Vikan


Vikan - 13.02.1941, Qupperneq 7

Vikan - 13.02.1941, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 7, 1941 7 Smásaga eftir Ingólf Kristjánsson, frá Hausthúsum. Um kyrrlátt kvöld seinni hluta ágúst- mánaðar, þegar síðustu geislar sól- arinnar vörpuðu gullrauðum bjarma á hafið, sem var slétt og tært, gengu þau Stína og Hallur hlið við hlið niður í hvamm- inn við lækinn, sem rennur rétt utan við túnið á Gili. Á Gili voru þau búin að vera saman í kaupavinnu allt sumarið. En nú var komið að hausti, og kaupvinnutíminn á enda. Á morgun ætlar Stína heim til sín, en hún á heima í Reykjavík. Hallur er aftur á móti ættaður úr litlu sjávarþorpi á Vesturlandi, en átti satt að segja hvergi fast heimili nú sem stóð, eftir því sem hann sjálfur segir. Hann hefir verið á sífelldum flæk- ingi síðustu árin, ýmist til sjós eða sveita. Hann er glæsilegur ungur maður, og geng- nr í augun á kvenfólkinu. Hann er hár og herðabreiður, með frítt andlit, en þó karl- mannlegt. Stína er einnig mjög snotur. Hún er í meðallagi há og vel vaxin og hún hefir mikið ljóst hár og himinblá, dreym- andi augu. Þau settust niður í lyngi vaxna laut, skammt fyrir neðan fossinn. 1 brekkunni fyrir ofan þau voru hálfvisnuð blómin, sem báru þó enn ilm að vitum þeirra. Loftið ómaði af þýðum fuglasöng, hann var það eina, sem rauf þögnina á þessum afskekkta stað, og svo gjálfrið í læknum, er liðaðist rétt við fætur þeirra. Allt var þetta svo samstillt þeirra eigin hjörtum. Þau gátu ekki annað en komist við af fegurð og yndisleik hinnar íslenxku náttúru, er veitti þeim alla þá töfra og friðsæld, sem hún getur börnum sínum í té látið. Stína var innilega ástfangin af Halli, og nú var hún farin að kvíða skilnaðar- stundinni. Hún minntist hinna mörgu hljóðlátu Itvölda, sem þau • höfðu setið þar í hvamminum um sumarið, og allra þeirra ástarorða, er Hallur hafði hvíslað í eyru hennar. En nú var þetta síðasta kvöldið, og einmitt þá var Hallur svo óvenju fá- máll og undarlegur. En auðvitað gat það stafað af tilhugsuninni um það, að næsta kvöld yrði hún farin. Og þá myndi hann ef til vill ganga einmana og hljóður út í hvamminn. Hún hallaði sér að brjósti hans, henni fannst sem hún væri svo örugg í örmum hans. Ást hennar var ung og heit, og óður náttúrunnar fyllti hug hennar sælu. ,,Ó, hve veröldin er dýrðleg og heillandi í kvöld,“ segir hún. „En mér finnst bregða skugga yfir gleði mína, þegar ég hugsa til þess að þurfa að hverfa frá þér, og vita ekki með vissu, hvenær ég fæ að sjá þig aftur. Hvers vegna getur þú ekki komið líka til Reykjavíkur? Þar sem þú hefir hvort sem er ekkert ákveðið fram undan, eftir því sem þú segir.“ „Það er mér ekki hægt,“ anzaði Hallur. „Ekki að svo stöddu að minnsta kosti.“ „Þú getur þá sagt mér, hvað um þig verður, þegar þú ferð héðan,“ segir Stína. „Nei, ég get ekki ákveðið um það,“ svar- aði Hallur. „Ég læt þig vita um það innan skamms." Að svo mæltu gengu þau aftur heim að bænum. Það var komið fram yfir miðnætti, og allur sá töfraljómi, sem áður var, eydd- ist smátt og smátt, eftir því sem húmið þykknaði. Stína svaf illa um nóttina, hún lá lengi andvaka, og velti fyrir sér sinni huldu framtíðargátu, án þess að fá hana ráðna. Henni fannst svo furðulegt, að Hallur skyldi ekki vilja segja sér neitt um fyrir- ætlanir sínar. Hann hafði alltaf farið und- an í flæmingi, þegar hún minntist á slíkt við hann. Og þó — og þó virtist henni ást hans vera hrein og óbrigðul, hún gat ekki og vildi ekki trúa neinu illu um hann, manninn, sem hún elskaði svo mjög og treysti fullkomlega. Hún vissi, að hún var barnshafandi eftir hann, og það vissi hann líka. Það út af fyrir sig hlaut að binda þau fastari böndum saman en allt annað. Út frá þessum hugsunum sofnaði hún. Um morguninn, þegar