Vikan


Vikan - 16.01.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 16.01.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 3, 1941 5 Loftárás á Reykjavík Smásaga eftir Kristmund Bjarnason frá Mælifelli. orgrímur gamli eða Grímur gamli í kjallaranum, en svo var hann og nefndur, renndi hjólbörunum hægt og hik- andi upp bryggjuna. Hann var ekkert að flýta sér, karlsauðurinn, enda börurnar þungar — fullar af nýjum fiski. Aflinn olli ekki litlu um hýru karls, þenn- an júnídag. En önnur kurl komu þar og til grafar. „Gigtarskömmin er með minna móti. Já, mun vægari, skömmin sú arna. Sennilega blíðan, sem veldur. Hún var alltaf svæsin, áður en hann skall á, þessi ólukka í mjöðm- inni. Já, hún spáði nú réttara en hann Jón, gigtin. Ekki örgrant um það.“ Grímur gamli muldraði í skeggið. Hann glefsaði í tóbakstöluna, jóðlaði og spýtti við tönn. Síðan renndi hann tungubrodd- inum niður á hökuna, með hægð. — Það hafði ekkert drepið í skeggið. Gamli Grímur velti vöngum, spýtti og rorraði áfram í steikjandi sólskinsblíðunni og hugsaði upphátt. ,,Ég var mesta afla- kló, ójá, það held ég nú. Væri í efnum, ef gigtin hamlaði ekki. — Óráð að taka sam- an við Dísu. Hennar var viljinn. Og hún lét ekki eftir sig fyrir útförinni. Fóru nokkrir kringlóttir þá. Gengur svo. Nú getur Þormóður kaupmaður fengið tíukróna-bleðilinn fyrir leiguna á kjallara- holunni. „Þér eruð hér með áminntir um að greiða húsaleiguna fyrir maímánuð síðast- liðinn. Verður innheimt á yðar kostnað, greiðist hún ekki fyrir 16. júní 1943. Þormóður Sæmundsson." Ó-jú, svona var nú orðalagið hjá Þor- móði mínum. Greiða húsaleigu! Ja, sér er nú hvert húsið, þessi hola! Enn hefir gamli Þorgrímur staðið í skilum við lánardrottna sína, Þormóður litli. Bleðilinn færðu í dag, þann fimmtánda. Enn eru nokkrir vænir á börunum. Ég hefi — að slepptum bleðlinum — nokkra kringlótta í kveld. Annars er eins og þeir vilji ávallt ganga aftur úr greipum mér, þeir kringlóttu, halda víst hver til síns heima. Gengur svo.“-------------- Langt ömurlegt blísturshljóð kvað við. Grímur snerist á hæli og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann sá fólkið fara ham- förum fram og aftur. „Er nú Reykjavík orðin ær?“ varð Þor- grími af vörum og lagði kollhúfur. „Enn þetta helvítis nágarg!“ Hann varð næsta hvumsa. Þorgrímur var staddur spölkorn frá húsi Þormóðs kaupmanns Sæmundssonar. Hann hinkraði nú lítið eitt við og belgdist út af reiði. „Flugvélar! Urmull af helvítis........ Og þarna hleypur Þormóður og ég er með bleðilinn." Flugvélar svifu yfir bænum. — Skot- drunur. — Eldar. — Neyðaróp. — „Hæ ... helvítið þitt, Hitler!“ öskraði Þorgrím- ur og kreppti hnefann mót himni. „Ég verð þó að bjarga börunum mínum, fjandi!“ Þorgrímur tók undir sig stökk mikið. Másandi nam hann staðar við bakdyrnar á húsi Þormóðs kaupmanns og ýtti bör- unum undir þrepin. „Hana, bölvaður fanturinn, taktu þær nú!“ rumdi í honum. Bros sigurvegarans lék um varir hans. „Taktu þær nú!“ „Og svo er bleðillinn hans Þormóðs. Hann hefir haft sig í byrgið, karlinn. Húkir þar kannski hver veit hve lengi. — — Fimmtándi er í dag. Bezt ég greiði þegar. Sextándi fer í hönd. Gott er, þá illu er af- lokið.“ Þorgrímur skundaði af stað, í átt til byrgisins. Eldar miklir komu upp í útjöðrum bæj- arins og fengu Þorgrími reiði. Hann hljóp við fót að byrginu og stökk inn. „Þormóður! Þormóður!“ öskraði hann móður mjög. Þögn. — „Hver grefillinn! Ég sé manninn þó þarna. Og hann mælir mig ekki máli.