Vikan - 16.01.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 3, 1941
11
Mick var ekki lengi í burtu. Þegar hann kom
aítur, sat maður og beið á fremri skrifstofunni.
Hann var miðaldra, glæsilega og smekklega
klæddur.
,,Það er lierra Richard Cartwright, sem vil)
tala við yður,“ sagði einkaritari Micks.
„Það gleður mig að kynnast yður," sagði Mick.
„Ég' er yngri forstjóri félagsins. Við skulum
koma inn og heilsa upp á föður minn-.“
Þeir tókust i hendur og fóru inn á innri skrif-
stofuna, þar sem Mick kynnti bankamanninn
fyrir föður sínum, bauð honum sæti og settist
sjálfur.
„Ég geri ekki ráð fyrir, að herra Clears hafi
farið út í einstök smáatriði við yður?“ sagði
Cartwright.
„Nei,“ svaraði Mick. „Hann sagði aðeins, að
þér munduð gefa mér allar upplýsingar.“
„Já. Nú skal ég segja yður nákvæmlega, hvern-
ig málinu er háttað. Svo verðið þér sjálfur að
ákveða, hvort þér viljið taka að yður málið. Ég
verð víst að fara nokkuð aftur í tímann, til þess
að gera myndina skýrari. 1 April rændu fjórir
bófar eitt af útibúum okkar í San Francisco.
Aðalgjaldkerinn var maður að nafni Furness.
Hann reyndi að ná i skammbyssuna sína, en
bófaforinginn skaut hann í magánn, og þeir kom-
ust undan með um tólf þúsund dollara. Veslings
Furness dó eftir nokkra daga hræðilegar þján-
ingar. Lögreglan á staðnum gat ekkert að gert,
og morðinginn og félagar hans komust burtu úr
héraöinu.
Bankar okkar standa í sambandi við ríkis-
bankann. Það var orsök þess, að alríkislögreglan
í Washington — hinir frægu G-menn — tóku
málið i sínar hendur. Þeir gerðu það, sem þeir
gátu, höfðu öll spjót úti, og smá saman tókst
þeim að afla sér ýmissa upplýsinga. En það var
hvergi nærri nóg. En það voru fleiri að leita
morðingjans — þar á meðal Clare Furness,
einkadóttir Furness gjaldkera. Henni virðist
ekki vera fisjað saman stúlkunni þeirri. Ef til
vill hefir það hjálpað henni mikið, að hún er
óvenjulega fallegur kvenmaður. Að minnsta
kosti tókst henni að ná í þýðingarmiklar upplýs-
ingar. Svo snéri hún sér til G-mannanna og lagði
spilin á borðið og þeir bættu sinum við.
Það virtist næstum óyggjandi, að morðinginn
væri stórglæpamaður, Lefty Vincent að nafni.
Hann hafði aldrei verið í fangelsi, en það var
ekki af þvi að hann væri saklaus. Hann var svo
klókur og svo snar í snúningum, að iögreglunni
tókst aldrei að fá neinar sannanir gegn honum.
Hann hafði lengi verið grunaður um að vera
morðingi, þjófur, ræningi og barnaræningi og
ýmislegt fleira. En það er ekki hægt að senda
mann í rafmagnsstólinn eða setja hann í fangelsi,
án þess að hafa sannanir gegn honum. Lefty lék
þannig stöðugt lausum hala.
Yður er ljós þessi hlið málsins? Gott og vel.
Eins og ég sagði, er ungfrú Fumess kjarkmikil
stúlka, og hún er meira en það — eina ósk henn-
ar er sú, að koma morðingja föður síns í raf-
magnsstólinn. Og þegar G-mennirnir sögðu henni,
að Lefty Vincent væri mikill kvennamaður og
gæti ekki séð laglega stúlku, án þess að elta
hana, reyndi hún að komast i samband við hann
daiðann í hæluiam.
Framhaldssaga eftir DAVID HUME.
