Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 6, 1941
9
Hver sökkti skipinu?
i
Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS.
1. KAPlTULI.
Klukkan var tíu að kvöldi. Alderbaron hafði
verið á ferðinni í tvo tíma, þegar þjónninn kom
með bréf til mín inn í káetuna.
„Ég verð að biðja yður afsökunar,“ sagði þjónn-
inn. „Þetta bréf mun hafa komið um borð í
Caimora, en það hefir af einhverri vangá gleymzt
að afhenda yður það, og .... “
Ég tók við umslaginu. Það var óhreint og skrif-
að utan á það með viðvaningslegri hendi: Ray
Leslie, sjóliðsforingi, sltipið Alderbaron.
„Mér þykir þetta leitt," sagði þjónninn.
„Það er allt í lagi,“ svaraði ég.
Þjónninn hneigði sig, fór út úr káetunni og
lokaði á eftir sér. Ég opnaði umslagið með eftir-
væntingu. Það var skrifað i „Ameríska blúbbn-
um“ í Caimora. Pedro Gonzales hafði skrifað það.
Hann var dyravörður í klúbbnum, lítill, grann-
vaxinn og bláeygður náungi. Bréfið var svohljóð-
andi:
„Kæri liðsforingi!
Þú ættir ekki að fara úr fötum eða sofna
í nótt. Alderbaron sekkur í nótt. Ég veit það
upp á víst. Þú ættir að trúa mér.
Vinur þinn
• Pedro Gonzales."
Ég horfði undrandi á bréfið langa stund og var
að velta því fyrir mér, hver fjandinn gengi að
Pedro, vini minum. Ég hafði búið í „Ameríska
klúbbnum" i tvö ár, en var á vegum flotans við
amerísku sendisveitina í Caimora. Ég hafði
kynnzt Pedro litla Gonzales mjög vel. Þótt hann
væri latur og ekki of áreiðanlegur, var hann eng-
inn heimskingi. Ég hafði öðlast vináttu hans
vegna þess, að ég bjargaði honum einu sinni úr
blóðugum bardaga við ameríska sjómenn.
Ég las aðvörunarbréfið aftur, og sagði svo við
sjálfan mig: Er Pedro gengin af göflunum eða á
þetta að vera grín hjá honum? Ég vissi reyndar,
að um hvorugt var að ræða. Og það gerði málið
ennþá flóknara. Alderbaron var 15 þús. tonna
,skip, sem White Stack-línan var mjög hreykin af
og að ferðast með því var eins og að vera á full-
komnasta hóteli. TJt um kýraugað sá ég stjörnu-
blikið leika um rennisléttan, oliubrákaðan sjóinn.
Hljóðfærasveit var að spila og fólk dansaði á þil-
farinu. 1 reykingasalnum sátu menn og konur og
spiluðu „bridge", drukku vín og býsnuðust yfir
hitanum.
Alderbaron átti að vera sokkið áður en dagur
rynni! En sú fjarstæða!
Ég fullvissaði sjálfan mig um það, að á mið-
nætti næstu nótt mundi skipið leggjast við festar
í Limon Bay. Og morguninn eftir færi ég i land
og til Coco Solo og um borð í gamla S-52. Þar
mundi ég klæðast vinnufötum aftur og erfiða eins
og ærlegur maður og lenda í smá-eltingaleikjum
við. smygibáta, og verða stundum skítugur upp
fyrir haus. Ég hlakkaði til þess.
Ég var búinn að vera tvö ár í hitasvækjunni í
Caimora. Það var langur tími og ég var orðinn
hundleiður á veru minni þar.
Hjá dyrum reykingarsalsins stóð ég allt í einu
augliti til auglits við Mildred Baird. Hún nam
snögglega staðar og opnaði fallega munninr.
undrandi. Ég fékk hjartslátt og mér vafðist tunga
um tönn. Ég hafði ásett mér að gleyma Mildred
Baird eftir dansleikinn hjá Rico hershöfðingja.
Það var fyrir hálfum mánuði.
„Ert þú hér, Ray?“ sagði hún.
Ég taldi sjálfum mér trú um, að ég ætti að
leiða hana hjá mér, láta hana alveg afskiptalausa,
og halda áfram að fara og fá mér eitthvað að
drekka, eins og ég hafði ætlað mér. En ég gat
það ekki. Stúlku eins og Mildred er ekki auðvelt
að leiða hjá sér.
Ég horfði á hana og gat ekki leynt hrifningu
minni, og hjartað barðist í brjósti mínu og ég
sár skammaðist mín fyrir það, að gagnvart þess-
arri stúlku hafði ég ekki nægilegt vald á tilfinn-
ingum minum. Hvers vegna gerði guð sumar
stúlkur svona fagrar og lét þær ráða yfir slíku
aðdráttarafli ?
„Hvemig í dauðanum stendur á því, Ray, að
þú ert héma?" Það var að heyra á rödd hennar,
að hún gleddist af að sjá mig — og þó hafði hún
látið þau orð falla við mig á leiðinni af dans-
leiknum hjá Rico, að ég væri búralegur.
„Ég á að taka við S-52 í Coco Solo," sagði ég.
Hún starði á mig og hleypti brúnum.