“ Grími gamla var svona um og ó að troða sér inn í skot, til þess að ýta seðlinum til hans. Hann sá grant að veggur höfðingja stóð á milli. Grímur var maður ekki vel skyggn. „Jú, það er ekki um að villast — tveir ráðherr- ar — og sinn úr hverjum flokki — hald- ast í hendur — og brynna músum. Sér er nú hvað! Þarna standa þeir þegjandi, en blessuð börnin vola.“ Grímur klóraði sér í höfðinu. Þetta var fjárans klípa að tarna. Ekki vildi hann troða blessaða höfðingjana um tær, en bleðlinum varð hann að koma. Þorgrímur gekk tvö fet áfram. Og sjá, höfðingjarnir víkja þegar til hliðar og veita greiða götu til Þormóðs. Þetta gekk fyrnum næst í augum Þorgríms. Hann átti ekki þessu að venjast. „Hérna, Þormóður minn, eru leiguaur- arnir,“ sagði Grímur og hnippti lítið eitt í handlegg kaupmanns, þar eð hann virt- ist vera viðutan. „Hérna eru þeir, einn bleðill.“ Þormóður leit upp, gaut felmtursfullu augnaráði til Þorgríms, síðan á seðilinn. Mælti ekki orð. Þorgrímur tvísté fyrir framan kaup- mann og strauk skeggið milli ótta og von- ar. Hann mælti síðan af stundu: „Jú, Þor- móður, það voru aðeins tíu krónur — það er ekki nema fimmtándi í dag. Taktu nú við. Þeir stela fiskinum, þessir bölvaðir þorskar, ef ég fer ekki.“ Kaupmaður rétti út hendina eftir seðl- inum. Ofurlitlu, sjálfselskufullu brosi brá sem leiftri yfir ásjónu kaupmanns. „Þú ert skuldseigur, Þorgrímur minn, að vera ekki búinn að greiða þetta lítil- ræði fyrr.“ Þorgrímur galt þögn við þessum orðum kaupmanns; tók þegar á rás til dyranna, en var stanzaður af borðalögðum herra. „Kyrrir hér!“ kallaði sá borðalagði til hans og gekk í veg fyrir hann. „Ertu vit- laus maður! Fiskurinn minn! Fiskurinn minn!“ Nú gerðist Grímur ylgdur á brún. Hann tók undir sig stökk, leiftursnöggt, á hlið við varðmanninn og út. Hentist hann nú á þindarlausu kapp- hlaupi til húss Þormóðs. „Fiskurinn minn! Fiskurinn minn!“ hrópaði hann upp. Fyrir sjónum hans blasti við eyðilegging þrepsins, þar stóð ekki steinn yfir steini, og fiskurinn kom í ljós hér og þar í smáögnum milli brota úr hjólbörunum og steinsteypumolanna úr þrepinu. Að öðru leyti var húsið að mestu óskemmt. Loftárásin var liðin hjá. Þormóður kaupmaður og margt annarra manna, í byrginu höfðu farizt, af völdum sprengju. Daginn eftir var Þorgrímur dreginn fyrir lög og dóm. Hlaut hann tíu króna sekt fyrir sakir óhlýðni við yfirvöldin. Öðrum lagabrjótum til aðvörunar. „Fjárinn hafi það! Nú hefði ég átt að eiga bölvaðan bleðilinn. Eða hvern skratt- an var ég að gana út úr byrginu; ég mátti þó eiga víst, að hann reyndi að eyðileggja fiskinn." Gamh Grímur haltraði tautandi frá lög- reglustöðinni. — Gigtin var farin að ásækja hann aftur. Þótt verffi ég- gamall, þá gleymi ég því ei, er gekltstu við hliff mér á vorbjörtum degi. t»á bjuggum viff festar úr blómsveigum, mey, og bundum þau heit, sem að engum ég segi. Svo hvarfstu burt frá mér, ég finn þig ei meir, forlaga-þráffurinn leiff okkar skildi. En ástin í hjarta mér aldrei þó deyr, þvi ætíff í sálinni lifir þín mildi. Nú sit ég við gluggann og ltomið er kvöld og hvaff, sem ég lít til, mig á þig vill minna, á vangana golan mig kyssir svo köld, ég klökkur nú hugsa til varanna þinna. Ó, minnst þú mín einnig um ókomna tíff, þó örskammur væri oldiar hamingjufundur. Framtíffin verffi þér fögur og blíð, þótt forlögin skildu okkar leiffir í sundur. INGÓLFUR KRISTJÁNSSON frá Hausthúsum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.