Það, sem skeð liefir hingað til í sögunni:
Lefty Vincent og fjórir félagar hans,
Johnny Ryan, Fino, Coliins og Catini hafa
rænt banka og drepið gjaldkerann. Lefty
rekur nú spilaklúbb þar sem Fino og Ryan
eru starfsmenn. Lefty stendur út við glugg-
ann í spilasalnum og horfir á gestina. Við
hlið hans stendur ung stúlka. Hann ætlar
að fylgja henni heim og hún gengur á
undan honum út á götuna. Allt í einu kveð-
ur við vélbyssuskothríð, og Ryan fellur
dauður niður fyrir aftan hana. Vincent
kemst undan á flótta. Mick Cardby og faðir
hans sitja í skrifstofu sinni í London, þegar
hringt er til þeirra frá Ameriku og þeir
beðnir að taka að sér þýðingarmikið lög-
reglumál fyrir Conwaybankann og setja sig
í samband við umboðsmann þeirra í Lon-
don, Cartwright.
til þess að geta njósnað um hann og menn þá,
sem unnu fyrir hann, og í stuttu máli sagt fá
örugga. vissu fyrir því, að Vincent væri sá mað-
ur, sem hún var að leita að. Hún stakk upp á
því, að lögreglan héldi sér utan við málið þangað
til allt væri klappað og klárt. Þá ætlaði hún
að gefa þeim merki.
G-mönnunum var ekki um að stofna henni í
slika hættu. En það er aldrei hættulaust að fást
við menn eins og Vincent. Og auðvitað var þeim
minnisstætt, að það var kvenmaöur, sem gabbaði
John Dillinger og kom honum í hendur lögregl-
unnar. Þeir féllust þvi á, að lofa ungfrú Furness
að hætta lífi sinu úr þvi að hún endilega vildi
það. Þeir komust að þvi, að Vincent rak um þess-
ar mundir spilaklúbb i Manhattan. Það gerði ung-
frú Furness auðveldara að komast í samband við
hann. Hún fór að venja komur sínar þangað, og
Vincent varð auðvitað strax starsýnt á hana.
Svo kom hitt af sjálfu sér. 1 fimm vikur gekk
hann á eftir henni með grasið í skónum.
Af orðum, sem hann öðru hvoru lét falla við
menn sína, sannfærðist hún um það, að Vincent
væri morðingi föður hennar. Það hefir hlotið að
vera erfitt fyrir ungfrú Furness að vera vingjarn-
leg við hann, eftir að hún hafði öðlast þessa vissu.
En hún lék hlutverk sitt prýðilega. Loksins áleit
hún, að tími væri kominn til að afhenda Vincent
í hendur G-mannanna. Hann var vanur að fylgja
henni heim á hverju kvöldi. Hún hringdi því til
lögreglunnar og tiltók ákveðna nótt, þo. - þeir
ættu að sitja fyrir honum og skjóta . Því
var þannig fyrir komið, að hún skyldi koma með
honum út úr klúbbnum klukkan tvö um nóttina,
missa töskuna sína á götuna, til þess að sýna, að
allt væri í lagi, og taka síðan til fótanna áður
en skothriðin byrjaði. Þetta var allt svo einfalt
og öruggt, að það virtist ekki gea brugðist. En
eins og oft vill verða undir slíkum kringumstæð-
um, fór alit á annan veg.
Ungfrú Furness hafði reiknað tímann út ná-
kvæmlega, og Vincent átti að fylgja henni heim.
En rétt í því, að þau voru að fara út úr klúbbn-
um, stöðvaði einn af mönnum Vincents hann og
sagðist endilega þurfa að tala við hann. Vincent
bað ungfrú Furness að biða fyrir után, hann kæmi
eftir augnablik. Það voru engir' aðrir í spilasaln-
um, sem sýndu á sér fararsnið, svo að hún þótt-
ist örugg um það, að sá næsti, sem kæmi út úr
húsinu, mundi verða Vincent. Hún lét því tösk-
una detta. G-nv nirnir, sem láu í leyni, sáu, að
hún var ein. Þe biðu því eftir þeim næsta, sem
kæmi út. Auðvitað var svo dimmt úti, að þeir
gátu aðeins séð móta fyrir þeim, sem kæmu út.
