Vikan - 13.02.1941, Page 10
10
VIKAN, nr. 7, 1941
Heimilið
Matseðillinn.
Flaiielsgrautur.
1% líter mjólk.
100 gr. smjör.
200 gr. hveiti.
Hveitið er hrært út í nokkuru af mjólkinni og
búinn til þykkur jafningur; afgangurinn af mjólk-
inni er soðinn og jafningurinn hrærður út í hana
smátt og smátt og stöðugt hrært í, þar til sýður.
Þá er smjörið látið saman við og soðið í 3—5
mínútur. Það má vel hafa vatn í stað mjólkur,
en nota verður þá meira smjör. Framreiddur með
kanel og sykri. Saftblanda eða mjólk höfð með.
•
Kjötrönd.
250 gr. kjöt,
1 egg,
15 gr. hveiti,
10 gr. karftöflumjöl,
% líter köld mjólk,
salt, pipar.
Kjötið er hakkað 9 sinnum. Deigið má vera
lint, þegar það er látið í mótið. Vel smurt hring-
form er fyllt með deiginu (% af mótinu) og soð-
ið í vatnsbaði í 45 mínútur.
Þegar kjötröndin er framreidd, er henni hvolft
á kringlótt fat. Innan í hringinn er Játinn græn-
metisjafningur eða kartöflusalat.
Hvítkál í jafningi.
1 hvítkálshöfuð,
25 gr. smjör,
25 gr. hveiti,
3 dl. mjólk,
hvítur pipar á hnífsoddi.
Yztu blöðin eru tekin af kálhöfðinu og það síð-
an skorið í fjóra hluta. Stilkurirm er skorinn
burtu. Kálið er látið yfir eld í sjóðandi saltvatni
og soðið í 30 mínútur. Þá er það tekið upp og
skorið. Hveitið er þynnt út með mjólkinni og
blandað saman við kálið ásamt smjörinu; suðan
látin koma upp. Pipar eftir smekk.
(Helga Thorlacius: Matreiðslubók.
TJtgefandi: H.f. Deiftur).
Húsráð.
Ef erfitt er að fá bamið til að drekka mjólk-
ina sína, látið þá hunang eða sýróp í glasið.
Eftirmiðdagskjóll.
Þessi eftirmiðdagskjóll er frekar látlaus, en þó
mjög smekklegur og er úr fjólubláu flaueli.
Brúnn kasmírkjóll.
Hér er brúnn kasmírkjóll með sjali úr sama
efni. Blússan er hneppt að framan með brúnum
beintölum og rykkt í mittið. Mjótt belti, bundið
í slaufu að framan. Langar ermar með uppslagi.
Frægar konur:
Xanthippe.
Xanthippe hefir löngum verið tekin sem dæmi
um hina reiðigjömu, skilningslausu og skömm--
óttu eiginkonu. En það mun mikill vafi, að hún
hafi átt þetta skilið. Hún var, eins og kunnugt
er, gift gríska spekingnum Sókrates, og það er
ekki ósennilegt að hrifning manna af heimspek-
ingnum mikla hafi orðið þess valdandi, að þeim
sást yfir, að það var engin sælustaða að vera
kona hans. Sagan segir í rauninni fátt um Xan-
thippe. Þó vita menn, að eitt sinn, er hún hafði
haldið þmmandi skammaræðu yfir manni sínum,
hvolfdi hún úr fullri vatnsfötu yfir höfuð honum.
Sókrates var hinn rólegasti og sagði: „Ég vissi,
að eftir þmmuveðri kemur regn.“ Þvi ber auð-
vitað ’ekki að neita, að þetta tiltæki hennar var
nokkuð ofsafengið. En hins vegar er hægt að
skilja óþolinmæði hennar gagnvart manni þess-
um, því að hann vann sér ekkert inn með starfi
sínu og auk þess höfðu margir samtíðarmenn
hans hann að háði og spotti. Xanthippe mim litla
hugmynd hafa haft um mikilleik manns síns, en
hún var trygg honum og þegar hann var dæmdur
til dauða, gerði hún allt sem hún gat til þess að
bjarga honum. En þegar hún kom í heimsókn til
hans í fangelsið með böm þeirra, tók hann ekki
sérlega vel á móti þeim. Sókrates var í djúpri
samræðu við vin sinn og ekki í skapi til að hlusta
á harmagrát hennar og bað fangavörðinn að láta
hana fara, sem hann og gerði.
Bertha von Suttner.
4
Bertha von Suttner var fædd 1843 í Prag. 1876
giftist hún von Suttner fríherra og hóf skömmu
síðar rithöfundarstarfsemi. Sögur hennar vom
mikið lesnar, en þó varð hún einkum fræg fyrir
bókina „Niður með vopnin", sem kom út í mörg-
um útgáfum og var þýdd á mörg mál. Hún vann
mikið starf í þágu friðarhugsjónarinnar og ferð-
aðist víða um Evrópu tli þess að tala máli frið-
arins. 1905 fékk hún friðarverðlaun Nobels.
SKRÍTLUR.
Það var barið harkalega að dymm hjá stúlk-
unni, sem var að æfa sig undir næsta söngtíma.
TJti stóð lögregluþjónn.
„Hvar er maðurinn, sem verið var að misþyrma
hérna?"
„Ha, hvað eigið þér við?“
„Engar vífilengjur! Ég veit, að það hefir eitt-
hvað hræðilegt farið fram hér, og ég ætla að
komast til botns í því. Það hringdi maður á lög-
reglustöðina og sagði, að það væri verið að mis-
þyrma hræðilega manni að nafni Kaldalóns hér
í húsinu, og ég fer ekki fyrr en ég hefi náð í
sökudólginn."
o
Yngstu bömin áttu að læra utan að ýmsar
spumingar úr kristinfræði. Fyrsta spummgin
var: „Hver skapaði þig?“ og svarið: „Guð.“ Önn-
ur spumingin var: „Hver endurleysti þig?“ o. s.
frv.
En við eitt tækifærið var drengurinn, sem átti
að svara fyrstu spumingunni, ekki í sæti sínu, og
kennarinn spurði því annan dreng: „Hver skapaði
þig?" Drengurinn hikaði eitt augnablik og hvísl-
aði svo að kennaranum: „Drengurinn, sem guð
skapaði þurfti að skreppa snöggvast út í port.“
o
Stúlkan (við píanóið): „Mér er sagt, að þér
hafið vit á hljómlist."
Ókurteisi maðurinn: „Það gerir ekkert til.
Haldið þér áfram samt."