Vikan


Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 3
I 3 VIKAN, nr. 6, 1941 Aðalþulur útvarpsins. g < Samtal við Dorstein Ö. Stephensen um sjálfan hann og starf hans. Sjá upphaf greinarinnar á 1. síðu. Eruð þér innfæddur Reykvíkingur? Nei, en það munar minnstu. Ég var á öðru ári, þegar foreldrar mínir fluttust hingað til bæjarins og keyptu býlið Hóla- brekku í nágrenni Reykjavíkur, þar sem þau búa enn. Ég tel mig því Reykvíking. Hverra manna eruð þér? Faðir minn er Ögmundur Hansson Step- hensen Stefánssonar prests að Reynivöll- um, kona séra Stefáns var Guðrún dóttir Þorvaldar Böðvarssonar prests í Holti. — Móðir mín er Ingibjörg Þorsteinsdóttir Péturssonar bónda í Norðtungu. Með öðr- um orðum: íslenzkar bændaættir og inn- anum f jöldi presta og lögvitringa, svo þér sjáið að ég er ekki sá fyrsti í ættinni, sem gerir sér orðsins flutning að atvinnu, þótt með nokkuð öðrum hætti sé en forfeður mínir. Tímarnir breytast. Hver hafa verið helztu störf yðar? Ja, þau hafa verið mörg og margvísleg, ef allt er talið. Þegar ég var í skóla vann ég öll sumur erfiðisvinnu af einhverju tagi, fiskvinnu, heyvinnu, bifreiðaakstur, vegavinnu, símavinnu og því um líkt, að ógleymdri síldinni, sem freistaði margra skólastráka í þá daga og gaf góðan skild- ing, þegar vel gekk. Aldrei veitti af því. Ég man, að eitt sumarið var víst helm- ingur minna bekkjarbræðra á Siglufirði, ýmist til sjós eða lands, og hittumst við einstöku sinnum, til þess að bera samán bækur okkar um gróðann og þreyta heim- spekilegar kappræður, líkt og aðalsmenn- irnir, sem Þórbergur lagði lag sitt við þar norður frá. En við fórum ekki fótgangandi suður til þess áð heimsækja elskunina okk- ar í Húnavatnssýslunni, heldur fengum við að fljóta með síldarkollunum eða þá í lest á ,,íslandinu“. En þér hafið auðvitað ekki rúm fyrir svona málalengingar; ég segi yður frá þessu vegna þess, að mér er það svo ríkt í hug, þegar ég minnist uppvaxt- aráranna, hve gagnlegur skóli það var okkur að kynnast af eigin reynd sem flest- um greinum atvinnulífsins í landinu og ekki síður að eiga samfélag við það fólk, sem verkin vann. Það má einu gilda, hvaða leiðir eru seinna valdar, þessi kynni verða manni alltaf dýrmætur ávinningur. — Að loknu stúdentsprófi tók ég próf í for- spjallsvisindum og efnafræðipróf lækna- deildar en hvarf frá frekara námi þar, því hugurinn hneigðist að öðrum efnum. Hver hafa verið helztu áhugamál yðar? Helztu áhugamál? Þau hafa náttúrlega orðið að vera með ýmsu móti eins og lífið krefur. En að því leyti, sem þau hafa verið mér sjálfráð má nokkuð ráða þau af því að ég hefi varið mestum tíma mínum til starfs við Leikfélagið og flutnings og und- irbúnings leikrita og annars efnis i Útvarp- ið. Eins og þér vitið erum við sem að þessu störfum hér, bundin öðrum aðalstörfum og hefi ég mörg undanfarin ár unnið skrif- stofustörf. Hvenær komuð þér að útvarpinu? Það var sumarið 1935 sem ég byrjaði að starfa hjá Útvarpinu, þá sem aðstoð- arþulur og það var ég í rúmlega 5 ár, en gegndi auk þess með köflum aðalþular- starfi, þegar mínar ágætu samverkakonur voru ýmist að uppfylla guðs boð og gifta sig eða þá að framast í útlöndum. Ég tók við starfi sem aðalþulur 1. okt. s.l. eftir að breyting hafði verið gerð á því, að því er snerti launakjör, sem fram að því voru sniðin við hæfi þeirra sem höfðu tamið sér meiri sjálfsafneitun en mér er lagin. Ég er þá kominn að aðalermdinu: að biðja yður að segja mér það helzta viðvíkj- andi starfi