Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 2
Winston Churchill, tiu sinnum enskur ráðherra, og dóttir hans. Winston Churchill. Flotamálaráðherra í byrjun tveggja styrjalda; nú forsætisráðherra brezka heimsveldisins. * Idesember 1936 stóð upp lítill, holdug- ur og sköllóttur maður til þess að halda ræðu í enska þinginu. Svipur hans var sjálfbirgingslegur og kinnarnar rjóðar. „Má ég spyrja minn háttvirta vin,“ hóf hann máls djúpri röddu og starði á for- sætisráðherrann, Stanley Baldwin, „hvort hann getur fullvissað oss um það, að ekkert óriftanlegt . ..“ Lengra komst hann ekki. Úr öllum átt- um í þessum virðulega sal bárust niður- þagganir og hróp: „Nei, nei!“ „Setjist þér niður!“ Atburður þessi vakti svo mikla athygli í Englandi og ensku blöðunum, að til vand- ræða horfði, af því að þingmaðurinn var hinn frægi Winston Churchill og það, sem hann vildi fá nánari vitneskju um, var af- sögn Edwards konungs VIII. Allir voru sannfærðir um, að nú væri lokið ferli Chur- chill í enskum stjórnmálum — allir, nema hann sjálfur. Hann hefir alltaf talið sér það til ágætis, að hann færi sínar eigin götur og lét sig litlu skipta þá ókyrrð, sem fyrirspurnin í neðri málstofunni vakti. Nú er hann ráðherra í tíunda skipti. Síðan 1936 og þangað til 3. september í fyrra, að England fór í stríð við Þýzka- land, og Anthony Eden og Winston Chur- chill voru teknir í ráðuneytið, hefir lýð- hylli Churchill stöðugt farið vaxandi. Það lá nærri, að menn tryðu því, að hann væri sá eini, sem gæti bjargað heiðri Englands. Enginn vafi er á því, að það var þetta álit almennings á Englandi — daglega komu menn í hópum til aðsetursstaðar stjórn- arinnar og báru framan á sér stórar aug- lýsingar með nafni Winstons Churchill —, sem fekk Chamberlain til þess að láta af andstöðunni gegn þessum „upphlaups- manni“ og setja hann í eina ábyrgðarmestu stöðuna í ráðuneytinu, gera hann að flota- málaráðherra. Eins og Cato hinn eldri, sem í gömlu Róm endaði allar sínar ræður með því að segja, „svo álít ég, að Carthago verði að eyðileggja,“ hefir Winston Churchill, síðan nazisminn komst til valda í Þýzkalandi, sí- fellt hamrað á því, að þriðja ríkið væri hættulegt enska heimsveldinu. Eftir sex ára baráttu hefir rödd hans fengið áheyrn á æðri stöðum og það svo rækilega, að Chamberlain setti það sem takmark styrj- aldarinnar, að „Hitlerismanum" yrði steypt af stóli. Winston Churchill er 65 ára og hefir verið þingmaður í 37 ár, og eins og áður er getið, tíu sinnum ráðherra, átta sinnum fyrir frjálslynda flokkinn og tvisvar fyrir íhaldsflokkinn. Móðir hans var amerísk, en faðirinn mikilsvirtur stjórnmálamaður, Randolph lávarður, og snemma auðséð, að Churchill mundi komast áfram í enskum stjórnmálum. Er hann hafði lokið skólagöngu og eytt nokkrum árum í að ná liðsforingjamennt- un,,fór hann að taka þátt í opinberu lífi sem hermaður og einnig sem fréttaritari á Indlandi, Kúba og í Suður-Afríku. Þar tóku Búar hann til fanga, en hann flýði úr fang- elsinu og komst í stríðið. Þingmaður neðri málstofunnar var hann kosinn árið 1900, og fekk 400 atkvæðum meira en mótstöðu- maðurinn. Síðan hefir hann oft vakið á sér athygli, því að hann fer sínar eigin leiðir, en ekki alltaf fylgzt með tímanum. 1 byrjun heims- styrjaldarinnar 1914—18 var hann flota- málaráðherra eins og nú, en varð að draga sig í hlé eftir ófarir enska flotans við Dar- danellasund. 1917 var hann aftur kominn í stríðsráðuneytið sem hergagnaráðherra og hefir síðan oft verið í ráðherrasessi. En hann átti marga mótstöðumenn í hernum, verkalýðshreyfingunni, sem hann réðist oft á af miklum móði, meðal kvenna, því að hann barðist gegn kosningarrétti þeirra, og í hópi íhaldsmanna, af því að þá sveið oft undan ræðum hans, sem voru vel fluttar og bituryrðar. Churchill hefir barizt allra manna mest fyrir því, að heimsveldi Englendinga verði ekki haggað. Hann sá það betur og betur, að útþenslu- tilhneiging nazismans gat orðið heims- veldi Breta hættuleg. Þær spár hans eru komnar á daginn, og Winston Churchill stendur í fylkingarbrjósti á örlagaríkustu tímum, sem yfir heiminn hafa komið. Vi k a n HEIMILISBLAÐ Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. ÚTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVÍK. Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Ábyrgðarm.: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.