Vikan


Vikan - 13.02.1941, Síða 8

Vikan - 13.02.1941, Síða 8
8 VIKAN, nr. 7, 1941 NEwfpUROLAND #ST. LUCtA í*TCUNIDAD Fréttamyndir. Flotastöðvar og flugstöðjvar handa Bandaríkjunum. (Kortið t. v.). Samkvæmt samningum Breta og Bandarikjamanna, hafa Bretar leigt þeim flota- og flugbækistöðvar á nokkrum stöðum i nýlendum sínum til 99 ára. Stað- imir eru á Newfoundland, Bermuda, Bahamaeyjum, St. Lucia, Trimidad, Anti- gua og British Guiana. Þeir takast í hendur yfir ána. (Efri myndin t. h.). Bandaríkin og Canada takast í hendur yfir landamæraána St. Lawrence. Myndin á að tákna hina auknu samvinnu á milli þessara rikja, sem hlaut staðfestingu með hinum gagnkvæma aðstoðarsáttmála. Á landamærum Canada og Bandaríkjanna. (Neðri myndin t. h.). George C. Marshall yfirhershöfðingi Bandaríkjanna hefir upplýst, að herinn ætli að láta Canada hafa nokkur hundruð gamla skriðdreka frá því í síðustu heims- styrjöld til þess að nota við æfingar. Á myndinni sést stór skriðdreki fara fyrir nokkrum smærri. Það er bannað með lögum í Bandaríkjunum að gera við þessa skriðdreka eða láta á þá benzin vegna þess hvað þeir eru gamlir. C A KA DA U JSTITED S TATDS ♦ BER-MUDA O CES22J* * BAHAMAS JAMAICA \«ANT(GUA T>jO.CITIC OC Jens Pæsen: — Ég gæti víst ekki fengið þrjátíu krónur fyrirfram af eftirlaununum mínum? — Jú, ætli það ekki, í þetta skipti, Jens Pæsen. Jens Pæsen: — En ef ég skyldi nú deyja? — Þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur út af þessu, Jens Pæsen. Allt í gamni... Forstjórinn: — Þvi miður verðum við að skilja, Jensen. Mér þykir það mjög leitt, því að ég veit, að það er erfitt að fá vinnu á þessum tímum. Jensen: — Já, sérstaklega þegar menn eru komnir á aldur forstjórans. — Ég er orðinn meðlimur í nýju félagi og við fáum frían mat á hverjum fundi, einu sinni í viku, á sunnudögum. — Það var svo sem auðvitað, eini dagurinn, sem þú gazt nokkuð hjálpað mér með matinn. /

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.