húsfreyjan á Gili kom inn til Stínu og ætlaði að vekja hana, var hún komin á fætur, alferðbúin. Hún átti að leggja af stað kl. 7. Heimilisfólkið var allt komið á fætur, en Hallur var enn ekki vaknaður. Stína fór því í herbergi hans og ætlaði að kveðja hann, en hætti við að vekja hann, og lét nægja að skrifa kveðjuorð á miða og lagði hann í lófa hans. Hún laut niður að honum og kyssti hann á. vangann. Að því búnu ætlaði hún út úr herberginu, en veitti þá allt í einu eftirtekt bréfi á borðinu hjá honum. Utanáskriftin var til Halls. Það greip hana óstjórnleg löngun til að sjá þetta bréf. Hún gat ekki staðið á móti vilja sínum og tók það. Hún sá, að hún myndi ekki hafa tíma til að lesa það þar, enda átti hún á hættu að Hallur vaknaði. Hún stakk því bréfinu í vasa sinn og gekk út. Hallur vaknaði nokkru eftir að Stína var farin. Hann fann bréfmiðann á sæng- inni hjá sér, og fletti honum sundur og las. „Þú ert þá farin, blessuð dúfan, ég þakka þér fyrir samveruna,“ muldraði hann í svefnrofunum. „Og þú heldur að ég fari að eyða bleki og pappír til að skrifa þér,“ hélt hann áfram. „Nei, þú ert ekki sú fyrsta, sem feilreiknar sig. Líttu á bréf- ið hérna á borðinu. Nei, hvert í logandi, ég lagði það þó á borðið í gærkveldi. Hvar er bréfið eiginlega? Ja, hver andsk...... hún skyldi þó aldrei hafa tekið það? Það er ekkert vísara en hún hafi rekið augun í það. Ekki nema það þó, að stela annarra manna bréfi.“ Hallur vippaði sér fram úr rúminu og leitaði vandlega á borðinu, en fann bréfið hvergi. „Alltaf skal þetta kven- fólk verða manni til óláns og armæðu.“ Hann er aftur byrjaður að tauta við sjálf- an sig. „Það er varla þorandi að gefa þess- um stelpum undir fótinn, eða skemmta sér með þeim á nokkurn hátt. Þá á maður á hættu að komast í alls konar klandur fyrir bragðið. Mikið déskotans ólán, að Stína skyldi endilega þurfa að reka nefið í þetta bréf. Það getur valdið mér alvarlegum óþægindum. Þar getur hún haft upp á mínum fyrirhugaða verustað, og meira en það, þar sér hún, að ég er trúlofaður Guð- rúnu og að við ætlum að gifta okkur í haust. Ég veit ekki, hvað Guðrún mín segði, ef hún vissi um samveru okkar Stínu hér í sumar. Stína er líka vís til að skrifa henni og segja henni alla söguna. Annars trúi ég því varla á Stínu, ég held helzt, að hún vilji ekki gera neinum manni neitt til óþæginda. Annars ætti ég það maklega skilið af framkomu minni við hana, að hún gerði mér einhvern grikk. Hvern fjárann vill Guðrún líka vera að blaðra? Ég held að hún hefði getað beðið þangað til ég kom með að segja mér, að drengurinn okkar dafnaði vel, og að pabbi sinn ætlaði að gefa sér ríkulegan heimanmund. Ég veit, að hún erfir karlinn að öllum eignunum, og þeirra vegna var það sem ég gekkst inn á það að giftast henni. Svei henni og öllum henn- ar auð. Ég hefi aldrei elskað Guðrúnu. Ég finn það nú bezt, hvað Stína er henni miklu fremri um allt, þó að hún sé ekki eins rík. Og hafi ég nokkurn tíma elskað stúlku af hreinu hjarta, þá er það Stína og engin önnur.“ Hallur gekk út að glugganum, hugsanir hans gerðu hann hálfruglaðan, hann varð æstari og æstari í skapi eftir því, sem iðr- un hans óx. Hann sneri frá glugganum aftur og settist við borðið og mælti í full- um rómi við sjálfan sig: „Já, þú mátt eiga allan þinn auð fyrir mér, Guðrún, og þú þarft ekki að vonast eftir mér. Ég giftist þér aldrei. Það er Stína, sem er unnustan mín, hana elska ég af öllu hjarta, en ekki fyrir peninga.“ Hann tók þegar til að skrifa Guðrúnu uppsagnarbréfið. Og síðan hraðaði hann sér með það á póstafgreiðsluna. Nú var hann afráðinn í að fara til Reykjavíkur strax með næstu ferð, sem hann fengi, og biðja Stínu fyrirgefningar á framferði sínu Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.