Vikan


Vikan - 01.08.1940, Síða 11

Vikan - 01.08.1940, Síða 11
VIKAN, nr. 31, 1940 11 Framhaldsaga eftir EDGAR WALLACE Áform þeirra voru skýr og óbrotin. Þeir reikn- uðu með því, að tekjur Lundúnaborgar væru 150.000,000 punda á ári. Þeir voru sannfærðir um, að með því að leggja fram 50.000,000 pund gætu þeir aukið tekjur borgarinnar um 10%. Þetta var í stuttu máli hugmynd þeirra, og þeir sáu fram á, að þó að þýðing höfuðborgarinnar væri þegar orðin mikil, þá væri hún ekki nema brot af því, sem hún ætti eftir að verða. London ætti eftir að verða helmingi stærri, og lóðirnar ættu eftir að stíga geysimikið. Hin einstæða lega hennar og öryggi, sem skapast af landfræðilegri legu Englands, flotastyrk þess, þýðingu nýlendn- anna sem hráefnaframleiðenda, allt þetta hlaut að gera hana að miðstöð heimsviðskiptanna. ,,Eg sé í anda London vaxa í norður til St. Albans, í vestur til Newberry og í suður til Brigh- ton“, skrifaði King Kerdy í dagbók sína. „Hún gæti líka vaxið til Colchester í austur, en þennslan í austur hlýtur alltaf að verð óþekkt- ur liður í framtíðarþróun sérhverrar borgar.“ Það voru miklir erfiðleikar, sem þufti að sigr- ast á, næstum óyfirstíganlegir erfiðleikar, en það var einn þáttur leiksins og gerði hann aðeins meira heillandi. Þolinmæði gæti gert sitt gagn, en vel undirbúið og markvisst starf mundi gera meira. King Kerry langaði til að kaupa allt hverfið, þar sem stórverzlanimar Gouldings voru. Gould- ing neitaði að selja, en King Kerry keypti næsta hverfi. Þar voru Tack & Brightens. Laust fyrir klukkan tíu var Elise Marion á leið til skrifstofu þeirrar, sem L-hringurinn hafði í nýtízku sambyggingu í Glasshouse Street. Efri hæðirnar voru leigðar vátryggingarfélagi,' lög- 'fræðingi og fasteignasala, allt saman tvimæla- laust heiðarleg fyrirtæki, og það sem meira var, öll sömun viðriðin starfsemi L-hringsins .... Elsie hafði lesið eitthvað um þessar skrifstof- ur í blöðunum. Eitt af kvöldblöðunum hafði gefið byggingunni nafnið „gimsteinahúsið", af þvi að hún var ekki ósvipuð hinni frægu byggingu í Tower, þar sem skartgripið brezku krúnunnar eru geymdir. Klukkuna vantaði fimmtán mínútur í tiu, þegar Elsie kom að húsinu, og hafði hún þvi nægan tima til að virða hina sérkennilegu framhlið þess fyrir sér. Á lítilli látúnsplötu á hurðinni stóð: „H.f. Fjármálafélagið L“. Félag með hæfilega litlum höfuðstól hafði verið skrá- sett undir þessu nafni, en í skjóli þess gátu hin- ir voldugu hluthafar rekið einkastarfsemi sína óáreittir. Skrifstofan, sem snéri út að götunni, var í hæsta máta óvenjuleg. Þar voru engin húsgögn, blóðrautt teppi var á gólfinu, og í miðju herberg- inu, upp við ferhymdann granítstöpul, stóð geysi- stór peningaskápur. Að því er virtist stóð hann á gólfinu, en venjulegt gólf hefði aldrei getað borið slíkan þunga, enda hafði stöpullinn verið settur því til styrktar. En þetta var ekki það eina merkilega við herbergið. Veggimir vom algerlega þakktir spegilræmum, og neðan úr loft- inu héngu sex bogalampar, þannig fyrir komið, að þeir vörpuðu ljósi á allar hliðar peningaskápsins, bæði dag og nótt. Dag og nótt gátu vegfarendur séð peninga- skápinn í þessu ljóshafi, en enginn maður kom inn í þetta herbergi nema King Kerry og hinn vopnaði vörður, sem gætti þvottakonunnar á morgnana. I>að, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúna segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur. L-hringurinn hefir feiknmiklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sína and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brighten, herra Leete. Jafnvel við dagsljós var þetta áhrifamikil sjón, og Elsie var gripin lotningu, þegar hún gekk inn. Einkennisklæddur varðmaður fylgdi henni inn á innri skrifstofuna, þar sem ungi, gráhærði mað- urinn sat við skriftir. Hann spratt upp, þegar hún kom inn, og dró fram handa henni íburðar- mikinn hægindastól. „Fáið yður sæti, ungfrú Marion," sagði hann. „Það verður ekki langt að bíða, að ég fari að kalla yður Elsie, af því að------“ hann hló að roðanum, sem skaut upp í kinnum hennar —“ mér er nær að halda, að í Ameríku séum við vingjarnlegri við samstarfsfólk okkar en þið héma.“ Hann þrýsti á hnapp, og varðmaðurinn kom inn. „Eru starfsbræður yðar tveir frammi?“ spurði hann. „Já, herra," sagði maðurinn. „Biðjið þá að koma inn.“ Eftir andartak kom maðurinn aftur með hina tvo varðmennina með sér. Þeir stóðu stífir frammi við dyrnar. „Þetta er ungfrú Marion,“ sagði King Kerry, og unga stúlkan stóð á fætur. „Er yður sama, þó að þér stillið yður þarna upp við vegginn ?