Vikan


Vikan - 13.02.1941, Side 12

Vikan - 13.02.1941, Side 12
12 VIKAN, nr. 7, 1941 nýlega ung hjón eSa eitthvað því um líkt, þá segið, að þér hafið alls ekki haft neina gesti í heila viku. Ef þér viljið hjálpa okkur í þessu, skulum við sjá um, að þér tapið ekki á því.“ Mick starði á manninn og beið eftirvæntingar- fullur eftir, hvemig hann tæki þessu. Honum létti mikið, þegar hann sá, að maðurinn virtist nánast hafa gaman af þessu. Hann brosti, kink- aði íbygginn kolli og kveikti ljósið niðri um leið og hann fór niður stigann. Mick læddist fram á stigabrúnina og gægðist niður á eftir honum. Nú hafði hann ekki skammbyssuna lengur i vasan- um. Hann hélt á henni, reiðubúinn til að hleypa af. Ofan af loftskörinni sá hann veitingamanninn ganga þvert yfir forstofuna og svo dró hann sig inn í skuggann. I-aðan gat hann fylgzt með öllu, án þess að hann sæist. Hann heyrði skröltið, þegar öryggiskeðjan var tekin af hurðinni, tveir slagbrandar teknir frá og lyklinum snúið i. Mick hélt niðri í sér andanum á meðan hurðin var að opnast. Vísifingur hans krepptist um gikkinn og varimar herptust saman. Hann óskaði þess heitt og innilega, að Clare Fumess æpti ekki upp yfir sig eða fengi taugaáfall. En hún virtist ekki vera af því taginu. Það var dimmt úti fyrir. Hann gat ekki séð manninn, sem talaði, og þekkti ekki röddina. En hann heyrði orðin einbeitt og ákveðin: „Eigið þér þetta hús?“ „Já,“ svaraði veitingamaðurinn, og röddin var svo hvöss, að Mick undraðist. „Og hvað á það að þýða að rífa mann fram úr rúminu um þetta leyti nætur? Konan mín varð hrædd við þessi læti.“ „Sleppum því,“ svaraði ósýnilegi maðurinn. Nú vissi Mick, hvað var í vændum. Hann hafði ekki til einskis umgengist glæpamenn svo árum skipti. Hann þekkti þessa peija bara á röddinni!“ „Við hvað eigið þér? Þér gætuð gjarnan verið kurteisari. Hér er ekki pláss fyrir yður. Það er bezt fyrir yður að hypja yður burtu.“ Húseig- andinn ætlaði sýnilega ekki að láta vaða ofan í sig. „Við erum að leita að karlmanni og kven- manni, sem hurfu hér í grendinni, og við höfum sterkan grun um, að þau séu hér. Hvað segið þér við því?“ „Ekki annað en það, að yður skjátlast, og að yður kemur að öðru leyti ekkert við, hverjir búa hér. Ég hefi ekki haft neina gesti i heila viku. Þér emð algerlega á rangri leið.“ „Hvað finnst þér, Slim?“ sagði sá ósýnilegi við félaga sinn. Mick braut heilann um það, hve lengi veitingamaðurinn gæti haldið þeim í skefj- um. Hingað til hafði hann staðið sig vel, en ef’ í hart færi, gat brugðist til beggja vona. „Ég álít,“ sagði Slim með áherzlu, ,,að þessi náungi sé að reyna að gabba okkur. Og ef hann áttar sig ekki fljótlega, er ég hræddur um, að eitthvað óþægilegt eigi eftir að henda hann. Segið nú sannleikann, kunningi, áður en illa fer fyrir yður." Mick bölvaði með sjálfum sér. Slim var eftir málrómnum að dæma innfæddur Ameríkumaður, og það sem hann sagði voru ekki innantómar ógnanir. Hreimurinn í röddinni tók af allan vafa um það, hver væri tilgangur hans. „Ég hefi sagt yður sannleikann," sagði veit- ingamaðurinn, ,,og að öðru leyti á ég ekki að standa yður reikningskap gjörða minna. Það eru engin lög hér í landinu, sem heimila