Vikan - 13.02.1941, Side 5
VIKAN, nr. 7, 1941
5
Liðnar
Indriði Indriðason sat í skrifstofunni
sinni með stóran skjalabúnka á borðinu
fyrir framan sig. Hann hafði lokið dags-
verkinu, en hann sat þarna samt kyrr og
studdi hönd undir kinn. Hann vann alla
daga — vann eins og víkingur, þó að efna-
hagur hans stæði í slíkum blóma, að hann
hefði ekkert þurft að gera.
I huga hans skaut upp mörgum mynd-
um —- myndum minninganna. Með fleygi-
ferð þutu þær upp, hver af annarri. Það
var því líkast, að hann væri kominn í kvik-
myndahús.
Hann sá lítinn dreng standa á miðju
gólfi í ókunnu húsi, umkringdan af ókunnu
fólki, sem allt var svo ljótt, að honum
fannst. Og litli drengurinn grætur, svo að
tárin renna í stríðum straumum niður kinn-
arnar. Hann var að hugsa um mömmu,
sem nú var dáin — farin eitthvað svo
langt , langt í burtu, alla leið til guðs upp
í stóra himininn, þar sem mörgu ljósin
voru. Mamma hafði alltaf verið svo góð
við hann og gert allt fyrir hann, sem hún
gat. En hún hafði nú ekki alltaf getað gert
allt fyrir hann, sem hún hafði viljað, því
að hún hafði alltaf verið vinnukona.
Hann man svo glöggt eftir því, þegar
mamma hans var eitt sinn að elda slátur
og gaf honum eitt nýra upp úr pottinum
og vonda kerlingin — húsmóðirin — kom
og tók nýrað af honum og skammaði
mömmu hans, svo að hann fór að gráta.
Og nú átti hann aldrei — aldrei að fá að
sjá hana framar, ekki fyrr en hann sjálfur
færi alla leið upp í stóra himininn til guðs,
sem hann var svo hræddur við. En Geir-
laug gamla hafði sagt, að hann ætti ekki
að vera hræddur við guð, því að hann væri
svo góður, — og Geirlaug gamla hlaut víst
að vita það, því að hún var orðin svo göm-
ul, að það vantaði í hana allar tennurnar.
En það var þó skrítið, að hann skyldi þá
taka mömmu hans frá honum, svo að nú
átti hann engan vin lengur, nema Geir-
laugu gömlu, sem var orðin svo gömul, að
hún gat ekki klætt sig og lá því alltaf í
rúminu. — Aumingja Geirlaug, hún hafði
ekki getað varizt gráti, þegar maðurinn
fór með hann. En þá reyndi hann að vera
stór og sterkur og beit á jaxlinn og glennti
upp augun, til þess að varna tárunum, sem
fylltu þau, að renna, en nú brutust þau
fram.
Hann heyrir harða rödd ráðskonunnar
á þessu nýja heimili kalla:
— Hættu að gráta, litli skælubárður.
Skárri eru það nú andsk.. ekkisen
öskrin.
Hann sér litla drenginn hrökkva í kút
og hætta að gráta.
Myndin hverfur og önnur kemur í stað-
inn:
Það er hópur af börnum, sem standa
hlið við hlið í lítilli kirkju og í miðjum
STUNDIR.
Smásaga eftir
Aðalheiði Jónsdóttur.
hópnum sér hann þennan sama dreng —
aðeins miklu minni og verr til fara en hin
börnin.
Öll eiga þau ástvini í kirkjunni, sem
biðja fyrir þeim, — nema hann. Öll eru
þau kafrjóð út undir eyru, — nema hann.
Ef til vill eru þau að hugsa um heitið, sem
þau nú ætluðu að fara að gefa á þessum
helga stað. Eða ef til vill eru þau að hugsa
um, hvað þau muni fá í fermingargjöf. —
Öll, — nema hann einn —, vissu, að þau
mundu fá gjafir. Hann stóð þarna fölur og
hreyfingarlaus og dökk-bláu augun horfðu
svo óendanlega langt. Hann var að hugsa,
— því að jafnvel sveitarómögum var ekki
hægt að banna að hugsa, — hugsa um það,
sem hann fann engan botn í:
Hvers vegna stóð hann hér á þessum
stað, og hvað var presturinn að segja?
Hann skildi ekki eitt orð af því öllu. Það
var eins og rödd prestsins kæmi úr óendan-
legri fjarlægð:
— Erfingja eilífs lífs.
Atti hann að verða erfingi eilífs lífs?
Nei, presturinn var ekki að tala við hann.
Hann var að tala við hin börnin, því að
hvað gat sveitarómagin erft?
Hann hafði í ógáti verið settur á þennan
stað. Hann átti hér ekki heima.
Börnin hurfu, en í stað þeirra kom
drengur, sem var að pæla upp matjurta-
garð. Það var sami drengurinn. Hann stóð
álútur yfir skóflunni og moldarhnausarnir
hentust upp og klofnuðu fyrir þungum
höggum. Hann hamaðist, svo að svitinn
rann í lækjum niður eftir andlitinu. Hann
var naumast barn lengur. Hann var orðinn
stór, — sextán ára. Hann var ekki lengur
líkur litla drengnum, sem stóð grátandi á
miðju gólfi hjá ókunna fólkinu.
Hann var ekki heldur líkur litla drengn-
um, sem hafði áður staðið hér í þessum
sama garði og pælt, — en lagt frá sér
skófluna og grátið yfir sundurkrömdum
ánamöðkunum, sem engdust í moldinni.
Hann man enn, þegar húsbóndinn kom að
og flengdi hann fyrir letina, — flengdi
hann svo, að hann sveið í allan kroppinn,
eins og hann væri í logandi eldi.
Hann sér hreppstjórann skálma í burtu,
viti sínu fjær af reiði og litla drenginn
kreista saman varirnar og senda honum
brennandi augnaráð.
Augu stóra drengsins urðu hvöss og ein-
kennilegum glömpum brá fyrir í þeim sem
snöggvast; drættirnir í kringum munninn
Konungleg heimsókn í
Bandaríkjunum.
Marta, krónprinsessa Noregs
sést hér á myndinni ásamt for-
setahjónum Bandaríkjanna. —
Roosevelt bauð henni og þrem
hömum hennar að dvelja í
Bandaríkjunum á meðan hún
á ekki afturkvæmt til heiina-
lands síns.
Vín úr mjólk.
Þremenningarnir hérna á
myndinni eru að gæða sér á
víni, sem búið hefir verið til úr
mjólk. Efnafræðingur hjá stóru
mjólkursamlagi í Mið-Ameríku
bjó þetta vín til. Það inniheld-
ur 15% áfengi og er búið til
með því að setja ger og sykur
i mjólkurmysu.