Vikan


Vikan - 01.08.1940, Qupperneq 4

Vikan - 01.08.1940, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 31, 1940 1 háloftsflug-vélinni, sem getur þó ekki flogið nema upp í neðri háloftin, um 6 km. yfir sjávarflöt er séð fyrir þægind- um farþeganna á allan hugsanlegan hátt. 1 henni eru f jórir klefar, sem hver tekur 6 menn og auk þess einn langur klefi, með 9 hægindastólum, sem hægt er að sofa í á nóttunum. 1 afturenda vélarinnar eru snyrtiherbergi og klef- ar fyrir flutning, og fremst eru vistar- verur áhafnarinnar og stjómklefar. bera á grundvallaratriði fluglistarinnar, stýrt flugvél. Allir, sem g-era stýrt bíl, geta flogið. Lendingin, sem áður var erfiðasti og hættulegasti hluti flugsins, fer nú fram af sjálfu sér. Flugmaður- inn þarf ekki annað en að setjast inn í vélina, setja mótorinn af stað , snúa einu handfangi, taka hemlana úr sambandi — og þá er vélin komin af stað. Þegar vélin er komin á loft tekur hinn sjálf- virki flugmaður við stjóminni og honum er óhætt að treysta. Þegar flugmaðurinn ætlar að lenda snýr hann handfanginu, sem setur sjálfvirku lendingarvélina í gang, þegar hann er 30 kíló- metra frá flugvellinum. Því næst hallar hann sér aftur á bak í sætinu, krossleggur fæturna og bíður eftir því að vélin nemi stað- ar á jörðunni. — Næst á eftir örygginu er það hraðinn, sem flug- félögin gera kröfu til og verksmiðjurnar leitast við að fullnægja þeim kröfum. Frá Buffalo í ríkinu New York berast þau tíðindi, að H. Lloyd Chijd, bezti reynsluflugmaður Curtiss-verksmiðjanna, hafi náð 920 km. hraða á klukkustund. — Child flaug í Curtiss- Hawk, 75 A-eltingaflugvél alveg upp í neðri háloftin. Svo flaug Til hægri sést hversu þægilegir svefnklefar farþeganna eru í hálofts- flugvélinni. Böm þarfnast sömu umönnunar í loftinu og á jörðunni er líka við því búin að rétta móðurinni hjálparhönd. — en flugjómfrúin hann niður á við. Hraðamælirinn sýndi 300 metra á sekúndu. Hraðinn var svo mikill, að vísirinn á mælitækinu fór lengra en tölumar sýndu og sérfræðingar álíta, að Child hafi sennilega komizt upp í 960 km. hraða á klst. — Met í hraðflugi á Italinn Francesco Agello. Það er 714 km. á klst., en var flogið í lág- réttu flugi, svo að þetta er á engan hátt sambærilegt við það. 800—900 km. flughraði verður þó ekki almennur fyrst um sinn, að áliti Igor Sikorsky, hins fræga rússnesk-ameríska flug- vélasmiðs. „Þess er ekki að vænta, að hægt sé að auka flug- hraðann í það óendanlega,“ segir hann. „Það em takmörk fyrir því, hve miklum hraða flugvél getur náð og met Childs er nálægt þessum takmörkum. Hraðatilraunir, sem við höfum gert, með yfir 8 km. hraða á klst., sýna að loftið bókstaflega hnoð- ast saman framan á vængina. Þegar vængirnir hætta að kljúfa loftið eðlilega, nýtir flugvélin ekki orku sína að fullu. Þess vegna verðum við að finna upp nýja orkugjafa, ef til vill með hjálp rakettu-aðferðarinnar, til þess að geta náð 1000 km. hraða á klukkustund eða meira.“ Ef til vill munu böm okkar byggja rakettuflugvélar, sem fljúga yfir Atlantshafið á einum eða tveimur tímum. En að áliti Sikorskys er ólíklegt, að slíkir framtíðardraumar rætist á næstu áratugum eða jafnvel öldum. (Sjá bls. 13)

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.