Vikan


Vikan - 16.01.1941, Blaðsíða 6

Vikan - 16.01.1941, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 3, 1941 Kristján Benediktsson var ekki víð- frægur maður, en eitt atvik í lífi hans vakti samt nokkra athygli. Um það hefir ekki verið neitt skráð, en gefur þó tilefni til samanburðar á liðna tímanum og yfirstandandi tíma. Kristján ólst upp í Bárðardal, en mér er ókunnug ætt hans. Hann var hraustmenni, sterkur og fram úr skarandi harðgerður. Þegar þetta atvik gerðist hefir hann verið um þrítugt, fæddur nálægt aldamótum 1800. Skyldfólk átti Kristján á Austurlandi, og lagði af stað um vetur að finna það. Hann ætlaði skemmstu leið, nefnilega aust- ur yfir Mývatnsöræfi, að Möðrudal á Fjöll- um. Skall nú á hríðarbylur, og héldu menn að Kristján hefði ekki náð til bæja. Var farið að leita hans, og fannst hann eftir langa leit, en var þá orðinn svo kalinn að hann gat enga björg sér veitt. Var hann svo fluttur niður í Bárðardal, að Lundar- brekku, til Jóns bónda þar. Hefir þar ver- ið hið mesta myndarheimili um langt skeið. Jón bóndi hefir víst ekki verið fróð- ur um lækningar, en hann tók nú samt til sinna ráða með að lækna Kristján. Tók af honum báða fætur fyrir neðan miðjan kálfa, framan af öllum fingrum, og ofan af nefinu að framanverðu. Um svæfingu var ekki að tala, og sagði Kristján að sárt hefði verið, þegar sagað hefði verið fyrir mergjarholið á fótleggj- unum. Það tókst samt að græða þetta að mestu leyti. — Ég var norður í Bárðar- dal um 1885, og sá þá Kristján, þá um áttrætt, og var það mér ömurleg sjón. Eftir Ásgeir Ásmundsson frá Haga. Hann skreið á hnjánum. Var vafið skinni um stúfana og upp fyrir hné, þannig mjak- aðist hann áfram, og studdi stundum nið- ur höndunum. Var mesta furða, hvað hann gat farið hratt. Dálítið gat Kristján unnið. Látið í hlöður að sumarlagi. Tekið upp grjót. Gat hann kreppt fingurna, þó að stuttir væru, utan um járnkarlinn, en nógir voru kraftarnir. Á vetrum þæfði hann vaðmál o. fl. Var útbúinn dálítill upphækkaður pallur og á hann látið vaðmálið. Settist svo Kristján niður við pall þennan og þæfði svo undir bringunni. Þetta var víst óþægileg vinna, og sagði móðir mín mér, að stundum hefði verið aumt að sjá Kristján eftir þófið; hann hefði þá stundum verið svo afrifinn á bringunni, að sár hefðu komið á. Þegar foreldrar mínir bjuggu á Stóru- Völlum í Bárðardal, var Kristján stundum hjá þeim. Hann mun hafa verið heldur fá- vís, enda ekki um mikla fræðslu að tala í þá daga. En alltaf bólaði á víkingseðli í honum. Eitt sinn kom það fyrir, að mannýgur boli réðist á mann í nágrenni við Kristján, sem þó varð ekki að skaða. Þegar Kristján frétti þetta, sagði hann: ,,Það vildi ég, að ég hefði verið kominn þar með Stóru- Valla járnkarlinn.“ Margt var eftir Krist- jáni haft af svipuðu tagi. Þegar Kristján Benediktsson kól, hefir víst verið erfitt að ná til læknis á Norður- | ofi/í>að fínnsí þérP | § Finnst þér ekki lífið leikur? Ljómar þú ekki í sælli gleði? Eða er máske einhver reykur : E innst í þinu forna geði? i I»ráir þú ekki eitt og annað? Attu nóg af heimsins gæðum? i É Hefir þú gleði glaumsins kannað? E Gengið á hinum breiðu svæðum ? i Hefir þú fundið frið og gleði? E Finnst þér ekki sælt að njóta, vinar, 'sem úr vöndu réði? I Var það ekki allt til bóta? i Ertu kannske orðinn mettur? E Ætlar að hætta strax við sukkið ? Var það ekki veizluréttur, i vínið, sem þii hefir drukkið? Hættu þessum hæðnisorðum! Hefir þú eltki sjálfur, góði, viðhaldið og vökvað eitri veikleikann í þínu blóði? KJARTAN J. FRIÐBERG. landi. Það hefir þó líklega verið læknir á Akureyri. Foreldrar mínir fluttu miklu seinna (1870) suður á land, að Haga í Gnúpverja- hreppi. Þá var einnig lítið um lækna þar um slóðir. Er þau voru nýkomin að Haga veiktist bróðir minn (þriggja ára) af háls- bólgu (barnaveiki) og var sent til læknis að Odda, sem á þeim tíma var kölluð dag- leið. Læknirinn kom ekki, og bróðir minn dó. Ég veiktist einnig, var þá farið til næsta bæjar, að Ásólfsstöðum. Bóndinn þar, Höskuldur að nafni, var blóðtöku- maður, og tók hann mér blóð á hálsinum. Mér batnaði, en hvort það var fyrir þessa aðgerð, veit ég ekki. — Um þetta leyti var ekki nema einn læknir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Var það Þorgrímur Ásmundsson í Odda. Mikill er nú munur. Nú skipa þessar sýslur 3 fastir læknar. Dóra litla og pabbi hennar voru að fara í heimsókn innst inn á Laugaveg. „Eigum við að ganga, eða eigum við að taka bíl?“ spurði pabbi. „Ég get gengið, pabbi,“ sagði Dóra litla, ,,ef þú vilt bera mig.“ * Beta: „Hvenær ertu að hugsa um að gifta þig, Sigga mín?“ Sigga: „Það verður víst aldrei, því að ég vil ekki giftast Jóni, þegar hann er fullur, og hann vill ekki giftast mér, þegar hann er ófullur." Útlendingur sver eiðinn. Frú Helma Marchand Cohen lætur taka fingraför sín á lög- reglustöðinni í Brooklyn, sam- kvæmt nýju sambandslögun- um, sem mæla svo fyrir, að fingraför skuli taka af öllum útlendingum í Bandarikjunum. Frú Helma er 31 árs, og kom til Ameríku frá Þýzkalandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.