yðar. Hvernig fellur yður það? Að mörgu leyti vel. Sjálfsagt er að horfa í sjónaukann öfugan þegar litið er á ókosti þess starfs, sem maður hefir tekið að sér að inna af hendi. Ekki er því að neita, að starf eins og þetta, sem er mest-megnis unnið á þeim tímum, sem eru tómstundir alls almennings gera mann að vissu leyti utanveltu við sitt samfélag. Tómstundir frá starfinu bæta þetta þó upp að nokkru. En starfið er í eðli sínu fjölbreytt og lifandi, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma í eyrum sumra. Sumir spyrja: Er ekki leiðinlegt að kyrja allar þessar lang- lokur í Útvarpið? Ég skil vel spurning- una enda þótt ég svari henni neitandi. Hlustandinn, sem verður að meðtaka alla réttina — sem óneitanlega eru fleira en flesk eða hunang — til þess að tína úr það, sem hann hefir smekk, og áhuga fyrir, hugsar auðvitað sem svo ef hann er nokk- ur mannvinur: Aumingja maðurinn að þurfa að framreiða allan þennan asskota fyrir landslýðinn dag eftir dag og enda- laust. En frá mínum bæjardyrum horfir málið öðruvísi við. Ég veit, að hvert orð, sem ég les á erindi til einhverra af þeim, sem á mig hlusta, og hefir meiri eða minni þýðingu fyrir þá, þó það kunni að vera enn þá fleirum óviðkomandi. En þessi með- vitund, sem verður með tímanum ósjálf- ráð, veldur því að mér finnst fréttin eða tilkynningin eða hvað það nú er, ekki alveg óviðkomandi sjálfum mér. Þvert á móti, ég fæ á vissan hátt áhuga fyrir henni líka. Ég ætla auðvitað ekki að reyna að telja yður trú um það að mér sé sama hvert efnið er; það er nú eitthvað annað. Verst er mér við skrumauglýsingar og bráða- birgðalög. Þeim fyrrnefndu fækkar nú, sem betur fer, en eins og þér vitið fjölgar hin- um geigvænlega síðan ísland varð kon- ungsríki án konungssambands við Dan- mörku. Stundum þegar ég sé fyrir framan mig lagabálka, sem minna mig helzt á eilífðina fyrir lengdar sakir, dettur mér í hug þegar dr. Ólafur Dan var að mæla lýrikkina í landinu með tommustokk í gamla daga og taldi þann mælikvarða bezt hæfa þeirri framleiðslu (óneitanlega oft með nokkrum rétti) og ég spyr sjálfan mig: Hvaða mælikvarði á eiginlega við um þetta hvimleiða útfrymi vorrar konunglegu ríkisstjórnar. Sjálf mundi hún eflaust vilja mæla það í þjóðþrifahestöflum eða því um líku, en mér fyndist eðlilegast að mæla það í lestrarkaloríum eða einhverju sem hefði hliðsjón af þeirri feiknaorku, sem til þess gengur að brjótast í gegnum alla þessa mörgu paragraffa og það eins og þeir væru manni hjartfólgið mál. En lífið er lær- dómur, maður harkar af sér, grettir sig, klórar sér í hnakkanum og lagabálkurinn byrjar að líkamast. (Þetta eru náttúrlega kækir, sem ekki mundu sóma sér í sjón- varpi, en það er sem betur fer ekki komið til sögunnar). En svo er aftur annað efni aðgengilegra, enda þótt hið fasta útvarpsefni hljóti alltaf að verða hvað öðru líkt frá degi til dags. Sú hætta liggur því mjög nærri að þetta verði manni dauð endurtekning og innantóm orð. Þá er gott að minnast þess, að við ,,hinn endann“ eru margir, sem er öðruvísi farið, þar á meðal fjarlægir hlust- endur, sem sitja við léleg viðtæki og einskis fá notið nema öllu sé til skila haldið. Og til þess að létta undir með sjálfum sér reynir maður að f jörga ímyndunaraflið og koma Þessi mynd er af Glenn Cunning- ham, hinum heimsfræga, ameriska langhlaupara. Hann er nú hættur öll- um hlaupum og stjórnar íþróttastarf- semi Comell háskólans í Bandaríkj- unum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.