Vikan


Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 9

Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 10, 1940 9 Menntaði bóndinn, sem. ahbioi q&Idc Lslcóhc. Pórður Jónsson á Eyrarbakka talar við Quðmund bónda í Nesi í Selvogi. Fyrir tíu árum bar það til, að ég vann um nokkurra vikna skeið að sand- græðslu í Selvogi. Ég var þá ókunn- ugur þar í sveit og er ég tók að spyrjast fyrir um dvalarstað, var mér bent á, að hentast væri að búa hjá Guðmundi bónda í Nesi, og reyndist mér auðsótt mál að fá þar inni. Við fyrstu kynni kom mér Guð- mundur fyrir sjónir sem fáskiptinn og seintekinn, en fljótt rættist úr honum, og komst ég þá að raun um, að. hér var um óvenju skarpgáfaðan mann að ræða, sér- staklega vel að sér, ekki eingöngu í því, sem laut að atvinnuháttum hans, heldur einnig á sviði bókmennta og lista. Ég hafði ekki kynnzt honum lengi, þegar ég varð þess áskynja, að svo mátti heita, að hann kynni íslendingasögurnar utan bókar, og gæti greint líkingamál Eddanna og heim- speki Biblíunnar niður í kjölinn. Og þau voru heldur ekki fá kvæðin eftir Einar Benediktsson og Stephan G., sem hann kunni á fingrum sér og skilgreindi og skýrði betur en ég hefi heyrt aðra menn gera. Enda hefir Guðmundur lagt sérstaka rækt við móðurmál sitt, býr yfir, miklum orðaforða og hagræðir daglegu máli sínu af mikilli smekkvísi. Stærðfræði hefir hann og numið af sjálfsdáðum og er þar svo vel að sér, að margur skólagenginn mað- urinn mætti vera fullsæmdur af. En Guð- mundur hefir aldrei gengið í skóla, ekki einu sinni barnaskóla. Það, sem hann kann, hefir hann numið sjálfur af sjálfum sér. Ávallt mun mér ljúft að minnast sam- verustunda minna með þessum merka manni, en því miður hefir fundum okkar sjaldan borið saman þau tíu ár, sem liðin eru síðan ég dvaldi á heimili hans. En svo átti ég því láni að fagna að hitta hann að máli og rabba við hann um stund fyrir nokkrum dögum, og þá hripaði ég hjá mér það helzta, sem okkur fór á milli, og ég hefi raðað því niður í spurningaform, af því að í rauninni gerði ég ekki annað en að spyrja og hlusta. — Hvar ertu fæddur og hvaðan ættað- ur? spurði ég. Og Guðmundur svaraði: — Ég svara síðari spumingunni fyrst, en enda þótt ég kunni ættartölu mína nokkuð langt aftur í aldirnar, geri ég ekki ráð fyrir, að þú nennir að hlusta á mig. En við Þórbergur Þórðarson erum þre- menningar að frændsemi og ættaðir úr Suðursveit. Fæddur er ég að Borgarhöfn, en fluttist þaðan fjögra vikna gamall ásamt foreldrum mínum að Fagurhólsmýri í Öræfum. Þar kom ég síðar undir hand- leiðslu Ara Hálfdánarsonar hins land- Guðmundur bóndi í Nesi í Selvogi. kunna merkismanns, og honum á ég mest að þakka, hversu rættist úr mér. — Hvar byrjaðir þú búskap? — Ég hóf búskap að Hofi í Öræfum 1890, og kvæntist þá fyrri konu minni, Bergljótu Jónsdóttur frá Hofi, en missti hana eftir tveggja ára sambúð. Fyrsti bú- stofn minn var nú ekki ýkja umfangs- mikill: þrettán kindur, ein kýr og einn hestur. Annað var það ekki. Og svo bjó ég á svolitlum skika af jörðinni. En maður sparaði við sig í þá daga og eyddi engu í óhóf, og svo var unnið eins og kraftarnir leyfðu. Fyrsta búskaparárið eyddi ég f jór- um pundum af sykri, og fimm lítrum af steiriolíu í ljósmeti. Sjötta