yður að hringja dyrabjöllunni hjá.mér um miðja nótt, og nú krefst ég þess, að þið farið. VIPPA-SÖGUR Vippi og töframaðurinn. ----- Barnasaga eftir Halvor Asklov. - Vippi, vinur okkar, er í f jölleika- húsinu. Ekki gætuð þið gizkað á, hvar hann er þar! Hann er uppi í loftinu yfir leiksviðinu! Og þar er allt fullt af snúrum. Snúra hér og snúra þar og snúrur alls staðar! Vippi kann vel við sig, því að hann er flínkur línudansari. Tjaldið er dregið upp, því að nú ætlar töframaðurinn Hókuspókus að sýna áhorfendunum dásamlegar list- ir. Hann þykist vera mikill töfra- maður. Hann er klæddur síðri skikkju með ótal fellingum og hvítum erm- um og á höfðinu ber hann topphatt og á honum eru dularfull merki. Vippa langaði mjög til að sjá það, sem maðurinn ætlaði að sýna og hann settist því á lítið, svart teppi, er var fest með snúrum beint yfir höfði töframannsins. „Ég þarf ekki strax á töfrastafn- um að halda," sagði Hókuspókus, „hann getur svifið í loftinu á með- an.“ Svo framdi maðurinn allskonar skrípalæti, sagði einkennileg orð — og þama sveif stafurinn í lausu lofti! En Vippi var lítið hrifinn af þess- um „töfrum." Að vísu sá fólkið í salnum ekki, hvemig á þessu stóð, en töfrastafurinn hékk í örsmáum krókum, sem festir voru í afarmjó- um, svörtum þráðum. Meðan töframaðurinn stóð við borðið sitt til þess að undirbúa næsta atriði tók Vippi í þræðina, svo að stafurinn féll niður á leiksviðið, ekki alveg hávaðalaust! En Hókuspókus lét eins og hann sæi það ekki né heyrði. Næst fór töframaðurinn að leika það að hafa mörg egg á lofti i einu. Hann gerði það alltaf hraðara og hraðara, en eggjunum fækkaði smátt og smátt. Vippi sá, að þau lentu upp á svörtu teppi, en áhorfend- um sýndist auðvitað, að þau hyrfu á dularfullan hátt upp í loftið. Vippi sat og lék sér með þræðina, sem krókamir voru í. Nú lét hann þá síga alveg niður að gólfinu og hætti ekki fyrr en honum heppnaðist að krækja í skikkju töframannsins. Svo dró hann „færið“ að sér, en varð Vippi hámaði í sig rjómakökurnar. að taka á öllum sínum kröftum, og tókst að toga skikkjuna hátt í loft upp og það varð meira en lítið óþægi- legt fyrir Hókuspókus. Innan á skikkjunni voru ótal vasar, en í þeim voru allskonar hlutir, sem töframað- urinn notaði við listir sínar: Glas, pappanef, reyktur áll og barnspeli. Hókuspókus leit upp öskureiður yfir því að komið var svona upp um hann, en þá tók Vippi eitt eggið, sem lent hafði á teppinu, þar sem hann sat og henti því í hausinn á töfra- manninum. Hann öskraði af vonzku, en um leið og hann leit upp í loftið aftur fekk hann enn eitt egg á sig og síðan hvert af öðru, þangað til Vippi var búinn með öll eggin. Hókuspókus vissi ekki sitt rjúk- andi ráð meðan á þessari eggjaloft- árás stóð, en áhorfendumir veltust um af hlátri. Vippa þótti ráðlegast að hverfa að ofan og klifraði því niður og hljóp eftir löngum gangi og stakk sér inn um opnar dyr, sem urðu á leið hans. Einkennilegur maður með starandi augnaráð sat þar inni á stól í her- berginu. „Fyrirgefið þér!“ sagði Vippi, þeg- ar hann sá, að hann kæmist ekki óséður út aftur. „Mætti ég vera héma inni svolitla stund?" Maðurinn svaraði engu. „Sofið þér kannske með opin aug- un?