Vikan


Vikan - 01.08.1940, Page 7

Vikan - 01.08.1940, Page 7
VIKAN, nr. 31, 1940 7 Heimboðið að Hamri. Smdsct^cL o$tbi Ingólf Kristjánsson þuí -ttaustAásuM. að voru aðeins tveir dagar þangað til Valur ætlaði heim til sín að Hamri í Gljúfradal. Þar höfðu foreldrar hans búið um þrjátíu ára skeið og voru nú orðin aldurhnigin. I vor í fardögum átti Valur að taka við föðurleifð sinni. Hann var búinn að ljúka prófi við Kennaraskólann í Reykjavík og var á förum heim í átt- haga sína. Hann var sá eini af jafnöldrum sínum í Gljúfrahreppi, sem gengið hafði mennta- veginn, enda var hann sonur hreppstjór- ans. Karl faðir hans var búinn að vera hreppstjóri í Gljúfrahreppi nær aldarf jórð- ung. Hann var mikilsmetinn maður í sinni sveit og bar ægishjálm yfir alla. Valur var grannur vexti, rösklega meðal- maður á hæð, fölleitur í andliti, dökkhærð- ur með ljósgrá augu. 1 uppvexti var hann heldur pasturslítill og veiklaður, og sum- um fannst hann dálítið smáskrítinn. Og því var fleygt meðal nágrannanna, að hann myndi ekki vera neitt gáfnaljós og að ekki yrði mikið úr höfðingsbragnum á Hamri eftir að gamli maðurinn félli frá. Þessi orðrómur mun hafa borizt til eyrna Karli hreppstjóra, og hann vildi sýna sveit- ungum sínum, að spá þeirra væri á litlum rökum reist. Því sendi hann Val á Kenn- araskólann í Reykjavík með það fyrir aug- um, að hann yrði kennari sveitarinnar að afloknu námi og jafnvel eftirmaður sinn í hreppstjóraembættinu. Og nú var Valur útskrifaður kennari. Námið hafði að vísu gengið heldur stirt, en þó náði hann prófi, skammlaust að kalla. Valur var farinn að hlakka mjög mikið til að koma heim að Hamri. Hann sá í anda húsfreyjurnar í Gljúfrahreppi, hvernig þær myndu líta upp til sín, til- vonandi kennara héraðsins. Og ekki þýddi nú fyrir jafnaldra hans, sem voru aðeins ómenntaðir bændur, hver á sínu óðali eða hjáleigum hreppstjórans, að gera lengur gys að honum, eins og þeir höfðu áður gert. Nei og aftur nei. Hann var búinn að strengja þess heit með sjálfum sér, að hann skyldi feta í fótspor föður síns og ekki standa honum að baki um neitt. Það skyldi ekki sannast. Eða hvað myndu heimasæturnar þar um slóðir hugsa nú, sem dregið höfðu hann á tálar og skopazt að honum á alla lund. Skyldu þær ekki finna til einhverra óþæginda núna? En sama var honum. Ekki ætlaði hann að fara að leita neitt á náðir þeirra. Því að hann var sem sé í þann veginn að krækja sér í eina Kvennaskóladömu í Reykjavík. Hann var líkd kominn á þann aldurinn, þar sem hann var orðinn 28 ára, að honum fannst hann mega fara að hugsa sér fyrir kvonfangi. — Um þetta og margt fleira snerust hugsanir hans, er hann gekk heim til herbergis síns á áliðnu kvöldi miðviku- dagsins 8. maí. Hann minntist nú kvöldsins, er hann kynntist Láru fyrst. Það var á dansleik uppi í kennaraskóla. Hann hafði boðið henni í dans, og allt kvöldið upp frá því hafði hún svifið í örmum hans. Hann minntist lokkanna hennar ljósu, og hvernig þeir hefðu strokizt við kinn sér, og hvernig hin dimmbláu augu hennar höfðu speglazt í augum hans. Og hann minntist, er þau gengu tvö heim af dansleiknum og hand- taks hennar, er hann kvaddi hana við hlið- ið heima hjá henni. Þar stóð hann lengi eins og negldur niður í götuna og horfði á hinn iturvaxna líkama hennar, er hún gekk upp stíginn og skauzt inn í húsið — og enn lifði sú mynd í huga hans. Oft síð- an hefir hann hitt hana og alltaf fer sama unaðskenndin um hann í nærvist hennar. Honum finnst hún blátt áfram töfrandi. Og einhvern veginn fannst honum það á öllu hennar látbragði við sig, að svipaðar tilfinningar bærðust í brjósti hennar. Nei, hann var alls ekki í neinum vafa um, að hún elskaði sig. En aldrei hafði hann þó haft kjark í sér til að fara neitt út í þá sálma við hana. Hann ætlaði að láta það bíða betri tíma. Því að hann var búinn