Vikan


Vikan - 01.08.1940, Side 15

Vikan - 01.08.1940, Side 15
VIKAN, nr. 31, 1940 15 Svör við veðurspurningum á bls. 2: 1. Já. Rosabaugur í kringum tunglið or- sakast af háum Cirrus-skýjum, sem eru samsett úr örsmáum snjókryst- öllum og verða á vegi tunglgeislanna. Þessi ský boða oft breytilegt veður. 2. Nei. Það, sem máli skiptir, er ekki, hvort loftvogin stendur lágt eða hátt, heldur hvort hún er að stíga eða falla. Ef loftvogin er stöðugt fallandi, er það næstum ófrávíkjanlega merki um versnandi veður. 3. Nei. Döggin fellur ekki. Hún myndast þar, sem við finnum hana. Ef að heitt loft snertir hlut, sem er svo kaldur, að rakinn í loftinu þéttist, þá mynd- ast dögg á hlutnum. 4. Nei. Vísindamenn hafa aldrei fundið tvö snjókorn, sem eru alveg eins. 5. Já. Tungl-regnbogar höfðu verið upp- götvaðir þegar á dögum Aristotelesar. Regnboginn myndast við brot ljós- geislans í vatnsdropum. Tunglgeislar eru nógu sterkir til að mynda regn- boga. 6. Nei. Jörðin er 6l/2 milljón kílómetra nær sólinni í desember en í júní. 7. Nei. Það er mjög almennt álit, en rangt. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt, að breyting á loftþrýsting (sem orsakar veðrabreytingu) stendur ekki í neinu sambandi við tunglkomur. 8. Nei. Slydda er frosið regn, en snjór- inn fellur beint úr snjóskýjum. 9. Nei. Kvöldroðinn boðar bjart og þurrt veður. 10. Nei. En af því að mjög kalt loft er venjulega svo þurrt, að þykk snjóský myndast ógjarnan, er möguleikinn á snjókomu mjög lítill. 11. Á sumrin. Þrumuveður orsaka loft- truflanirnar, og þau eru algengari á sumrin. 12. Já. Þegar flötur sá, sem döggin mynd- ast á, er svo kaldur, að hún getur frosið, verður hún að hélu. 1 Ameríku hafa menn fundið upp áhald til að mæla hve mikið hár og neglur vaxa á klukkutímanum. Vöxturinn er mestur á daginn. Neglurnar vaxa að meðaltali 0,04 mm. á 12 tímum um hádegið 0,006 mm. á klukkustund, en um miðnætti 0,002 mm. Hárið vex örar: 0,08 og 0,01 mm. # 1 Englandi vaknaði á 19. öldinni skyndi- lega mikill áhugi fyrir „síðustu orðum“ dauðadæmdra glæpamanna. Böðullinn og fangaverðirnir voru ekki lengi að sjá, að þeir mundu geta grætt mikið á að selja þessi „ummæli“ blöðum, sem eingöngu helguðu sig slíkum glæpafréttum. Upplag- ið af einu slíku blaði komst upp í 2 milljónir eintaka. Myndir Irá Rúmeníu. [ Rúmenska ríkiskirkjan er grísk-katólsk. Það var kirkjan, sem hélt þjóðernistilfinn- ingunni vakandi hjá Rúmenum í Transsylvaníu á meðan hún tilheyrði Ungverja- [ landi, sem beitti þá þjóðerniskúgun. Tyrkneskt kaffihús á baðstaðnum Balchic við Svartahaf. Þar er mikið af tyrknesk- um kaffihúsum og þangað sækja ferðamenn mikið vegna hins sérkennilega aust- ræna blæs, sem þar ríkir. Eigandinn fær afslátt á sköttum fyrir að ganga með Fez á meðan ferðamannastraumurinn er mestur. í hitabeltislöndum Suður-Ameríku vaxa tré — Huracrepitans — sem slöngva ávöxtunum frá sér, þegar þeir eru full- þroska, með svo miklum krafti, að það hljómar eins og skammbyssuskot. * Löngu áður en farið var að nota skeif- una sem verndargrip yfir dyrum og á skipsbógum var hún notuð sem trúar- bragðatákn í Austurlöndum. Hindúar hafa þannig byggt mörg af musterum shlum skeifumynduð. Þrjátíu prósent af íbúum jarðarinnar eru fæddir örvhentir. Af þeim er um það bil helmingurinn, sem hefir þjálfað sig upp í að nota hægri hendina, en finnst þó stöð- ugt þægilegra að nota vinstri hendina. * Hundur, sem var á sundi við strönd Ástralíu varð allt í einu fyrir árás af há- karli. Hundurinn snérist til varnar og rak hákarlinn á flótta, en hann var svo illa bitinn, að hann hneig dauður niður, þegar hann kom í Iand.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.