“ spurði Vippi, en þegar hann fekk ekkert svar stillti hann sér fyrir framan manninn og sagði hvell- um rómi: „Eruð þér mállaus, eða hvað gengur að yður. Það fer í taug- amar á mér, að þér glápið svona á mig.“ En maðurinn var þögull eins og gröfin. Loks, þegar Vippi var búinn að horfa á hann langa hríð, skildi hann, hvemig í öllu lá: Þetta var bara brúða! Fyrst svona var fór Vippi að leika sér að því að renna sér af öxlinni og niður í brjóstvas- ann. Þessu þótti honum gaman að, en er hann í eitt skipti ætlaði upp úr vasanum, heyrði hann, að einhver kom og varð því kyrr. „Nú er komið að okkur, Napo- leon!“ sagði maðurinn, sem inn kom við brúðuna, og tók hana og fór með hana inn á leiksviðið. „Þetta er Bobbi búktalari," sögðu áheyrendumir niðri í salnum. „Hann lætur brúðuna tala.“ Bobbi lét Napoleon á stól við borð á leiksviðinu og settist sjálfur gegnt honum. Svo lét hann eins og þeir væru að tala saman. „Mér leiðist," sagði Bobbi og geisp- aði. „Hvað eigum við að gera, Napo- leon?“ „Þú getur pantað öl handa mér," var svarað með allt annari röddu og það var eins og hún kæmi frá brúð- unni, en Vippi vissi, að Napoleon gat ekki talað, og hrópaði því fullum rómi til áheyrendanna: „Maðurinn er að gabba ykkur. Hann segir þetta allt sjálfur." Áheyrendumir hlógu og Bobbi var ekki í essinu sínu, er hann hélt sam- talinu áfram: „Hefirðu tekið eftir fallegu stúlkunni, sem situr efst til hægri á fremsta bekk?“ Vippi kíkti upp úr vasanum, en þótti stúlkan ekkert sérstaklega falleg. Bobbi svaraði sjálfum sér með rödd brúðunnar: „Hún er dásamleg, Grönn eins og . . .“ ... eldspýta!" bætti Vippi við. Bobbi búktalari tók upp vasaklút og strauk svitann af enninu. „Þykir þér hún ekki hafa fallegt hár?“ spurði hann Napoleon. „Jú,“ svaraði Bobbi sjálfum sér. „Hár hennar finnst mér vera eins og ...“ ... „á broddgelti", skaut Vippi inn i. „Augun em eins og fegurstu stjörnur," sagði töframaðurinn. „Og nefið eins og kartafla!" hróp- aði Vippi. „Þetta er ófyrirgefanleg ókurteisi!" hrópaði veslings stúlkan og stóð á fætur og flýtti sér út, en allir aðrir skellihlógu. Bobbi búktalari var alveg í öngum sínum og gaf merki um að láta tepp- ið falla. Síðan hljóp hann, skjálfandi af geðshræringu inn í herbergið sitt með Napoleon í fanginu, skellti hon- um á stól og settist sjálfur á annan. „Napoleon," hvíslaði hann og gnísti tönnum, „ertu lifandi?" Ekki stóð á svarinu: „Já, og ég er að deyja úr hungri.“ Bobbi búktalari varð svo hræddur, að honum datt fyrst í hug að flýja, en spurði samt skjálfraddaður: „Hvað viltu fá að borða?“ „Rjómakökur!" svaraði Napoleon, það er að segja Vippi, en Bobbi hafði ekki hugmynd um, að litli prakkar- inn lá falinn í vasanum. Bobbi náði í mesta flýti í kökumar. „Legðu mig á legubekkinn og svo vil ég fá matfrið og svefnfrið!" sagði Napoleon. „Já, sjálfsagt. En ætlarðu aldrei að sýna með mér oftar?" spurði Bobbi hálfkjökrandi. „Ef til vill held ég því áfram. En í nótt máttu ekki trufla mig. Læstu dyrunum, þegar þú ferð!" Og Bobbi búktalari var ekki fyrr búinn að loka dyrunum en Vippi þaut upp úr vasanum og tók að háma í sig kökumar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.