Vikan


Vikan - 06.02.1941, Síða 12

Vikan - 06.02.1941, Síða 12
12 VIKAN, nr. 6, 1941 „Já, hann þekkir marga. Það sagði hann mér að minnsta kosti. Og hann þekkir líka fjölda manns á meginlandinu. Mér þykir svo vænt um, að þeir vita ekki, hvar ég er.“ „Mér líka,“ sagði Mick og vonaði, að röddin væri nógu sannfærandi. Þau óku þegjandi inn í Burford. Mick beygði inn í húsagarð á bak við lítið veitingahús og stöðvaði bilinn þar, sem ekki var hægt að sjá hann af götunni. Svo gekk hann á undan inn í veitingahúsið og náði sér í borð, sem ekki var hægt að sjá utan af götunni. Þau borðuðu steikta rauðsprettu með brauði og smjöri og drukku te á eftir. Þau voru einu gest- imir. Mick rétti henni sígarettuveskið og þau reyktu bæði þegjandi, þangað til Clare Furness leit allt í einu fast i augu honum og spurði: „Hver eruð þér? Ég neita að taka þátt í þess- um skollaleik lengur." „Þetta er þó allra skemmtilegasti leikur. Ég heiti Mick Cardby. En þér megið um fram allt ekki kalla mig Cardby. Mér hefir alltaf fundist fomafn mitt einkar geðfellt, en ég get ekki sagt það sama um eftirnafnið. Þér skuluð því bara kalla mig Mick. Þér hafið sjálfsagt heyrt það nafn í Ameríku, Clare.“ „Ég get nú ekki sagt, að mér þyki það neitt sérlega geðfellt, herra Cardby." „Þér venjist því áreiðanlega vel, Clare." „Já, ég get kannske vanist því, þegar ég er búin að hvíla mig. Þessa stundina finnst mér það full mikið á mig lagt.“ Þá brá fyrir glettnissvip í fallegu augunum undir löngum augnahárunum. Mick létti. Það var sjálfsagt allt rétt, sem honum hafði verið sagt um Clare Fumess. Hún lét sér víst ekki allt fyrir brjósti brenna. Þau sátu í hálf tima og reyktu. Það rökkvaði óðum. „Og hvert eigum við svo að fara, þegar við fömm héðan?" spurði Clare. „Spyrjið mig ekki að því. Ég vona, að mér detti eitthvað gott í hug á meðan við ökum áfram í myrkrinu. Hefi ég sagt yður, að auk margra annarra góðra eiginleika, er ég dálítið brot úr skáldi?“ „Ég hefi aldrei heyrt getið um skáld með þessu nafni. Þér neyðist til að skipta um nafn, áður en þér látið hárið vaxa.“ Mick hló, stóð á fætur og borgaði reikninginn. Svo stigu þau upp i bílinn, og Mick beygði inn á veginn til Chipping Norton. Vélin suðaði lágt og þýtt. Mick fann höfuð stúlkunnar snerta öxl sina andartak. Svo sat hún upprétt stundarkom. Mick hægði ferðina og hvislaði að henni: „Reynið að sofna. Þér hafið fulla þörf á því.“ 1 klukkutíma óku þau án þess að tala saman. Höfuð hennar hvíldi á öxl hans. Og Mick vissi ekki almennilega, hvað hann átti að gera. Hann var búinn að sita ákaflega lengi við stýrið og var hræddur um, að þreytan kynni að yfirbuga sig. Honum var lífsnauðsyn að vera vel vakandi og á verði næstu daga. Clare vaknaði, þegar þau óku í gegnum Banbury, stöðugt á leið norður. 1 Warmington beygði Mick til vinstri og ók í átt- ina til Edgehill. Svo nam .hann allt í einu staðar. „Hlustið nú vandlega á mig nokkur augnablik, Clare," sagði hann. „Skammt héðan er lítið, kyrr- látt hótel. Ég drakk te þar einu sinni í fyrra sumar. Þar skulum við gista í nótt. En áður en við komum þangað, em fáein atriði, sem ég þarf að brýna fyrir yður. Þér heitið Clare Weston. Ég er bróðir yðar, Mick Weston. Við erum á leið suður til London. Þér eruð hjartveikar, og þess vegna verðum við að hafa svefnherbergi, sem liggja saman, því að þér gætuð fengið kast um nóttina. Skiljið þér mig?