árið, sem ég bjó, leyfði ég mér þá stórmennsku og rausn að kaupa mér heilan sykurtopp til ársins. Á Hofi bjó ég í ellefu ár, síðan sex ár að Hvammi í Lóni, og þá í tólf ár að Borg- um á Nesjum, þar búnaðist mér betur en á nokkrum öðrum stað, og þar eignuðumst við hjónin sjö böm af átta. Þá var sagt til dæmis um það, hversu vel mér búnaðist, að í hvert skipti og konan fæddi bam, reisti ég nýtt f járhús yfir sextíu f jár, og þetta var nokkuð rétt. — Og hvað gekk þér þá til að flytja frá Borgum, úr því að þér búnaðist þar svo vel? — Það var af þeirri einföldu ástæðu, að jörðin var orðin of lítil fyrir mig. Ég var á góðum vegi að ofhlaða hana bústofni, og leit ég því svo til, að ég yrði að verða mér úti um stærri jörð. Eftir blaðaauglýs- ingum sótti ég um ýms stórbýli til kaups eða ábúðar, en alltaf var búið að byggja jörðina öðmm, þegar umsóknir mínar komu í hendur umboðsmanna. T. d. sótti ég um Hjarðarholt í Dölum, Hindisvík í Húnavatnssýslu, Hvaleyri við Hafnarfjörð og loks Reykjanes í Grímsnesi, en þá jörð hreppti ég að lokum og keypti hana óséða fyrir þrjátíu þúsund krónur. Umboðsmað- ur þeirra jarðakaupa var Eggert frá Nautabúi, en eigandinn var Guðjón Finns- son, áður bóndi í Reykjanesi. Greiddi ég honum út tuttugu og sjö þúsund krónur við kaupsamninga, en eftirstöðvarnar með jöfnum afborgunum á næstu sex árum. Stóð það á endum, að ég hafði nýlokið skuldagreiðslunni, þegar Guðjón andaðist, en hann fórst voveiflega, og lék jafnvel grunur á, að hann hefði verið myrtur. — Var það ekki erfiðleikum bundið fyrir þig, að flytja búslóð þína og fénað um svo langan veg, er þú fluttir að Reykjanesi ? — Nei, það var nú furðu léttur flutn- ingur, því að vorið sem ég flutti frá Borg- um seldi ég jörðina og búið allt fyrir þrjá- tíu þúsund krónur. Ær mínar seldi ég framgengnar á fjörutíu og sjö krónur hverja, en um haustið eftir keypti ég hundrað ær á fimmtíu krónur hverja, svo að á því geturðu séð, að ráðlag mitt var ekki alltaf gróðavæntlegt. En það deyr enginn, sem dýrt kaupir, þegar sparneytn- in og reglusemin er í aðra hönd. En mannflutningarnir voru aftur á móti ekki vandræðalausir eins og samgöngurn- ar voru þá. Sjálfur fór ég lausríðandi með vinnumanni mínum og gekk sú ferð klakk- laust, en konan mín ásamt börnum okk- ar og tveimur öldruðum konum fór með mótorbát til Djúpavogs og varð að bíða þar í pakkhúsi í tíu sólarhringa eftir Gull- fossi, er flutti hana til Reykjavíkur. Fyrsta sumarið að Reykjanesi máttum við heita algerðir frumbýlingar. Jarða- kaupunum fylgdu fjórar kýr og svo hafði ég haft með mér þrjá hesta að austan. Annan bústofn hafði ég ekki til að byrja með. Og um haustið varð ég að kaupa mér ull til fata á 7 kr. kg., en árið áður hafði ég flutt í kaupstaðinn 12 hundruð pund af ull, svo að hér var ýmsu snúið við og mikil breyting orðin á búskaparháttum mínum. Allt gekk þetta þó furðu giftusamlega, og er ég flutti frá Reykjanesi 1928, var ég orðinn hæsti skattgreiðandi í Grímsnes- hreppi, hafði byggt upp jörðina og átti fjögur hundruð fjár, er ég flutti þaðan að Nesi. — Hvað kom til, að þú ílengdist ekki lengur að Reykjanesi? — Það er nú kannske full mikil sjálf- Framh. á bls. 12.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.