gæfist. Þegar ég fór úr stofuhúsinu frá prest- inum, var ég sannfærður um, að ég ætti eftir að komast í hann krappann. Ojá. Öðru vísi mér áður brá! — Þá hefir prestspúkinn — guð blessi minningu hans — verið búinn að ljúga þig fullan af draugatrú, sem nú er orðin sér- eign menntunarlausra villimanna, skaut Sveinn fjósamaður inn í. — Vertu ekki alltaf að steyta kjaft, ætt- lerinn þinn, hvein í Grími gamla. — Jæja, en svo að ég haldi sögunni áfram, þá leið fram á jólaföstu, án þess að til stórtíðinda steðjaði. Presturinn kom þá að máli við mig einn góðviðrisdag að fara með heytollana fyrir sig suður yfir á. Ég fór ríðandi á Stormi, reiðhesti séra Sveins. Ég dreifði lömbun- um um alla bæi. Segir ekkert af ferð minni, fýrr en um kvöldið, sem ég kom heim. Tungl var þá í fyllingu, en gekk í mari. Þegar ég kom í klettana hérna fyrir neðan Stað, fór Stormur að ókyrrast, frísa og snörla. Ég sá líka framundan einhverja hvítleita þústu. Mér datt í hug, að Gunna kærasta mín — hún var vinnukona á staðn- um — kæmi þar á móti mér til launfunda. En áður en ég hafði hugsað út í, hvað það var f jarstætt, þar sem hún vissi ekki, hve- nær ég mundi koma heim, kváðu við miklir vábrestir, jörðin gekk í öldum; tunglið tifaði fram milli skýbólstra og varpaði daufri og dapurlegri glætu yfir vegatroðn- ingana og holtin. En eftir götunni kom eitthvert hvítt fer- líki. Það stefndi til mín. Hesturinn varð óður og hljóp af veginum. Ég var góður

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.