Vikan - 06.02.1941, Síða 6
6
VIKAN, nr. 6, 1941
hún lagðist út 'af, leit á vegginn og fór að
hugsa um það, hvort hún ætti að flytja
glösin af efri hillunni á þá neðri eða láta
þau vera.
Hún lauk við síðasta nálsporið í gardín-
unum, þegar þau voru búin að vera gift
í einn mánuð. Hún fór út og kejypti gar-
dínustengur og hengdi þær upp sjálf. Um
kvöldið, þegar Lou kom heim, gerði hann
einmitt það, sem hann átti að gera: Hann
nam staðar í dyrunum, stóð þar stundar-
korn og velti vöngum. „Já, því segiégþað,“
hvíslaði hann blíðlega, „hún er betri en
engin stúlkan, sem ég giftist.“
Gardínurnar voru það síðasta, sem
á vantaði. Þegar hún hafði lokið við að taka
til morguninn eftir, kveikti hún sér í síg-
arettu og settist niður til að horfa á þær.
Nú var allt eins og hún hafði svo lengi
séð fyrir sér í huganum. Ég er hamingju-
söm, hugsaði hún hátíðlega. Þegar hún var
búin með sígarettuna, slökkti hún í henni
og fór að hugsa um, hvað næst lægi fyrir
að gera. En það var allt búið, hún átti
ekkert ógert. Hún opnaði eldhúsdyrnar og
horfði yfir fallegar og hreinar diskarað-
imar, því næst fór hún inn í svefnherberg-
ið og strauk yfir heklaða rúmteppið, og
eftir stundarkorn setti hún á sig hattinn,
fór í kápuna og fór til móður sinnar.
„Heyrðu, mamma,“ sagði hún, „viltu kenna
mér, hvernig á að búa til hunangsköku ?“
Hún lærði að búa til allt, sem móðir
hennar kunni, kökurnar, búðingana og
kringlurnar. Og hún varð brátt eins leik-
in. Lou var í sjöunda himni. „Og ég, sem
vissi ekki einu sinni, að þú kynnir að búa
til mat, þegar við giftumst. Og mér var
líka alveg sama. Já, það veit guð, mér
var alveg sama.“
En þó að hún bakaði nærri því á hverj-
um degi, komu samt langir tímar, sem hún
vissi ekkert, hvað hún átti af sér að gera.
Ekki gat hún farið að bæla rúmið aftur til
þess að búa um það; hún gat ekki bónað
húsgögnin oftar en tvisvar í viku. Áður
en hún giftist hafði hún allt af séð sjálfa
sig í huganum í tandurhreinum, hvítum
slopp, með tvö börn til að annast, og önn-
um kafinn við að matreiða alls konar góð-
gæti handa Lou — önnum kafin all-
an daginn, en ekki búin að öllu klukkan
hálf eitt og verða svo að sitja auðum hönd-
um til klukkan fimm. Sex mánuðum eftir
að þau giftust hafði kaupið verið lækkað
við Lou. Þau höfðu nóg til að lifa af, en
höfðu ekki ráð á að eignast barn. Það
gerði ekki svo mikið til, hún var fús til
að bíða eitt eða tvö ár ennþá; að eiga börn
var aðeins einn þáttur hjónabandsins. En
barnið mundi hafa fengið henni nóg að
starfa, að minnsta kosti meðan það var
lítið. Nú, það er ekki nema gott að hafa
svona mikinn tíma aflögu, hugsaði hún,
og hún fór og sótti heklunálina til móður
sinnar, en hún átti reyndar nóg af servi-
ettum og rúmteppið mundi endast henni
alla æfi.
Hún vissi, að eitthvað var að, og þó vissi
hún það ekki. Því hvernig gat nokkuð ver-
ið að, þegar hún var gift, átti sitt eigið
heimili og góðan mann?
En það undarlega var, að þó að hún
vissi, að Lou væri góður, og að hún elskaði
hann, var hún stundum gröm við hann og
særði stundum tilfinningar hans. Á kvöld-
in, þegar hann var að lesa blaðið, kom
hann oft og settist við hlið hennar og lagði
handlegginn utan um hana. Eftir stundar-
korn var hún þá vís að hreyfa sig svolítið,
eins og illa færi um hana, og hann stóð
þá upp, settist aftur í hægindastólinn og
hélt blaðinu svo hátt, að hún gat ekki séð
framari í hann.
