Vikan


Vikan - 13.02.1941, Síða 3

Vikan - 13.02.1941, Síða 3
VIKAN, nr. 7, 1941 3 Einmana konur. í grein þessari gerir amerísk kona upp æfireikning sinn og niðurstaðan er ... Framhald af forsíðu: Með því að draga fram þessar andstæð- ur er ég ekki einungis að hugsa um sjálfa mig. Margar konur, sem líkt er ástatt fyrir mundu fúslega bera fram sömu játning- una. Við erum konur, sem eftir eigin vali eða af nauðsyn höfum lifað einlífi. Það eru hundruð af okkur í hverri borg. Það má sjá okkur á veitingahúsunum, í kvik- myndahúsum, leikhúsum, fyrirlestrarsöl- um, og stundum í ræðustólnum, allt af ein- ar eða með öðrum konum. Við lifum út af fyrir okkur, á hótelum, í leikhúsum eða í kvennaklúbbum eins og nunnur, sem hafa misst sjónar á köllun sinni. Eða við eigum kannske jarðarskika upp í sveit með öðr- um einstæðings kvenmanni. Á kvöldin hreiðrum við um okkur í legubekknum með bók í hendi, eða við opnum fyrir út- varpið. Þegar bezt lætur komum við sam- an til að spila bridge, leika golf eða borða góðan mat. Ef við höfum verið giftar nógu lengi til að eignast börn, heimsækjum við þau öðru hvoru. En svo hverfum við aftur heim í einveru næturinnar, sem ásækir okkur með spurningum, sem við getum ekki svarað. Hvað er fram undan? Hvernig verður lífið, þegar við erum komnar á sextugsald- ur, sjötugsaldur eða jafnvel á áttræðisald- ur? Lífið lengist eftir því sem verkefnum þess fækkar, og við höfum eftir mætti tryggt fjárhagslega afkomu okkar í ell- inni, því að okkur er ljóst, að við eigum ekki í önnur hús að venda. En hrunið 1929 varð okkur mörgum þungt áfall, og fæst- ax okkar hafa enn beðið þess bætur. Fjárhagsörðugleikar geta þó ekki tal- ist einkaáhyggjur okkar, sem erum ógift- ar. Allir, bæði giftir og ógiftir hafa hlotið sinn skerf af þeim. En það, sem okkur hefir skort er félaginn, lífsförunauturinn, sem ber með okkur byrðarnar og gerir þær svo óendanlega miklu léttari. Það er ekki skemmtileg tilhugsun, að eiga von á því að vera lagður upp á hillu eins og tóm niðursuðudós, eftir að hafa staðið heilan mannsaldur í straumiðu lífsins, vita það, að við eigum eftir að enda æfi okkar á elli- heimili, jafnvel þó að við séum svo heppn- ar að geta borgað fyrir okkur. En ef við eigum börn? Eigum við þá ekki athvarf hjá þeim? Þau lifa sínu eigin lífi og tímarnir eru erfiðir núna. Og hvar er pláss fyrir okkur í þeim tveggja og þriggja herbergja íbúðum, sem flest ung hjón búa í nú á tímum ? Svo er það heldur ekki ósennilegt, að störf okkar hafi valdið því, að afskipti okkar af börnunum urðu að eins konar hjáverki. Getum við þá vænst þess, að þau fórni sér fyrir okkur nú, þegar við þurfum á þeim að halda? Ég held ekki. Og þau gera það heldur ekki. Og þó svo væri, ættum við'allt af erfitt með að falla inn í heimilislíf þeirra, því að allt fjölskyldulíf er orðið okkur framandi, og búsýslustörf kunnum við ekki. í þessum hópi tel ég auðvitað ekki þær fáu undantekningar, sem með starfi sínu á sviði lista, vísinda og þjóðfélagsmála hafa gefið lífi sínu fyllingu, þó að jafn- vel þær hafi líka sínar sorgir. Þær eru út- valdar af örlögunum og eiga ekki um neitt að velja. Ég er heldur ekki að berjast á móti rétti konunnar