Dyrnar opnuðust og maður kom út á gangstétt-
ina. Stúlkan hljóp af stað, og G-niennirnir skutu
á manninn. Hann var dauður áður en hann féll í
götuna.
En maðurinn, sem þeir drápu, var Johnny Ryan,
einn af félögum Vincents. Vincent hafði auð»ji-
anlega sent Ryan út með skilabcð íii stúlkunnar.
Svo heyrði hann hvellina í vélbyssunum og stökk
út um glugga að húsabaki. Og síðan hefir hvergi
til hans spurzt.
Cartwright þagnaði andartak. Feðgarnir sögðu
ekkert. Þeir biðu eftir niðurlagi sögunnar.
„Þið eruð báðir reyndir menn," hélt Cartwright
áfram, „og þið hafið átt í höggi við margs konar
glæpamenn, svo að ég þarf varla að lýsa fyrir
yður aðstöðu þeirri, sem Clare Furness er í. Lefty
Vincent er slunginn og mundi drepa móður sína
með köldu blóði, ef því væri að skipta. Og Vin-
cent veit, að Clare Furness sveik hann! Á meðal
glæpamanna er farið að tala um, hvað muni verða
um veslings stúlkuna, ef Vincent nái í hana. Ég
læt yður um að geta til, hvað það boði.
Við — ég á við Conwaybankánn — finnum til
ábyrgðar okkar gagnvart ungu stúlkunni. Faðir
hennar var myrtur, á meðan hann var að leitast
við að vernda fjármuni okkar. Hún hefir hætt
lífi sínu við að koma morðingjanum í hendur lög-
reglunnar. Við álítum þvi, að bankinn beri bein-
línis ábyrgð á lífi hennar og framtíð. Ég veit, að
þér skiljið það, herrar mínir. Nú, við vorum ekki
öruggir um, að lögreglan gæti veitt henni nægi-
lega vemd, á meðan hún væri í Ameríku. Við
áttum tal um það við lögregluna, og hún áleit
lika öruggar, að hún færi af landi burt, þangað
til búið væri að handsama Vincent, og hættan
þannig liðin hjá. Fyrir fjórum dögum lagöi hún
af stað til Englands. Skipið kemur til South-
hamton klukkan þrjú í dag.
Og nú komum við að aðalatriðinu. Eftir langt
og mikið erfiði urðu G-mennirnir loksins nokkurs
vísari. Þeir umkringdu hús nokkurt í Bronx, og
voru nú sannfærðir um, að loksins væri Lefty
Vincent genginn í gildruna. En þeim skjátlaðist.
Þegar þeir komu inn í húsið, var fuglinn floginn.
Sá eini, sem þeir hittu, var einn af mönnum Vin-
cents, Fino Minati að nafni. G-mennirnir rann-
sökuðu húsið, tóku Fino með sér á stöðina og
yfirheyrðu hann i tuttugu og fjóra klukkutíma
samfleytt. Að lokum gugnaði hann. Og það, sem
hann sagði þeim, voru engin gleðitíðindi.
Lefty Vincent, sagði hann, hafði komizt. að því,
að Clare Furness væri á leiðinni til Englands. Og
hann fór af stað á eftir henni, einum degi seinna!
Mick skotraði augunum til föður síns. Svipur
gamla mannsins var alvarlegur og eftirvæntingar-
fullur. Cartwright þurrkaði svitann af andliti sínu,
þegar hann hafði lokið máli sínu. Hann þagnaði
stundarkorn, til að gefa þeim tíma til að hugsa,
en hélt svo áfram:
„Svona er nú það, herrar mínir. Undir eins og
Fino hafði leyst frá skjóðunni, lögðu tveir G-
menn af stað með næsta skipi til Englands. Þeir
eru því líka á leiðinni. Málið stendur því þannig:
Clare Furness kemur hingað til landsins í dag,
Lefty Vincent annað hvort á rnorgun eða hinn
daginn og G-mennirnir nálægt tveim sólarhring-
um seinna. Það, sem við ætlum að biðja félag
yðar að gera, er að veita ungfrú Furness örugga