Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 21, 1940 13 Hefi ég nokkurn tíma sagt ykkur frá gullkeðjunni hans Billa stýrimanns ? Það er bezt, að ég segi ykkur þá frá henni. — Fyrir mörgum árum lá ég með skútunni í Pernambuco. Skömmu áður höfðum við haft hendur í hári nokkurra sjóræningja, og lögreglan borgaði okkur tíu krónur hverjum. Okkur langaði nú til að kaupa fyrir peningana, áður en við lét- um úr höfn og veðjuðum, hver okkar not- aði peningana skynsamlegast. Jæja, nú stigum við á land og fórum að verzla. Um kvöldið hittumst við á þilfarinu og bárum saman munina. Óli léttadrengur hafði keypt þann stærsta konfekt-poka, sem ég hefi nokk- um tíma séð —, en hann var þegar orð- inn grænn í framan og varð að liggja í rúminu í hálfan mánuð, svo að ekki er hægt að kalla það skynsamlegt. Bjössi háseti hafði keypt sjónauka, sem hann var ákaflega hreykinn af, þar til hann komst að því, að hann sá betur með berum aug- um en í gegnum sjónaukann, — það var nefnilega aðeins rúðugler í honum. Ég hafði keypt grænan páfagauk, því að það er svo gaman að hafa páfagauk um borð, ef manni leiðist — þeir eru svo fjári skemmtilegir. En ekki gat ég gert að því, þó að hann stryki burt, þegar ég opnaði búrið. Hvað finnst ykkur? Þá var enginn eftir nema Billi stýri- maður, og það kom í ljós, að hann hafði keypt úrfesti úr gulli fyrir tíkallinn sinn. Við horfðum á hana —, hún var jafn þung og akkerisfesti og svo glóandi, að maður varð að setja upp sólgleraugu til að geta horft á hana. Okkur fannst þessi glóandi blikaði í hálfluktum augunum, en hvarm- arnir voru ívið rauðir og votir. Lindin kyrrðist, skuggi fór yfir landið og brunn- klukkurnar tvær syntu upp að yfirborði vatnsins til þess að ná sér í loft. Hrossa- gaukurinn og mýrispýtan hættu að kveð- ast á, en glaðir stelkar kvökuðu niðri í mýrinni og andvarinn læddist yfir túnið, eins og hann vildi ekki trufla neinn. Hve þessi bjarti og blíði júnídagur var ólíkur hinni dimmu drífu, sem grúfði yfir um- hverfinu og kallaði á rökkrið inn í bað- stofuna! Hve hinir þungu skýjakláfar, sem földu sólina í morgun, voru frábrugðn- ir fisléttum hnoðrunum, er svifu í leik um vorloftin, eins og álftir á flugi. Allir sumar- fuglarnir voru löngu horfnir, jafnvel svangir spörvamir höfðu flúið af bæjar- skaflinum, — og engin blóm lifðu í skamm- deginu. Á gluggarúðunni uxu aðeins óljós- ar frostrósir, sem þiðnuðu, ef maður blés á þær — og spruttu svo strax aftur. Jónsi sjóari segir frá gullkeðja vera ódýr, og það endaði með því, að Billi stýrimaður vann veðmálið —, hann hafði, þegar öllum var á botninn hvolft, verið skynsamastur. Jæja, daginn eftir lögðum við af stað. Við ætluðum til New York með tyggigúmí. Byr var með afbrigðum góður. Eg bjóst við, að við yrðum í New York að þrem dögum liðnum, því að ,,Lára“ mín lét ekki að sér hæða. Ég gekk fram og aftur um stjórnpallinn og tuggði tyggigúmí eftir lyst, gægðist glaðlega inn í stýrishús til Billa, sem var að athuga áttavitann, gaf Óla léttadreng á hann öðru hvoru, og var yfirleitt í bezta skapi. Um kvöldið hrópaði einhver: ,,Land —, land.“ — Það er undarlegt, tautaði ég. — Skyldum við vera komnir til New York? Venjuleg skip fóru þessa leið á viku. — Var það von, að mér þætti þetta kynlegt? Jæja, við stýrðum í höfn. En hvað mér fannst ég kannast.við allt þarna, og þegar ég sá rauðhærða manninn við pylsuvagn- inn, skildi ég, hvernig í öllu lá. Við vorum komnir til Pernambuco aftur. í næsta klukkutíma gekk ég bölvandi fram og aftur um þilfarið. Ég skammaðist svo, að áhöfnin var tilbúin að stökkva fyrir borð. En að lokum jafnaði ég mig og gaf skipun um að leggja af stað á ný. Við sigldum næsta sólarhring, en þá var enn hrópað: „Land — land.