til að vinna. Sem frjálsir þjóðfélagsþegnar hafa þær rétt til að velja sér hvaða starf, sem þær vilja og geta fengið. Nauðsyn kvenna, bæði giftra og ógiftra, á að vinna sér og sínum til lífsviðurværis er að aukast, og margar þeirra berjast hetjulegri baráttu sem eina fyrirvinna heimilisins. Það, sem mér finnst varhugaverðast er það, hvað miklum tök- um við látum störf okkar ná á okkur, hvernig við ofmetum þau, sem væru þau eina markmið lífsins, og látum þau að lok- um skilja okkur frá öllu mannlegu sam- lífi, sem er æðsta og dýpsta þörf konunnar. Þetta þyrfti ekki að vera þannig, ef við tækjum störf okkar eins og karlmennirnir. Fyrir margra alda forréttindi hafa þau orðið aðahnntak lífs þeirra. Hjónabandið er þeim eins konar dægrastytting eða aukastarf. Á milli heimilis þeirra og vinnu- stöðvar er órjúfandi veggur. Þessar tvær hliðar á lífi þeirra fara aldrei hvor inn á annars svið. Þær renna áfram eins og tvær samhliða ár, sem stefna að sama marki. Fyrir konuna — og það á einkum við um mína kynslóð — er atvinnan furðulegt ævintýri í furðulegum heimi, sem krefst hennar heillar og óskiptar. Á hinn bóginn krefst hjónabandið eins mikils af henni, ekki sízt ef hún á börn. Ef hún lætur at- vinnuna ná tökum á sér, getur það annað tveggja neytt hana til að hafna hjónaband- inu, eða ef hún giftist, þá krafist svo mikils af hfi hennar, að hjónabandið líði við það. Fyrir hverja heilbrigða konu get- ur þetta val orðið til þess að gjörbreyta hinu upprunalega eðli hennar og gera hana óhæfa til þess að rækja hlutverk sitt sem konu. Það sorglega við þetta er, að okkur verður þetta sjaldnast ljóst fyrr en um seinan. Ég þekki ekkert betra dæmi um þetta en sjálfa mig. Að hjónaband mitt varð svo stutt, var engan veginn því að kenna, að ég vildi heldur vinna utan heimilisins. Þó að ég hefði talað um að fá mér atvinnu, þegar ég var í skóla, þá átti það aldrei djúpar rætur í mér. Það voru aðeins tímabundin áhrif frá kvenfrelsishreyfingunni, sem þá lét mikið til sín taka, og sem margar skóla- stúlkur urðu fyrir. Ég var ástfangin, þegar ég giftist, og ég vildi eignast heimili og fjölskyldu. En maðurinn minn og ég átt- um svo erfitt með að samlagast hvort öðru, að við sáum strax, að sambúð okkar mundi ekki geta blessast. Ég fór þá að vinna úti, af því að ég vildi ekki taka á móti pening- um af manninum mínum. Ég elskaði litla heimilið mitt og eini sársaukinn, sem var samfara skilnaðinum var missir þess. Mér geðjaðist yfirleitt vel að karlmönn- um, og ég hafði alltaf frekar notið hylh þeirra. Þó að ég hugsaði ekki mikið um það, leyndist allt af einhver von í huga mínum um það, að ég ætti eftir að gift- ast aftur og eignast heimili. Ástæðan til að svo varð ekki, voru áhrif þau, sem störf mín höfðu á mig. Frá upphafi tóku þau „Óvina“-flugvélar yfir New York. Hér á myndinni sjást 6 sprengjuflugvélar af þeirri tegund flug- véla, sem kallaðar hafa verið „Virkin fljúgandi“. Bandaríkin hafa selt Englendingum nokkrar af þessum nýju flugvélum. Þessar flugvélar hér á myndinni eru að fljúga yfir Manhattan, New York, eftir að hafa flogið frá San Francisco yfir þvera Ameríku.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.