„Áttu við .... áttu við, að þú sért alfarinn
frá Caimora?" spurði hún.
„Já. Ég hefi lokið störfum minum þar.“
Hún tók undir höndina.á mér, án þess að segja
meira og við gengum út að borðstokknum. Ég
horfði niður í sjóinn, rétt eins og ég sæi þar eitt-
hvað merkilegt. Ég fann að hún starði á mig.
Mér fannst hún vera að athuga mig allan og að
hún sæi í gegnum mig og allt i einu fannst mér
ég vera svo lítill — og búralegur.
„Þú fórst frá Caimora," sagði hún að lokum
blíðlega, „án þess að kveðja mig.“
Ég yppti öxlum án þess að líta upp.
„Þú hefir líka farið þaðan, án þess að kveðja
mig.“
„En ég er bara að fara til Panama og ætla
aðeins að vera þar í nokkra daga. Vinkona min,
sem var með mér i skóla, er nú með manni sín-
um í Coco Solo. Þú þekkir hann kannske. Það
er Alkison liðsforingi. Hann er flugmaður."
„Aldrei heyrt hans getið,“ sagði ég þurrlega.
„Sagði faðir þinn þér ekki frá því, að ég færi
með Alderbaron ? Það er vika siðan fyrirskipunin
kom.“
Baird ofursti, faðir hennar, var sendiherra
í Caimora.
Ég fann, án þess að líta á hana, að hún horfði
nú ekki lengur á mig. „Ég býst við, að faðir minn
hafi haldið, að þú mundir segja mér það,“ sagði
hún og það var eins og röddin kæmi langt að.
„Ég bjóst ekki við, að það skipti þig neinu, að
vita það.“
Ég stóð þarna við borðstokkinn og horfði á
hafið. Hún var niðurlút. Ég beið eftir að heyra
hana segja eitthvað, en hún sagði ekki neitt.
„Heyrðu!" sagði ég loks. „Þú verður nú að
viðurkenna það, að ég átti dansinn.“
„Já, þú áttir hann," sagði hún skýrt og greini-
lega.
„En segðu mér þá, hvernig. á þvi stóð, að þú
hundsaðir mig, en dansaðir við þennan uppskafn-
ing ? Ekki einungis þann dans, heldur þann næsta
og þarnæsta. Hvers vegna varstu eins og dáleidd
af þessum .... þessum flagara?"
„Áttu við Senor Corretos?" spurði Mildred
kuldalega.
„Hver annar gæti það verið?
Það vita svo sem allir hér um
slóðir, að Corretos er fjármála-
ráðherra og auðkýfingur og verð-
ur auðvitað einhvem góðan veð-
urdag forseti Andegoya. Ég skil
náttúrlega aðstöðu dóttur ame-
ríska sendiherrens. En ég get
samt ekki séð ....“
Hún greip fram í fyrir mér og'
hló kuldalega:
„Þetta er nú eiginlega einka-
mál fjölskyldunnar, Ray.“
„Já, svo mætti reyndar segja,"
sagði ég og -var jafn kuldalegur
í röddinni eins og hlátur hennar
hafði verið. „Og við vomm í raun-
inni búin að tala út um þetta á
leiðinni heim um nóttina eftir
dansleikinn.
„Það er satt. Við töluðum víst
alveg út um þetta þá,“ sagði
Mildred.
„Já, var það ekki?" sagði ég.
„Og samt ertu að tala um, að ég
hafi ekki komið til þess að kveðja
þig!“
„Ég minnist ekki á það meira,
Ray,“ sagði hún rólega. „Ég skil
þetta — núna.‘“
„Ég horfði á hana. Hún stóð
þarna há og iturvaxin og studdi annarri hend-
inni á borðstokkinn. Hún bar höfuðið hátt og
horfði út í fjarskann. Ég horfði framan í hana
og sá, að hún beit á vörina.
„Því segirðu þetta, Mildred?" spurði ég. „Við
hvað áttu?“
Hún beit enn fastar á vörina og það var leift-
ur í augum hennar. Ég hristi hana ofurlitið til, en
hún svaraði mér engu. Á þessu augnabliki opn-
uðust dyrnar á reykingarsalnum. Eg sleppti hand-
legg hennar, þegar ljósið að innan féll á okkur.
Ég beið. En dyrnar iokuðust ekki aftur. Loks
sneri ég mér við og sá þá Francisco Corretos
standa í dyrunum. Hann var hár og herðabreið-
ur og vel vaxinn. Hann horfði á okkur dökk-
um, háðslegum augum og brosti.
„Jahá," sagði hann. og kom til okkar. „Ég
var að furða mig á því, hvað orðið væri af yður,
ungfrú Baird. Veitingamar biða eftir yður á
borðinu. Gott kvöld, Leslie liðsforingi."
Ég anzaði ekki. Ég varð .bæði sár og reiður,
þegar ég leit á Mildred. Það var auðséð að koma
Corretos hafði áhrif á hana, en mér var ekki
ljóst, hvaða tilfinningar voru þar að verki. Svo
var eins og hún tæki skyndilega ákvörðun. Hún
brosti daufu brosi og sagði:
„Við skulum koma, herra Corretos." Og við
mig: „Góða nótt, Ray.“
Framh.