Vikan - 13.02.1941, Page 13
VIKAN, nr. 7, 1941
13
Hver sökkti skipinu?
Q Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS.
Það, sem skeð hefir í sögunni:
Ray Leslie liðsforingi er farþegi á skipinu
Alderbaron, en það er á leið frá Caimora
til Limon Bay. Hann fær bréf frá Pedro
Gonzales, dyraverði „Ameríska klúbbsins“ í
Caimora, um það, að skipið muni sökkva
áður en dagur renni. Ray leggur engan
trúnað á það. Hann verður mjög undrandi,
er hann hittir á skipinu Mildred Baird,
dóttur sendiherra Bandaríkjanna í Caim-
ora. Ray elskar hana, en þau hafa orðið
ósátt vegna þess, hve mikinn áhuga hún
virðist hafa fyrir Francisco Corretos, fjár-
málaráðherra Andegoya. Hann gengur til
Ray og Mildred og hún fer með honum.
Hvers vegna var Corretos með skipinu?
Ég sá hann stinga hendinni undir handlegg
hennar, hvítan og beran, og leiða hana að dyr-
unum. Mig sárlangaði til að berja þennan mann,
reka krepptan hnefann framan í dökka snjáldrið
á honum. En auðvitað gat ég það ekki. Slíkt
hefði illa sómt manni í minni stöðu.
En ég er viss, eins og allir í Camiora, að daginn
eftir átti Francisco Corretos að taka þátt í mikil-
vægum ráðherrafundi. Það hlaut að hafa verið
eitthvað mjög áríðandi og óvænt, sem olli því, að
hann var kominn um borð í Alderbaron.
Var það vegna Mildred Baird?
2. KAPÍTULI.
Eg gekk eirðarlaus fram og aftur um þilfarið.
Fyrir tveim vikum ásetti ég mér að reyna að
gleyma Mildred Baird, gleyma dökku augunum
hennar og fagra hárinu, nettu höndunum og háls-
inum yndislega. Ég hafði ótal sinnum sagt við
sjálfan mig:
Ef hún vill heldur Corretos en mig, þá hún um
það, en ég sigli minn sjó.
Nú mundi ég allt í einu eftir því, að Eldridge
skipstjóri hafði sagt við mig, er ég kom um borð,
að ég ætti að líta inn til sín og skála við sig.
Ég var þreyttur og leiður á hugsunum mínum
og ákvað því að skreppa til skipstjórans. Ég
gekk fram á, upp á efra þilfarið, leitaði að íbúð
hans og barði að dyrum. „Kom inn!“ var sagt
þýðri röddu.
Ég gekk inn. Skipstjórinn sat við borðið. Ein-
kennisjakkinn hans var óhnepptur og húfan aftur
á hnakka á gráhærðu höfðinu. Hann var lítill
maður vexti, frekar grannvaxinn, en einbeittur á
svip og vakti traust manna við fyrstu sýn.
„Sælir og blessaðir liðsforingi!“ sagði hann
hjartanlega og bauð mér sæti. „Jæja, hvernig lík-
ar yður að vera kominn á sjóinn aftur?“
Ég settist. Þessar vingjarnlegu móttökur
hlýjuðu mér svo um hjartarætumar, að ég
gleymdi um stund hugarstríði mínu út af Mildred
Baird.
„Ég kann alltaf prýðilega við mig á sjónum,"
sagði ég.
„Hafið þér ekki verið tvö ár í Caimora?“ spurði
skipstjóri.
„Já, heil tvö ár!“
„Það er langur tími í slíkri holu, er ekki svo?"
„Jú, skipstjóri góður! Alltof langur tími!“
„Baird gamla ofursta finnst það víst ekki mjög
leiðinlegt, því að ef ég man rétt, er hann búinn
að vera þama í fimmtán ár. Hann virðist bara
kunna vel við sig.“
„Hann unir sér ágætlega. Hann er hrifinn af
landinu og íbúum þess. Hann hefir oft átt þess
kost, að fá betri stöðu á skemmtilegri stað, en
ekki viljað sinna þvi.“
„Dóttir Baird ofursta mun vera með skipinu,"
sagði skipstjóri.