Hún hélt að þetta stafaði af því, hvað
hún fitnaði mikið. Hún hafði þyngst um
fimmtán pund. Það var af kyrrsetum og
inniverunni. Hún fór að reyna að megra
sig. „Mér þykir vænt um þig eins og þú
ert,“ sagði Lou, „en ef þú vilt það heldur,
þá haltu áfram — sveltu þig. En gættu
þess, að þú verðir ekki veik.“
Hún léttist um fimmtán pund á fáum
mánuðum. Hún varð svolítið grannleitari
í andliti, annars leit hún ágætlega út. Hún
skoðaði sig í speglinum bæði í bak og fyrir
á hverjum degi.
Meðan hún var að leggja af, gaf mat-
aræðið henni nóg að hugsa um, en þegar
henni fannst hún vera orðin nógu grönn
og hætti því, varð hún eirðarlaus. Það
gekk svo langt, að hún vildi helzt fara út
að skemmta sér á hverju kvöldi eða þá
hafa gesti. Lou þótti vænt um, að hún var
ánægð með útlit sitt, en hann var oftast
þreyttur á kvöldin og þau höfðu ekki efni
á að fara í bíó nema tvisvar eða þrisvar í
viku. Auðvitað var hún ekki að fárast út
af því, eins og margar aðrar konur mundu
hafa gert. En hún fór að fara út á dag-
inn, ganga sér til skemmtunar, heimsækja
kunningjana og skoða í búðargluggana.
Einn daginn fór hún út klukkan hálf
þrjú. Það var gott veður, bjart og hress-
andi, og hún fór með neðanjarðarlestinni
niður í bæ. Þegar hún kom upp, tók hún
eftir, að hún hafði farið rétt hjá skrifstof-
unni af gömlum vana. Hún fór inn. Gömlu
starfsfélögunum þótti gaman að sjá hana,
og húsbóndinn kom jafnvel fram og heils-
aði henni með handarbandi. Það var eitt-
hvað þægilega gamalkunnugt við þetta,
andrúmsloftið og hávaðann í ritvélunum,
og Dóra og hún hlóu að því, að það var
ennþá sama gatið á gólfdúkunum innan
við dymar. „Ég sakna þín,“ sagði Dóra.
„Af hverju kemurðu ekki aftur?“
„Nei, þakk!“ sagði Millie. „Aldrei að
eilífu. Þetta er svo þægilegt líf. Auk þess
hefi ég heimili að annast.“
„Hin stúlkan fer núna um mánaðamót-
in,“ sagði Dóra. „Foreldrar hennar eru að
flytja vestur á bóginn. Það væri svo gam-
an að fá þig aftur.“
„Já,“ sagði Millie, „en þegar ég fór, fór
ég fyrir fullt og allt. Af hverju kemur þú
ekki einhverntíma og færð þér bita, Dóra?
Ég bý til góðan mat.“ Þá varð henni litið
á hendur Dóru, sem hvíldu á ritvélinni,
og hún setti upp hanzkana og hugsaði með
sér, að það væri þægilegt að geta farið
klukkan hálf fjögur og gert hvað sem
hana lysti. En þegar hún kom út, fann hún,
að það var orðið kalt, og hún hneppti að
sér kápunni og fór aftur inn í neðanjarð-
arlestina.
Um kvöldið sagði hún Lou frá heimsókn
sinni á skrifstofuna, og að Dóra hefði vilj-
að fá hana aftur.
„Einmitt?” sagði Lou. Hún horfði á
Framh. á bls. 13.
Charles Edison, fyrrverandi flotamálaráðherra Bandaríkjanna,
sést hér á myndinni, þar sem hann er að leggja kjölinn að nýju
orustuskipi New Jersey, sem á að vera 45.000 smálestir. Hann
er að sjóða saman tvær fyrstu plöturnar.
Áður en Þjóðverjar gerðu
innrásina í Austurríki, var
faðir Patricíu Prochnik sendi-
herra Austurríkis í Bandaríkj-
unum og lifði hún þá áhyggju-
lausu lifi. En eftir að faðirinn
hafði misst stöðuna, fór að
þrengjast um hag fjölskyldunn-
ar. Patricía hafði lært að
syngja sér til skemmtunar og
datt henni því í hug að reyna
að hafa ofan af fyrir sér með
söng. Það tókst og nú er hún
ein af vinsælustu söngkonum
Washingtonborgar.