“ spurði King Kerry. Hún gekk yfir gólfið út að veggnum, um leið og Kerry kveikti á öllum ljósunum. „Þið þekkið nú ungfrú Marion í hvaða ljósi sem er. Hún hefir aðgang að þessari skrifstofu á hvaða tíma sólarhrings sem er. Meira var það ekki.“ Mennirnir hneigðu sig og fóru, og Kerry slökkti á öllum ljósunum. „Fyrirgefið, að ég er að tefja fyrir yður,“ sagði hann, „en af því að þér eruð eina manneskjan í heiminum, sem fáið þessi forréttindi, er nauð- synlegt fyrir mig að vera vai'kár. Þessir menn hafa ábyrgð á allri varðgæzlu hér, og þeir eru á verði hér til skiptis dag og nótt.“ Hún settist niður aftur með þeirri þægilegu tilfinningu að vera orðin þýðingarmikil persóna. „Má ég leggja fyrir yður eina spumingu?" sagði hún. Hann kinkaði kolli. „Hvers vegna hafið þér valið mig? Ég er ekki duglegur einkaritari, og þér vitið yfirleitt ekkert um mig. Eg gæti verið mjög hættulegur sam- starfsmaður." Hann hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum og horfði stríðnislega á hana. „Allt, sem ég veit um yður,“ sagði hann, „er, að þér eruð dóttir séra Georgs Marion, ekkju- manns, sem dó fyrir sjö árum og lét eftir sig lítið eitt meira en fyrir fargjaldinu til London, þar sem frænka yðar bjó. Þér eigið frænda í Ameríku, sem á stóra fjölskyldu og er stórskuldugur. Þér áttuð bróður, sem dó, þegar hann var bam að aldri. Þér hafið haft atvinnu i þrem stöðum. Frá Meddlesohn í East-Cheap urðuð þér að fara, af því að þér neituðuð að gerast meðsek um glæp- samlegar falsanir. Hjá Highlaw & Sons í Moor- gate Street hættuð þér, af því að félagið varð gjaldþrota. Hjá Tack & Brighten munduð þér hafa hætt innan skamms.“ Hún starði á hann. „Hvernig hafið þér komizt að öllu þessu?“ „Barnið mitt,“ sagði hann, stóð á fætur og lagði hendina föðurlega á öxl hennar, „hvemig fer maður að komast að hlutunum ? Með því að spyrja þá, sem vita. Ég tefli sjaldan á tvær hættur. Ég fór til Southwark, til þess að fá að sjá yður og tala við yður ef hægt væri, áður en ég réði yður.“ Hann gekk hratt yfir að skrifborðinu aftur. „Og nú skulum við snúa okkur að málefninu. Þér fáið tíu pund á viku hjá mér og aukaþóknun um hver áramót. Staða yðar verður bezt skýrð með því, að segja, að þér eigið að vera mín hægri hönd. Þér eigið að skrifa bréf mín, ekki eins og ég les þau fyrir, ég hefi andstyggð á að semja bréf, heldur í minum anda.“ Hún kinkaði kolli. „Og svo enn eitt,“ sagði hann lágt um leið og hann hallaði sér fram á borðið. „Ég bið yður að muna fimm orð.“ Hún bjóst við að hann kæmi með einhver heil- ræði, t. d. um að vinnan göfgi manninn eða að leiðin til fjár og frama sé dugnaður og árvekni. „Þissi fimm orð,“ hélt hann áfram í sama tón, „megið þér aldrei segja við nokkum mann á meðan ég lifi. Ekki við nokkurn mann nema sjálfan mig.“ Það hafði komið svo margt fyrir Elsie síðasta sólarhringinn, að hún var hætt að geta undrazt. „Viðskiptavinir mínir, vinir og óvinir, einkum óvinir,“ hélt hann áfram og brosti dauflega, „mega undir engum kringumstæðum heyra þessi fimm orð, fyrr en ég er dauður. En í viðurvist þeirra manna, sem em hluthafar í þessu fyrir- tæki, eigið þér að segja,“ hann dró niður í rödd- inni, svo að hún varð að hvísli — „það verður að steinleggja Kingsway.“ „Það verður að steinleggja Kingsway,“ endur- tók hún hvíslandi. „Hvað sem fyrir kemur, megið þér ekki gleyma þessum orðum,“ sagði hann alvarlega, „endur- takið þau með sjálfri yður þangað til þér kunnið þau eins vel og nafnið yðar ...“ Hún kinkaði aftur kolli. Þetta hljómaði bjána- lega, en það var eitthvað, sem sagði henni, að óhemju verðmæti stæðu og féllu með þessum sakleysislegu orðum: „Það verður að steinleggja Kingsway." 7. KAPlTULI. Maðurinn, sem hataði Kerry. Um sama leyti og Elsie sat inni á skrifstofu Kings Kerry, sátu tveir menn að morgunverði í hinni íburðarmiklu borðstofu herra Leete í íbúð hans í Charles Street. Annar þeirra var herra Leete sjálfur í rósóttum silkislopp, en hinn var Hermann Zeberlieff. Hann var þrjátíu og átta ára gamall, en unglegur í andliti. Herra Leete og Zeberlieff voru vinir. Þeir höfðu hitzt í París í þá daga, þegar nafn milljónamær- ingsins Zeberlieff var á allra vömm, sem manns- ins, sem keypti hveiti í stórum stíl. Þeir voru saman um eitt mál þessir tvímenn- ingar, og þegar Wall Street félag eitt hafði sprengt markaðinn og rúið marga minniháttar fésýslumenn inn að skinni, en gert Hermann Zeberlieff að tíföldum milljónamæringi í dollur- um, hafði herra Leete farið með honum í ferða- lag á lystisnekkju hans, þangað sem óbænir Ameríkumanna óg háðsyrði dagblaðanna gat ekki náð þeim, og vináttan á milli þeirra hafði þroskast......

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.