“ — Húrra, sagði ég. — Þá erum við Faðir hennar kom inn frá gegningum. Hann skóf af sér snjóhrönglið í göngunum og hafði útidyrnar opnar á meðan, svo að ískaldur súgur fyllti baðstofuna. Köttur- inn bröndótti lék sér að völu í einu horn- inu, og sló hana með loppunni, eins og hún væri lifandi bráð. Það var rokkið inni. Ráðskonan prjónaði leista — og glamrið í prjónunum yfirgnæfði hinar veiku stunur. Litla stúlkan heyrði með löngu millibili undurlág andvörp, sem smugu gegnum þiljuna. Hún óskaði sér, að ráðskonan felldi niður lykkju og hætti að prjóna í bili, svo að hún gæti hlustað ótrufluð á þessi undurlágu andvörp. Hafði dauðinn verið að kvelja ömmu eða kveið hún fyrir því að fara til Paradísar? Kannske var henni að batna, því að stunurnar í morg- un voru ekki eins háar og tíðar og í gær, en núna .. . þei, þei . . . Ráðskonan hafði einmitt fellt niður lykkju, en engin stuna smaug gegnum þiljuna og ekkert andvarp. komnir til New York. En svei mér, ef ég sá ekki sama rauðhærða manninn við pylsuvagninn. I þriðja skipti vorum við í Pernambuco. Þar vorum við um kyrrt í tvær klukkustundir, en að þeim liðnum var ég orðinn svo hás, að ég kom engu orði upp. Eyrun á Óla léttadreng voru stokk- bólgin. Bjössi háseti var eins og hrædd hæna, og Billa stýrimanni hafði verið sagt 'upp, en var ráðinn á ný. Og síðan lögðum við af stað. Sama kvöld var hrópað: „Land — land.“ — Þá snúurrj við við, öskraði ég, og það var gert. En næsta kvöld, sá ég land sjálfur og þekkti, að það var Pernam- buco. Eg fór niður í káetu og stakk hausn- um inn í kæhskápinn. En þegar þetta hafði gengið í heila viku, fékk ég nóg. — Eg sendi boð eftir bezta hafnsögumanninum í Pernambuco, og við lögðum af stað í tí- unda sinn. Þegar við höfðum siglt í tvo tíma, heyrði ég óskaplegan hávaða í stýrishúsinu. Ég þangað, og þar stóðu hafnsögumaðurinn og Billi í háa rifrildi. — Hvað gengur á? spurði ég. — Ég vil ekki hafa stýrimanninn ná- lægt mér, sagði hafnsögumaðurinn, — því að þá verður áttavitinn vitlaus! — Aldrei hefi ég heyrt annað eins, sagði stýrimaðurinn, — og hefi ég samt verið á sjó, síðan ég var þriggja ára og var orðinn stýrimaður áður en ég kunni að telja upp að fimm. — Upp að hverju getið þér talið núna? æpti hafnsögumaðurinn og þreif um leið þessa forláta úrfesti stýrimannsins. — Sko, skipstjóri, sagði hann. — Þetta er allt úrfestinni að kenna. I henni er 24 karata skrautjárn, og áttavitinn fer strax úr lagi og festin kemur nálægt honum. Eg hefi ekki getað komi til Pernambuco síðan. Við neyddum stýrimanninn til að greiða veðmálið til baka, og fyrir þá pen- inga héldum við stórveizlu, þegar við kom- um loksins til New York. Það var alger þögn inni hjá ömmu. — Kötturinn bröndótti hætti að leika sér að völunni og skauzt í felur eins og hann væri hræddur, en ráðskonan lagði frá sér prjónana og kveikti á olíulampanum. Hún gekk inn fyrir með ljósið og lokaði á eftir sér, en litla stúlkan tvísteig eftirvænting- arfull hjá rúmstólpanum. Hvað hafði gerzt? Áður en henni gæfist tími til að svara þessari spurningu, opnuðust dyrnar til hálfs — og ráðskonan stakk höfðinu fram í gættina. — Andrés! kallaði hún. — Komdu fljótt, Andrés! Amma var dáin — og kvöldið leið í framandi hljóðleik. Faðir hennar og ráðs- konan sátu hvort andspænis öðru, kyrrlát og alvarleg. Þau sýsluðu lítið við tóvinn- una, en stöku sinnum heyrði hún óglöggt, að þau töluðu um liðið helstríð og væntan- lega jarðarför. Þau töluðu einnig um lík- menn og útgjöld, erfisdrykkju og peninga,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.