Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 21, 1940 5 ÞjÉepmi, Hinppi og iangelái verður heimur Jacks London. I þessari grein segir Irving Stone frá ferðum Jacks með atvinnuleysingjunum, reynslu hans af óréttlætinu í þjóðfélaginu og mörgu fleiru. egar Jack og félagi hans, Frank Davis, komu til Sacramento til að hitta atvinnu- leysingjana, var þeim sagt, að þeir væru lagðir af stað til Ogden. Þeir fóru upp í lestina og komust sem farþjófar til Truckee, en þar voru þeir reknir út. Sama kvöld reyndu þeir að ná í aðra lest, Frank heppnaðist það, en Jack varð eftir. Skömmu síðar komst hann samt upp í lest, en' sofnaði þar, og vaknaði ekki fyrr en hann kom til Reno. Hann gekk um bæinn allan daginn og horði á atvinnuleysingjana, sem voru að búa sig undir að leggja af stað austur á bóginn. — Hann fór samt sem áður með lest til Wadsworth, þar sem hann svaf til klukkan fjögur um morguninn, en þá var hann rekinn út. Þá komst hann í aðra lest, þar sem hann hnipraði sig saman bak við vélina, en þá komst neisti í frakkavasa hans, þegar lestin fór af stað, og hann gat ekki slökkt hann. Hann eyðilagði bæði frakka sinn og jakka. Um kvöldið hitti hann Frank í Winne- mucca. Þeir urðu ásáttir um að bíða at- vinnuleysingjanna frá Reno og slást í för með þeim, en þegar þeir sáu lestina, varð freistingin of mikil. Tveim dögum síðar skildu leiðir Jacks og Franks á ný. Jack skrifaði með barnalegu hrafnasparki: „Þjóðvegurinn hefir ekki lengur neitt aðdráttarafl fyrir Frank. Honum finnst þetta alltof tilbreytingarlítið. Þó að hann hafi ákveðið að fara vestur á bóginn aftur, er ég viss um, að hann hefir haft gott af þessu ferðalagi. Sjóndeildarhringur hans hefir víkkað, og það er enginn efi á því, að hann verð- ur flækingum hjálp- samur, ef hann get- ur. I kvöld fer hann vestur á bóginn, og ég austur." Jack fannst flæk- ingslífið alltaf vera tilbreytingarsamt. - Hann betlaði, hitti marga flækinga, og gaf þeim af pening- um sínum og tóbaki, þvoði fötin sín og matreiddi í félagi Ævintýri Jacks Lóndon sem flækings áttu ekki hvað minnstan þátt í þvi að þroska hann. við þá, spilaði á spil og sagði lygasögur. — Jack var orðinn snillingur í að ljúga upp sögum, og undir því var allt hans líf komið. Undir eins og eldhúshurðinni var lokið upp, varð hann að hafa söguna á takteinum. Einu sinni lauk vingjarnleg, gömul móðir upp eldhúsdyrunum fyrir honum í Reno, og Jack breyttist strax í óhamingjusaman, saklausan strák. Hann kom ekki upp einu einasta orði. Það var greinilegt, að hann hafði aldrei beðið um mat áður. — Konan varð að ganga á eftir honum með að koma inn í eldhúsið og þiggja matarbita. Síðar barði hann að dyrum hjá tveimur, rosknum ungfrúm í Harrisburg í Penn- sylvania-ríkinu um það leyti, sem þær voru að setjast að morgunverði. Þær buðu honum til borðstofu til að borða ristað brauð og egg. Konurnar þekktu ekkert til ævintýra, og Jack var glor- hungraður, því að hann hafði ekið sem farþjófur alla nóttina með lest- inni. Á meðan vinnustúlkan var á þönum eftir meira brauði og eggjum, sagði hann konunum lygasögur, sem þær urðu ákaflega hrifnar af. Jack gleymdi þessum morgunverði aldrei, og konurnár hafa áreiðanlega ekki gert það heldur. Þegar hann komst ekki inn til fína fólks- ins, og sulturinn var að gera út af við hann, fór hann í fátækrahverfin. Þar var alltaf hjálp að fá. Jack sagði oft síðar, að hið göfuga væri ekki í því fólgið að gefa hundi kjötbein, heldur að skipta kjöt- beininu á milli sín og hundsins, þegar maður væri jafn svangur og hann. Mesta ánægju hafði Jack af hinu hættu- lega kapphlaupi við lestina. Hann hljóp á undan henni og þegar hún fór svo fram hjá honum, stökk hann upp á brettið. Venjulega var tekið eftir honum, lestin nam staðar, og hann var rekinn af. En þá beið Jack þar til dimmt var orðið, og lestin fór af stað á ný. Ekki leið þó á löngu, þar til hún nam staðar á ný. Leikurinn gat hald- ið áfram þar til langt fram á nótt. Jack khfraði upp á þakið, stökk af einu þakinu á annað, lét sig renna undir vagninn og bjó um sig á stöngunum þar. Þessi átján ára gamli strákur, sem alls staðar vildi vera fremstur, hafði enn meira gaman af þessum leik, þar sem hann vissi, hve hættan var mikil. Amerískir vöruvagnar. Með svona vögnum ferðaðist Jack London mikið á flækingsái-um sínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.