Vikan - 06.02.1941, Síða 7
VIKAN, nr. 6, 1941
7
Fréttamyndir.
Fegurðardrottning Ameríku 1940.
Þessi mynd er af Frances Marie Burke frá Philadelphiu, sem kosin
var fegurðardrottning Bandaríkjanna 1940 í hinni árlegu samkeppni
í Atlantic City i New Jersey.
Stúlkurnar á þessum tveim
myndum bera utan á sér gott
sýnishorn um það á hve marg-
víslegan hátt kosningabaráttan
í forsetakosningunum var rek-
in. Þær bera framan á sér allan
þann aragrúa af merkjum,
hnöppum, myndum og tölum,
sem dreift var í milljónatali út
á meðal kjósendanna.
íkveikjusprengjur Þjóðverja hafa leikið þessar byggingar í London eins og myndin svnir. Eftir
stendur ekkert nema nakinn steininn. Brunaliðfmenn sjást á myndinni í baráttu við eldinn.
Allt í gamni
— Ekki trúi ég á það. Frændi minn er þrígift-
ur og þrískilinn, og nú er hann farinn að búa
með þeirri fjórðu.