Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 21, 1940 15 Atburðirnir í Mayerling. Framhald af bls. 4. eiginkonunnar. — Hver og einn, er misst hafa sína nánustu, geta eflaust skilið hina þungu sorg, er fyllti huga móðurinnar, er missti svo sviplega einkason sinn, er hún unni hugástum. I bréfi til vinkonu sinnar, bréfi, sem ritað er skömmu síðar, lýsir hún því, hvernig sér hafi orðið við, er hún síðar um nóttina heyrði hófagiam hest- anna, er gengu fyrir líkvagni þeim, er flutti Rúdolf liðinn yfir hallargarð keisarahall- arinnar til Kaputsinarkapellunnar, þar sem jarðneskar leifar Austurríkiskeisara- ættarinnar eru geymdar. Stóðst hún ekki mátið, klæddi sig í skyndi, og hljóp fáklædd til hinnar ein- manalegu kapellu. Er það neðanjarðar- hvelfing mikil, og margir tugir, eða jafn- vel hundruð, líkkista standa þar hlið við hlið. Og við kistu sonar síns lá kona þessi lengi í þögulli bæn, lömuð yfir örlögum glæsilegs sonar, er hún hafði vænt sér svo mikils af. En, sem kunnugt er, urðu örlög þess- arar konu, sem um eitt skeið var talin fegursta kona í Evrópu, einnig hin sorg- legustu. Hún virtist hvergi finna ró né hvíld. Pór úr einu landi í annað, og féll að lokum fyrir hnífstungu morðingja suð- ur í Sviss. Ferðamenn, _er til Vínarborgar koma, leggja venjulega leið sína til Kaputsínar- grafreitsins. Ósjálfrátt er staðnæmst við þrjár líkkistur, er standa hlið við hlið. Tvær þeirra eru afar miklar um sig og skrautlegar, en sú í miðið er áberandi lítil og viðhafnarlaus. I þeirri.kistu hvíla leifar Rúdolfs keisaraerfingja, en í hinum eru leifar foreldra hans. — Lík hlutföll og í lifanda lífi. Þetta sama kvöld var einnig lík Maríu Vetsera flutt frá Mayerling, en á mjög einkennilegan hátt. Tveir frændur hennar sóttu líkið til Mayerling og sátu þeir sitt hvoru megin við það í vagninum, en hins vegar var líkið reist upp á milli þeirra, og sat þannig, að ekki var unt að sjá annað, en að þar færi lifandi maður. Var það svo um nóttina jarðað í kirkjugarðinum í Heiligenkreus, og á leiði hennar stendur enn þann dag í dag litli, hvítmálaði tré- krossinn, sem fyrr er getið. Þó að atvikin höguðu því nú þannig, að atburðir þessir kæmust á hvers manns varir, átti samt að dylja þá svo lengi sem unt var. Þær fregnir voru sem sé fyrst látnar berast út, að Rúdolf hefði dáið af afleiðingum slysfara, í veiðiför, en þeirri fregn trúðu engir. En hins vegar barst sá orðrómur út, að Rúdolf hefði verið myrt- ur á hinn svívirðilegasta hátt, annað hvort af andstæðingum sínum, eða þá beinlínis eftir skipun föður hans. Og þegar þannig var komið málum, neyddust nánustu að- standendur hans til þess að skýra nokk- urn veginn rétt frá atburðum. Eitt af því markverðasta, sem ferða- mönnum, er til Vínarborgar koma, er sýnt, er hin gamla keisarahöll, Hofburg. Stend- ur hún í miðri borginni. Þar rifjast óhjá- kvæmilega margt upp fyrir þeim, sem kunnugir eru sögu hins gamla Austurríkis. Hér hafa í aldaraðir ráðið húsum voldug- ustu einvaldsherrar Norðurálfunnar, og hér hafa einnig gjörzt þeir atburðir, er knúðu fram veiklun hins volduga keisara- veldis, atburðir, sem að lokum orsökuðu algjört áhrifaleysi, vegha afturhaldssemi og skorts á víðsýni. Og að síðustu réði þarna húsum sá keisarinn, ér lagði allt í rústir, bæði veldi Austurríkis og hamingju flestra ástvina sinna, Franz Jósep, er dó háaldraður í þann mund, er hið mikla ríkis- bákn liðaðist í sundur, í marga ríkishluta. Vinnuherbergi hans stendur alveg óbreytt enn þann dag í dag, alveg eins og þegar hann í síðasta sinni sat þar veik- ur og yfirbugaður, bæði af áhyggjum hins voðalega stríðs, og sennilega einnig af ást- vinamissi og einkasorgum. I herbergi þessu er málverk af keisar- anum, sem mér varð mjög starsýnt á. Fyrst og fremst af því, hversu óvenjulega vel það er málað. En þar situr gamli mað- urinn, þungbúinn og sorgmæddur á svip, við skrifborðið sitt og horfir á myndina af einkasyni sínum, er stendur á borðinu fyrir framan hann. Það er auðséð, að málarinn hefir lagt mesta áherzlu á, að sýna sem bezt hina glæsilegu drætti í andliti Rúdolfs, því að skarpa birtu leggur einmitt á andlit hins unga manns, og hver dráttur er skýr og lýsir ákveðnum og frjálsum vilja þess manns, er ætlar sér að láta gott af sér leiða, og borinn er til mikilla dáða. Það er mynd hins stöðuga sorgarleiks: Að í hfanda lífi er auðvelt að vera óbil- gjarn harðstjóri, jafnvel sínum nánustu, en að dauðan mann er aldrei hægt úr helju að kveða, hversu djúp og einlæg sú sorg og iðrun er, sem bak við kann að liggja. Gerið í dag tilraun, sem tekur af allan efa. Kaupið eina dós af LIDO- SPORTKREMI og berið vandlega á hálft andlitið, en ekk- ert á hinn hlutann. Ef þér eruð óánægð með árangurinn, þá skilið dósinni aftur og fáið yðar peninga. I»ér notið framvegis LIDO- SPORTKREM. Hvert tölublað vikunnar kemur fjTÍr augu 30,000 manns. Auglýsið í Vikunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.