Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 21, 1940 3 oOTn|jj^ i'.r Atburðirnir í Mayerling Asólbjörtum sumarmorgni fór ég éitt ^ftÍr JÓíldS SveÍtlSSOn lœkní. sinn fra Vmarborg aleiðis til heilsu- * hælisins Alland, er liggur í fögrum dal í norðurrótum Alpafjallanna. Liggur leiðin fram hjá tveim kunnum stöðum, höll- inni Mayerling, og þorpinu Heiligenkreus. Venjulega nema ferðamenn hér staðar og skoða höll þessa vandlega. Einnig er num- ið staðar við leiði í kirkjugarði þorpsins í Heiligenkreus, því þar getur að líta hvít- Frásögn um örlagaríkt ástarævintýri, sem hafði miklar pólitískar afleiðingar Elísabeth keis- aradrottning', móðir Rúdolfs. málaðan trékross, með nafninu „María Vetsera.“ En í höll þessari, sem fyrr er nefnd, sem er gömul veiðihöll, gjörðust þeir atburðir fyrir 50 árum síðan, að þáverandi ríkis- erfingi hins volduga Austurríkis, að nafni Rúdolf, fyrirfór sér, ásamt ástmey sinni, barónessu Maríu Vetsera. Má fullyrða, að atburður sá hafi haft meiri áhrif á stjórn- málaviðburði álfunnar, en nokkur annar, síðustu áratugi. Rúdolf ríkiserfingi var gáfaður og glæsi- legur maður, er fara vildiaðrarleiðiríutan- sem innanríkismálum, en famar voru af ráðandi mönnum hins gamla Austurríkis. Er talið, að þar eð hann engu fékk áork- að, — hvað snerti ýms áhugamál, — hafi meðfæddur veikleiki fengið meir og meir yfirhöndina. Bættust svo við alvarlegar heimilissorgir, og kynning hans við hina fögru greifafrú, Vetsera. Mun mega rekja aðalþræðina til hinna hörmulegu endalykta hans, einmitt til þessara orsaka. Þó gamla höllin sé nú eingöngu notuð sem nunnuklaustur, kemur árlega hinn mesti sægur ferðamanna úr öllum áttum til þess að skoða herbergið, þar sem sjálfs- morðin fóru fram, og hinn látlausa tré- kross á leiðinu í kirkjugarðinum í Heilig- enkreus. Rúdolf var, sem kunnugt er, einkasonur Franz Jóseps keisara. Gengu ríkiserfðim- ar, eftir dauða hans, til elzta bróðurson- ar keisarans, Franz Ferdinants, er síðar var myrtur í Sarajevo, 1914. Hefði senni- lega margt farið á aðra leið, ef Rúdolfs hefði notið lengur við. Því viðurkennt er, að hann vildi af öllum mætti treysta ríkis- heildina, og auk þess, innleiða frjálslegra stjómarfar, en þá og síðar var framfylgt í stjórnarathöfnum þeirra, er á þeim tím- um réðu úrslitum mála í hinu gamla keis- aradæmi. Rúdolf fæddist 21. ágúst árið 1858, í hinni undurfögru Laxenborgarhöll, er ligg- ur nálægt Vínarborg. Þykir rétt, að skýra nokkuð frá æsku hans og þeim sjúklegu eiginleikum, er hann tók að erfðum, sérstak- lega frá móður sinni. Bar einmitt í hennar ætt all-mjög á geðveiklun og geðbilun. Má sem dæmi nefna, að móðurbróðir Rúdolfs, Lúðvík hinn II., konungur í Bayern, fyrir- fór sér í þunglyndiskasti, og móðir hans Veiðihöllin í Mayerling. var, vægast sagt, mjög taugaveikluð. Undi hún, a. m. k. síðustu árin, hvergi nema stutta stund og þjáðist af taugabólgu og þunglyndi. Þetta heilsuleysi hennar, var m. a. orsök hins einkennilega og stranga uppeldis, er drengurinn fékk, þegar frá upphafi. Hin stöðugu ferðalög móðurinn- ar ollu því, að hann naut eiginlega aldrei móðurumhyggju, heldur var uppeldi hans fahð óskyldu hirðfólki, sem var af gamla skólanum og hafði hinar fáránlegustu hugmyndir um barnauppeldi. Það kom fljótlega í ljós, að drengurinn var óvenjulegum gáfum gæddur, en ein- þykkur og órór á geðsmunum. Var af þeim ástæðum gripið til hinna einkennilegustu uppeldisaðferða. T. d. að láta hann gera líkamsæfingar úti í hallargarðinum, hvernig sem viðraði, og jafnvel í knédjúp- um snjó. Þegar hann kvartaði um hræðslu, er hann lá einn í stóru, dimmu herbergi í Schönnbrun-höllinni, var það til ráða tek- ið, að skjóta af skammbyssu í myrkrinu inni í svefnherbergi prinsins, með það fyrir augum, að herða hann og gera hann táp- meiri. Er það í frásögur fært, að hallar- búar hafi oft og tíðum vaknað af værum blundi við skothvelli, er komu frá svefn- herbergi hins unga prins. Aðferðir, sem nú myndi hegnt fyrir, væru þær notaðar við venjuleg borgaraleg börn. Þegar Rúdolf stálpaðist, kom í ljós, að þeir feðgarnir, hann og Franz Jósep keis- ari, áttu ekki skap saman, enda eru allir, er um þessi mál hafa ritað, sammála um það, að keisarinn hafi gert lítið til þess að hæna son sinn að sér. Má vera, að þar sé m. a. orsakanna að leita til þess, að Rúdolf komst fljótlega á öndverðan meið við föður sinn í stjómmálunum. Það þótti einkenna Rudolf í æsku, að hann þótti vera mjög framgjam, og vildi láta á sér bera, og sérstaklega er talið, að hann hafi tekið mjög sárt, hversu hið mikla Austurríki, í flestum greinum stóð að baki vesturríkjum álfunnar í hvers kon- ar framfömm. Og fljótlega varð það mjög áberandi, hve illa hann þoldi yfirgang hins austurríska aðals og vildi með öllu móti hlynna að hverskonar stuðningi og hjálp til verkalýðsins og þeirra, er verst voru settir í þjóðfélaginu. En slíkt hugarfar, frá manni í hans stöðu, þótti á þeim tím- Rúdolf ríkiserfingi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.