“ „Auðvitað. En hvers vegna allt þetta umstang,. ef engin hætta er á ferðum?" „Og gætið þess um fram allt, að skammbyssan detti ekki úr töskunni yðar. Það gæti hæglega skotið þessu saklausa sveitafólki skelk í bringu. Og gleymið svo ekki að kalla mig Mick, og þúa mig." „Nei, hættið nú,“ sagði hún hlæjandi. „Þessi saga um systkinin getur ekki gengið. Þér gleym- ið, að ég tala með amerískum hreim, herra Cardby." „Þér hafið búið í þrjú ár hjá frænda okkar fyrir vestan, sem flutti þangað fyrir mörgum árum. Og hættið svo að kalla mig herra Cardby. Ég heiti Mick." „Hann er hreint ekki svo vitlaus, þessi ungi maður," sagði hún, þó að • hann sé mesti lyga- laupur." Og nú brosti hún einlæglega í fyrsta skipti síðan hún steig á land í Southampton. Mick stóðst ekki brosið. Hann raulaði fyrir munni sér, þegar hann sneri stýrishjólinu og mölin á brautinni þeyttist undan hjólunum. Hann nam staðar fyrir framan lágt, fomfálegt hús, og hvíslaði um leið og hann stökk út: „Gættu þín nú, Clare, og láttu ekki leika á þig.“ „Ég skal leika mitt hlutverk. Það getur ekki farið illa, þegar ég á annan eins bróður og þig.“ Mick gekk upp steinþrepin og togaði í bjöllu- strenginn. Rétt á eftir var kveikt ljós í forstof- unni og fótatak heyrðist á steingólfinu. Hurðin var opnuð og miðaldra maður birtist i dyrunum. „Systir mín og ég erum á leiðinni til London að norðan,“ sagði hann, „og við vildum gjaman fá að gista hérna í nótt. Er það ekki hægt? Ég kom héma einu sinni í fyrra sumar og mér leizt vel á mig.“ VIPPA-SÖGUR Vippi i fjölleikahúsinu. ------ Barnasaga eftir Halvor Asklov. - ippi sat undir vörubíl, sem stóð^ var hægðarleikur fyrir Vippa að fela fyrir framan blómaverzlun. Þaðj? sig á milli blaðanna. var verið að bera blómapotta og' blómavendi út í bílinn. Vippa langaði nú til þess að fá sér bilferð og notaði því tækifærið meðan mennimir vom inni i búðinni og klifr- aði upp í bílinn og faldi sig. Skömmu síðar var bílnum lokað og ekið af stað. Og nú fór vini okkar að þykja nóg um. Hann var þama í niðamyrkri. Nær hefði verið að fara upp í sætið til bílstjórans. Það var lítið gaman að vera í bíl, þegt'.r mað- ur sá ekkert. En svo vár líka annað, sem amaði að honum. Vippi hafði að vísu alla tíð elskað blómin og þótt ilmur þeirra yndislegur, en það var svo loftlítið þarna inni í bílnum og angan blómanna svo sterk, að honum fannst sér stundum liggja við köfn- un. Það var eina bótin, að bíllinn nam við og við staðar og þá opnaði bíl- stjórinn, til þess að ná í blóm og fara með þau í húsin — og auðvitað hleypti hann lofti inn til Vippa um leið. En þegar minnkaði í bílnum, var hætta á að Vippi sæist og varð hann því að leita sér að öruggum felustað. Stór blómvöndur með gulum „krys- antemum" var fremst í bílnum. Þetta eru mjög stór og falleg blóm. Það Bílstjórinn fór með þennan blóm- vönd inn í stórt hús, en utan á því stóð með stórum ljós-stöfum: FJÖLLEIKAHÉS. Vippi kunni ekki að lesa og þótt hann hefði verið læs, mundi