Vikan


Vikan - 01.08.1940, Qupperneq 1

Vikan - 01.08.1940, Qupperneq 1
Farþega- flutningur Eins og ferlcgur hákarl klýfur háloftsflugvélin loftið með 400 kílómetra hraða á klukkustund. EFNISYFIRLIT er á blaðsíðu 2. Nr. 31, 1. ágúst 1940. i 6 InKlra Itó nð háloilslliflvéliun Alla tíð, síðan menn byrjuðu að fljúga, hefir löngun þeirra beinzt að því að komast upp í háloftin (Stratosfær- en)' þangað, sem mótstaða loftsins gegn hinum flughröðu vélum er sama og engin og stjörnurnar sýnast miklu nær og bjart- ari heldur en neðan af jörðunni. En fáir menn hafa komizt upp í þessa „forstofu eilífðarinnar". Háloftin eru talin í um 12 kílómetra hæð yfir sjávarmáli. I 6—12 km. hæð er það, sem kalla mætti neðri-háloftin. Það hafa verið gerðar nokkurar tilraunir til þess að komast svo hátt í loft upp. Sumir braut- ryðjendanna, eins og prófessor Piccard, hafa notað loftbelgi, aðrir flugvélar, t. d. rússneskir flugmenn og ítalski herflug- maðurinn Mario Pazzi. Hann komst í flug- vél sinni ótrúlega hátt, upp í 16 km. og 800 metra hæð — fjóra kílómetra upp í háloftin. Og tilraunir, sem miða að sigri þessa verkefnis, halda stöðugt áfram. Á heims- sýningunni í New York er líkan af óvenju- legri flugvél, straumlínu risavél með átta mótorum. Það er auðséð af byggingu vél- arinnar, að hún er gerð fyrir geysimikinn hraða, enda er hún hugsuð sem hálofts- flugvél, sem ferðast mundi milli Ameríku og Evrópu, Kína eða Ástralíu. Líkanið gefur glögga hugmynd um hvernig flug- vélar framtíðarinnar munu líta út. Á sama tjma og þetta líkan var sett upp í fyrra á heimssýningunni, var verið að smíða eina slíka flugvél í Seattle, í flug- vélaverksmiðjunni Boeing. Þar með er þessi framtíðardraumur flugvélasmiðanna orðinn að veruleika. Þessi nýja háloftsflugvél er ekki ná- kvæmlega eins og líkanið á heimssýning- unni, en hún er byggð eftir nýjustu straumlínutízku. í stað átta hreyfla hefir hún fjóra, og þessir fjórir 1100 hestafla þreyflar geta flutt 33 farþega á daginn og 25 á nóttunni um neðri háloftin, með hraða, sem er þriðjungur af hraða hljóðs- ins — sem er 400 kílómetrar á klukku- stund. I neðri háloftunum er mjög lítill munur á sumri og vetri. Hitinn er þar að heita má alltaf sá sami, um -4- 23° á Celsíus. Stormar og hættulegar ísingar eru næst- um óþekkt fyrirbrigði í þessari hæð, og þær loftþynningar eða „göt“, sem svo oft valda farþegum og flugmönnum óþæginda niður við jörðina, þekkjast heldur ekki. Framh. á bls. 3.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.