Vikan


Vikan - 13.02.1941, Qupperneq 11

Vikan - 13.02.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 7, 1941 11 Veitingamaðurinn var allur sem á hjólum. Þetta litla afskekkta hótel hans var sjaldan vel sótt, jafnvel ekki um hásumarið. Miek tók báðar hand- töskurnar úr bílnum og bar þaer inn í forstof- una. Clare Furness fór á eftir honum. Hún beið í forstofunni á meðan Mick ók bílnum inn í bíl- skúrinn. Hann kom næstum hlaupandi aftur og gat ekki varist því að brosa, þegar hann heyrði samtal hennar við veitingamanninn. „Það er hjartað, sjáið þér til,“ sagði hún við veitingamanninn. „Það kemur ekki mjög oft fyrir, að ég fái slæm köst, en ég verð hrædd, ef ég hugsa til þess, að enginn er nálægt, sem þekkir til þeirra. Veslings Mick, bróðir minn, hann hefir orðið að þola margar svefnlausar nætur vegna þeirra, er það ekki satt, Mick?“ „Vertu nú ekki að hugsa um það, Clare. Ef þú bara gætir fengið þig til að hætta að hugsa um þau, er ég viss um, að þú fengir þau aldrei. Nú verðum við að komast sem fyrst í rúmið. Mundu það, að ég er búinn að sitja við stýrið frá því snemma i morgun, og ég er dauðþreyttur. Getum við fengið að líta á herbergin strax?“ „Sjálfsagt, herra. Gerið svo vel að koma þessa leið.“ „Komdu þá, Clare,“ sagði Mick. Clare stóð fyrir aftan veitingamanninn og gretti sig. Mick var skemmt, og þegar þau fóru upp stigann, sýndi hann umhyggju sina fyrir hjartveiki hennar með því að taka utan um hana. Þegar Mick sá herbergin, varð hann enn glað- ari. Það var eitt stórt svefnherbergi og lítil stofa við hliðina, sem búin hafði verið rúmi. Og það var ekki hægt að komast inn í stofuna nema í gegn um svefnherbergið. „Ef systur yðar lízt á stóra herbergið, munduð þér kannske gera yður ánægðan með það litla,“ -sagði veitingamaðurinn. „Auðvitað er það ekki vel þægilegt, að það skuli ekki vera neinn beinn inngangur í litla herbergið. Við notum það aðal- lega, þegar koma hingað hjón með böm. Getið þér notast við þetta herbergi, ungfrú?" Clare var að því komin að svara, þegar Mick greip fram í fyrir henni. „Nei, það er ekki vel gott,“ sagði hann, „því að systir min getur ekki þolað að vera í stóru herbergi. Það er víst hjartveikin, sem gerir það. Ég fyrir mitt leyti get ekki skilið það. Ég vil helzt hafa sem mest pláss. Ég gæti sem bezt sofið i stórri hlöðu, ef svo bæri undir. Þetta er náttúrlega heimskulegt af Clare, en það er ekkert við því að gera.“ Hann leit íbygginn á veitinga- manninn og bætti við: „Kvenfólk er nú einu sinni kvenfólk. Ef þær fá einhverja flugu í höfuðið, verður þeim með engu móti þokað.“ Án þess að bíða eftir svari, tók hann tösku Clare og setti hana við rúmstokkinn í litla her- berginu. „Við þurfum ekkert að borða í kvöld,“ sagði hann, „en ef þér hafið einn bolla af heitu tei, væri ágætt að fá það. Við megum kannske koma niður eftir hálftíma eða svo?“ Veitingamaðurinn kinkaði brosandi kolli og fór. Clare sneri sér að Mick. „Ég hefi aldrei þekkt annan eins lygalaup á æfi minni," sagði hún með áherzlu. „Þetta rennur dasOanu i kmu. Framhaldssaga eítir DAVID HUME. Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent í hendur rikislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð i félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennirnir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir líka sent þangað einn af glæpafélögum sínum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum í tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. upp úr yður eins og vatn. Veit móðir yðar, að þér eruð svona?" „Móðir mín hefir kennt mér máltækið: Allt fyrir kvenfólkið. Við skulum nú líta snöggvast á herbergið yðar. Hann stóð stundarkom og horfði í kringum sig. „Þér verðið víst að neita yður um frískt loft í nótt. Ég loka þessum glugga. Læsið hurðinni og takið lykilinn úr, áður en þér farið að sofa. Ég leggst rétt fyrir framan dyraar hjá yður. Þá getur ekkert komið fyrir." „Já, en þér getið ekki sofið á gólfinu," sagði hún. „Lygalaupur eins og ég,“ sagði Mick, „getur sofið hvar sem er. Takið nú upp úr töskunni yðar, og svo förum við niður og fáum okkur heitt te. Og þegar það er búið, farið þér beint að hátta." Veitingamaðurinn og kona hans reyndu árang- urslaust að brjóta upp á samræðum við þau. Þegar klukkan var langt gengin ellefu, lagði Clare hendina fyrir munninn til að leyna geispa. „Nú er víst bezt fyrir þig að fara að hátta," sagði Mick með umhyggju. „Þú ert reglulega þreytuleg. Góða nótt. Við viljum gjarnan fá morgunmatinn klukkan níu.