hann ekki hafa haft hugmund um, hvers konar hús þetta var. Fullorðin kona tók við blómvend- inum, fór með hann í herbergi og setti hann þar í vatn, án þess að taka umbúðirnar utan af honum. Undir eins og hún hvarf út úr dyr- unum, fór Vippi úr felustaðnum. Þetta er skrítið herbergi, hugsaði Vippi. Svona líka lítið og næstum ekkert inni nema borð með stórum spegli og stólum fyrir framan það. Á borðinu voru margir undarlegir hlutir. Þar var mikið af glerílátum með alla vega litu dufti. Vippi gat ekki stillt sig um að blása ofan í eitt þeirra, en þá rauk duftið upp um hann allan, svo að það var eins og ský i kringum hann. Það fór upp í munninn á honum og nefið, svo að hann tók að hnerra óskaplega. Vippi varð auövitað hræddur fyrst i stað, en svo datt honum í hug, að það gæti verið gott að hafa svona duft, ef einhver ætlaði að ráðast á hann. Hann bjó sér til bréfpoka og fyllti hann af svörtu dufti, sem hann fann á diski á borðinu. En nú varð hann kolsvartur á höndunum og bréf- pckinn var líka svartur, cn Vippi faldi hann í blómunum, þar sem hann hafði sjálfur verið. Næst fann hann málmhylki með Vippi faldi sig í blómunum. einhverju rauðu í. „Þetta er fínasti blýantur," sagði Vippi við sjálfan sig. Svo gerði hann rauð strik á borðið, stólana og síðast gólfið og meira að segja teiknaði andlit á það. Þegar hann ætlaði að fara að skoða kjól, sem var með stórum rykkingum, til þess að vita, hvort 'hann gæti ekki líka skrifað á hann, heyrði hann að einhver var að koma og hafði ekki tíma til að fela sig í blómvendinum aftur. Hann faldi sig því í kjólnum. Nú varð mikill gauragangur í her- berginu. Konan, sem tekið hafði á móti blómunum, kom inn með ungri stúlku, er ætlaði alveg af göflunum að ganga, þegar hún sá, hvernig her- bergið var út.lits. Hún kenndi veslings konunni um allt saman, en hún var auðvitað algerlega saklaus. „Og svo hafið þér gleymt að fara með blómvöndinn, sem á að kasta til mín neðan úr salnum, þegar ég er búinn að syngja," sagði stúlkan fok- vond. Gamla konan hjálpaði stúlk- unni í kjólinn, en það var auðvelt, af því að pilsið var fest með rennilás. Vippa leið ekki sérlega vel, en hann hélt dauðahaldi í kjólinn og söngkon- an fór þannig með hann inn á leik- sviðið, án þess að hafa hugmynd um það. Vippi var ekki hrifinn -af söng hennar og áheyrendurnir virtust ekki heldur vera það, því að lítið sem ekkert var klappað. Þegar söngnum lauk, var blóm- vendinum kastað upp á leiksviðið og söngkonan greip hann og bar hann upp að andlitinu til þess að lykta af blómunum. Þegar hún leit aftur fram í salinn, urðu mikil fagnaðarlæti, því að hún var kolsvört í framan — og það var auðvitað svarta duftinu hans Vippa að þaltka — eða kenna! En stúlkan hélt, að fó’kið væri svona hrifið af söng hennar! En meira átti eftir að koma fyrir þarna á leiksviðinu. Vippi hafði eitt- hvað verið að laga sig til og kom við rennilásinn. Hann opnaðist, rann nið- ur og pilsið datt á gólfið! Veslings söngkonan flýði í ofboði út af leik- sviðinu, tjaldið féll og Vippi notaði tækifærið til þess að laumast burtu — og þóttist sleppa vel, að enginn skyldi sjá hann.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.