Vikan


Vikan - 13.02.1941, Síða 6

Vikan - 13.02.1941, Síða 6
6 VIKAN, nr. 7, 1941 ekki auðið að ráða, hvað hann hugsaði. En gengt honum sat hreppstjórinn og hand- lék húfuna vandræðalega og horfði beint niður á gólfið. — Hann þorði ekki að líta framan í stórkaupmanninn. Allt í einu rauf stórkaupmaðurinn þögnina. — Þér getið fengið peningana, sagði hann snöggt, næstum hranalega. Það hýrnaði heldur en ekki yfir hrepp- stjóranum og þakkarorðunum rigndi í sí- fellu yfir stórkaupmanninn, sem greip fram í óþolinmóðlega: — Þér hafið ekkert að þakka, herra minn. — Þetta eru aðeins venjuleg við- skipti — ekkert annað. — En að einu langar mig til að spyrja yður: — Var ekki einu sinni hjá yður lítill drengur, sonur vinnukonu, sem var á flækingi hingað og þangað með drenginn, þangað til hún dó. — Jú, sagði hreppstjórinn, sem ekki vissi, hvaðan á sig stóð veðrið. Þekkti þessi maður sögu þessarra vesalinga? Og hvernig stóð á, að jafn voldugur maður, sem ekki vissi aura sinna tal, var að skipta sér af slíku? — Hann var hjá mér, ólánsgreyið, en svo fór hann eitthvað á flæking og síðan veit ég ekki . . . Indriði Indriðason brosti. — Þá get ég sagt yður það, herra hrepp- stjóri, þetta ólánsgrey fór til Ameríku og er nú kominn aftur. Hreppstjórinn glápti á stórkaupmann- inn. -— Ert . . . Ert þú, stamaði hann, — Já, ég er Indriði litli, sem þú kann- ast svo vel við frá gamalli tíð, sagði hann og brosti kaldhæðnislega. — Ég leyfi mér, þar sem við þekkjum hvor annan svo vel, að segja ,,þú“ og vona, að hreppstjórinn taki það ekki illa upp. Höfuð hreppstjórans hékk máttlaust nið- ur á bringu og hann kom ekki upp nokkru orði. — Gat þetta verið? — Nei, það var ómögulegt. Gat ekki verið satt. Og þó var einhver líking með þessum manni og unglingnum, sem hann aldrei hafði getað hðið. — En lánið? Átti hann? — Jú, hann varð að fá það fyrir því, þó að niðurlæg- ingin væri næstum óbærileg. Hann skjögraði til dyranna og tautaði einhver orð, sem áttu að heita kveðja, en naumast voru skiljanleg. Myndirnar hurfu jafn skyndilega og þeim hafði skotið upp. En Indriði Indriða- son sat enn í skrifstofunni sinni og studdi hönd undir kinn. Hann var nýkominn til landsins, sem hann unni svo heitt, þrátt fyrir allt, sem hann þar hafði mátt líða. Og fyrst af öllu hafði hann heimsótt litla kirkjugarðinn, þar sem einu vinirnir hans voru grafnir. Og þar voru nú komin fögur, yfirlætislaus blóm. — Og á leiðið hennar Geirlaugar gömlu, sem hafði gengið veg einstæðingsins allt sitt líf, höfðu fallið nokkur hljóðlát tár. lýstu í senn beiskju og kaldhæðni. — Hann þurfti ekki framar að láta berja sig. Hann var orðinn maður til að bera hönd fyrir höfuð sér. Handleggirnir voru orðnir sterkir, þrátt fyrir allt. Drengurinn hverfur, en hár og þrekinn maður, fremur ungur kemur í hans stað. Hann situr í skrifstofunni sinni og blaðar í skjölum. Það er barið að dyrum. Hurðin opnast og inn kemur gamall maður, hvítur fyrir hærum. Hann hefir heimsótt marga þennan daginn — gengið fyrir hvers manns kné, ef svo mætti segja, og beðið um lán. — Hann hefir orðið fyrir óhappi. Hey og hlaða hafa brunnið og einnig íbúðarhús og sjálfur stendur hann úti á gaddinum með svo að segja tvær hendur tómar. — Og nú hafði kunningi hans vís- að honum á Indriða Indriðason, stórkaup- mann, Vestur-Islending, sem nýkominn var til landsins. Hann hafði greitt götuna fyrir mörgum, sagði kunninginn. Og nú stóð Einar, hreppstjóri í Ártúni, með óframfærnislegri auðmýkt frammi fyrir þessum manni. Indriði Indriðason leit upp og benti gest- inum á sæti andspænis sér og um varir hans brá sem snögvast fyrir einkennilegu brosi. Með hikandi orðum stamaði hrepp- stjórinn fram erindinu. Hann kunni lexíuna orðið löngu utan að. En þó var eins og orðin stæðu föst í hálsi hans, þegar á hólm- inn kom. Góða stund horfði Indriði Indriðason, stórkaupmaður, á hreppstjórann, án þess að segja nokkurt orð og af svip hans var Brunaliðsmenn í London. Brunaliðsmenn í London að störfum eftir eina af áköfustu loftárásum Þjóðverja á borg"- ina. Hinn tvíkrýndi konungur. Þessi mynd er af Carol fyr- verandi konungi í Rúmeníu og Michael syni hans, sem nú er konungur. Myndin var tekin skömmu áður en Carol varð að flýja land. Carol hefir tvisvar orðið að afsala sér kon- ungstign í hendur syni sinum. Nú síðast samkvæmt kröfu jámvarðarliðsins.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.