“ Þau stóðu stundarkorn fyrir framan dyrnar á litla herberginu. „Góða nótt, herra Cardby," sagði hún. „Þér hafið verið mér ákaflega góður.“ „Góða nótt, Clare. Þér emð minnissljófar. Sofið vel.“ „Ég skal reyna það. Ég vona, að þér sofið líka vel, Mick.“ Hún lokaði hægt hurðinni. Hann stóð kyrr andartak áður en hann gekk út að glugg- anum og lokaði honum vandlega. Svo lokaði hann hurðinni, stakk lyklinum í vasann, tók dýnuna úr rúminu, eitt teppi og nokkra púða og breiddi úr þessu öllu rétt framan við dyrnar á litla herberg- inu og lagði skammbyssuna sina á gólfið við hlið- ina. Svo lagðist hann niður og bjóst til að halda vörð. Tuttugu mínútum síðar heyrði hann veitinga- manninn og konu hans fara upp í svefnherbergi sitt. Svo varð allt hljótt. Mick vafði teppinu fast- ar að sér. Næturloftið var kalt og það var ekki laust við dragsúg í þessu gamla húsi. Tíminn mjakaðist áfram. Mick var síður en svo rólegur. Hvað voru eigin- lega margir menn að leita að Clare Furness? Hvar voru þeir að leita? Hverjir vom þeir? Hvaða fyrirskipanir höfðu þeir fengið ? Mundi þeim takast að rekja slóð þeirra ? Hugsanir hans hringsnerust eins og flugeldahjól. Góð stund var liðin, þegar Mick spratt allt í einu upp, eins og kippt hefði verið i hann. • Skerandi hljóð hafði skyndilega rofið nætur- kyrrðina. Það var bjallan niðri i forstofunni, sem hringdi, svo að undir tók í húsinu! Mick fann, að hann svitnaði i lófunum. Svita- droparnir spruttu út á enni hans. Bjallan hringdi viðstöðulaust. Mick losaði öryggislásinn á skamm- byssunni og gekk fram að dyrunum. FIMMTI KAPITULI. Bófarnir nálgast. Hann komst ekki fram að dyrum. Þegar liann var kominn hálfa leið, heyrði hann einhverja hreyfingu inni í litla herberginu og nam staðar. Hann hleypti brúnum. Þetta var það, sem hann sizt af öllu vildi heyra. Svo heyrðist rödd Clare, hún var há og titrandi: „Hvað er að? Ó, hvað er að, Mick? Hver er að hringja?“ „Talið ekki,“ skipaði Mick, „látið heldur sem þér séuð mállaus og heyrnarlaus. Farið upp í aftur og verið þar kyrrar. Ég skal sjá um þetta. En látið ekkert hljóð heyrast frá yður.“ „Ég er hrædd um, að þeir hafi fundið okkur, herra Cardby — Mick. Ég er viss um, að þeir hafa fundið okkur." „Ég lúber yður, ef þér þegið ekki. Farið nú í rúmið og látið sem þér séuð mállaus. Ég skal svo sjá um hitt.“ Hann heyrði fótatak hennar á gólfinu. Hann var búinn að taka upp lykilinn, þegar hann heyrði fótatak uppi. Það var veitingamaðurinn, sem kom niður stigann. Mick stóð með hendina á snerlinum og braut heilann í ákafa. Svo setti hann skammbyssuna í jakkavasann, hafði fing- urinn á gikknum, sneri lyklinum með hinni hend- inni og opnaði hurðina. Um leið og hann kom út á ganginn, sá hann veitingamanninn koma niður stigann. Hann hafði auðsjáanlega vaknað við hringinguna. Hann var fölur, reikaði í spori og nam staðar, þegar hann kom auga á Mick. Mick lagði fingurinn á munninn og veifaði til hans. Bjölluhringing kvað við í sífellu. Clare hafði dáðst að snarræði Micks. Ef hún hefði staðið við hllð hans núna, mundi aðdáun hennar hafa vaxið. „Hlustið nú á,“ hvíslaði hann. „Ég sagði yður ekki sannleikann, þegar við komum í gærkvöldi. Nú skuluð þér fá að heyra allt af létta. Við kom- um að norðan. En við erum ekki systkini. Við vorum gefin saman í Gretna Green í morgun! Fjölskyldu hennar var þetta mjög á móti skapi, og ég var hræddur um, að þau mundu gera til- raun til að koma í veg fyrir giftinguna. Hún á þrjá bræður, og þeim er öllum illa við mig. Ég hugsa, að þeir hafi nú komist að öllu saman og rakið slóð okkar hingað. Ég vil ógjarna valda óspektum hérna, og þér kærið yður sjálfsagt ekkert um þau heldur. Ef þessir menn, sem eru að hringja, spyrja, hvort hérna séu eða hafi veriö

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.