að bjóða henni í sumardvöl heim að Hamri, og hún hafði þegið boðið. Hún vissi, að hann var erfingi jarðarinnar og að hann átti að taka við búinu í vor. Það var ekki neinum vafa bundið, að hún skildi tilgang hans. Valur hugsaði til fólksins í Gljúfra- hreppi. Gaman væri að heyra pískrið í því, þegar hann kæmi með stúlku úr Reykja- vík með sér. Það myndi vitanlega draga þá ályktun, að þetta væri stúlkan hans. Því að það vissi sem var, að ekki þurfti að bæta vinnufólki að Hamri. Þar var nóg fyrir, einn vinnumaður, sem búinn var að vera þar milli 10 og 20 ár og orðinn mosa- gróinn á hreppstjórasetrinu, og tvær pip- arkerlingar, sem búnar voru að vera álíka lengi, of þetta hafði dugað hingað til.— Valur hafði ætlað heim í síðastliðinni viku, en sökum þess, að Lára gat ekki komið þá, frestaði hann ferðinni, enda hafði hún mælzt til þess við hann, að hann biði eftir sér. Það olli Val dálitlum heilabrotum, að Lára kvaðst vera að bíða eftir skipsferð frá útlöndum. Fyrr gæti hún ekki komið. En það var með það eins og margt fleira, að hann kunni ekki við að vera með nein- ar óþarfa spurningar við hana, sem líka í rauninni komu honum ekkert við. Dagurinn rann upp, sem ákveðinn var til ferðarinnar. Valur var snemma á fót- um. Hann var í ferðahug, en þó vottaði fyrir óljósum kvíða hjá honum. Nú fyrst fór hann að hugsa út í, að hann hafði aldrei getið um það við foreldra sína, að hann kæmi með stúlku með sér, og þetta var svo að segja það fyrsta, sem hann af- réð á eigin spýtur án þess að ráðfæra sig við þau. Hann vissi líka, að gamli maður- inn gat verið þungur á brúnina, ef gert var á móti vilja hans, en nú var það hann, sem framvegis skyldi ráða ráðum sínum sjálfur. Og ekki ætlaði hann að fara að spyrja karlinn að því, hvort hann mætti eða mætti ekki velja sér konuefni sjálfur. En þrátt fyrir það, þó að hann reyndi að gera sjálfan sig stóran í huganum, þá vissi hann, hvernig hann gengi allur í sjálfan sig, þegar hann mætti augnaráði föður síns. Valur hrökk upp við þessar bollalegg- ingar, þegar barið var á hurðina hjá hon- um, og Lára birtist í dyrunum með bros á vörum. „Góðan daginn, Valur minn!“ segir hún. „Veiztu, að skipið, sem við för- um með, leggur af stað eftir sjö mínútur? Við erum að verða of sein. Ég var alveg orðin vonlaus um að þú kæmir, svo að ég mátti til að vita, hverju það sætti. Hefir nokkuð komið fyrir þig?“ Valur varð hálf- vandræðalegur. Hann vissi blátt áfram ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, því að hann hélt satt að segja, að það væri klukkutími þangað til skipið færi. En við nánari að- gæslu kom það í ljós, að klukkan hans var of sein. Hann tók viðbragð, hentist í frakkann, og setti hattinn á höfuð sér. — Ef þau yrðu nú strandaglópar! Alltaf var Lára jafn elskuleg. Þarna hefði hann orðið eftir, ef hún hefði ekki komið heim til hans. Hann langaði til að taka hana í faðm sér og þrýsta hana kossi og kveðja á þann hátt borgina, sem fært hafði honum eina af dætrum sínum. En tíminn leyfði engar tafir, svo að Valur varð að láta af löngun sinni. Hann þaut því fram í gang að símanum og ætlaði að hringja á bíl til að aka þeim niður að skip- inu. En Lára varnaði honum þess. Hún sagði, að kærastinn sinn biði eftir þeim í bíl úti, og að hann yrði með skipinu líka. Hann hafði komið frá Englandi í fyrra- dag og ætlaði að verða við laxveiðiárnar þarna upp frá í sumar með Englendingum. „Svo fær hann stöðu hér í bænum í haust, og þá giftum við okkur,“ bætti hún við. Valur stirðnaði allur. Það var sem blóð- ið frysi í æðum hans, og hann kom ekki einu einasta orði upp. Svo sturlaður var hann. Hann tók því tösku sína og gekk álútur út og settist upp í bílinn til unn- usta Láru. Nú kveið hann fyrir alvöru heimkom- unnar og augnaráði föður síns.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.