• „Já.“
„Hvernig skyldi henni lika að vera þarna?"
spurði skipstjóri.
„Ég hygg, að hún kunni vel við sig.“ Endilega
þurfti talið héma að sveigjast að Mildred Baird!
„Annars hefir hún ekki dvalið þar langdvölum, þvi
að hún hefir verið fjarvistum í skóla lengst af
þessum tíma.“
Skipstjórinn stóð á fætur og sagði:
„Ég ætla að hringja á þjón. Við þurfum að fá
eitthvað að drekka."
En nú heyrðist einhver koma hlaupandi eftir
þilfarinu. Hávaði barst að utan og talað var í
æsingi. Eldridge skipstjóri stökk til dyranna og
reif upp hurðina.
„Hvað er um að vera?“ spurði hann höstum rómi.
Bátsmaður stóð i dyrunum, fölur í framan.
Hann var ber að ofan og blóðugur á brjóstinu.
Hann dró þungt andann og var mikið niðri fyrir.
„Bailey! Talaðu maður!" skipaði skipstjórinn.
„Hvað hefir komið fyrir?"
„Það er Chips, herra skipstjóri," sagði báts-
maðurinn og var erfitt um mál vegna geðshrær-
ingar. „Timburmaðurinn. Hann lá í kojunni . . .
skorinn á háls . . . dauður .. . myrtur, skipstjóri."
Nú flaug mér loks aftur í hug bréfið frá
Pedro Gonzales. Og mér datt í hug, og það verk-
aði rétt eins og mér væri gefið utan undir, að
Pedro hefði vitað jafnlangt nefi sínu, er hann
sagði mér frá því, að Alderbaron mundi sökkva
þá um nóttina.
Skipstjórinn sneri sér að mér og sagði:
„Mér þykir það leitt, liðsforingi, að það getur
ekkert orðið af því núna að við fáum okkur glas.
Augu hans voru nú hvöss og stingandi og herpt
saman. „Ég má til með að yfirgefa yður,“ bætti
hann við.
Ég stóð á fætur. „Bíðið augnablik, skipstjóri,"
sagði ég.
Ég gekk að dyrunum og lokaði þeim við nefið
á bátsmanninum og sneri mér síðan að skipstjór-
anum. Hann horfði á mig undrandi, er ég
tók að leita í vösum mínum að bréfinu frá
Pedro:
„Ég er hérna með svolítið, sem mér finnst, að
þér megið til með að sjá.“ 1 fyrstu hafði ég verið
staðráðinn í því að minnast ekki á þetta við nokk-
urn mann. En nú var öðru máli að gegna. Timb-
urmaðurinn hafði verið myrtur og eitthvert, sam-
band gat hér verið á milli. Ég rétti skipstjóran-
um bréfið. „Það var afhent, þegar skipið var að
leggja frá landi, en fyrir vangá barst mér það
ekki í hendur fyrr en rétt áðan. Þér ættuð að
lesa það, skipstjóri."
Eldridge skipstjóri las bréfið,
leit upp og horfði í augu mín.
„Hver er Pedro Gonzales?"
spurði hann fálega.
Mér fannst allt í einu ég verða
hálf aulalegur. „Hann er dyra-
vörður i „Ameríska klúbbnum í
Caimora."
„Hum.“ Skipstjórinn las bréfið
aftur yfir og rétti mér það síðan.
Hann brosti dapurlega. „Þetta
hlýtur að eiga að vera grín,“ sagði
hann.
„Nei,“ sagði ég. „Pedro Gon-
zales er ekki gamansamur."
,Það getur verið, að honum sé
eitthvað í nöp við yður. Hann hef-
ir auðvitað fundið upp á þessu til
að hræða yður, gera yður skelkað-
an í nokkra klukkutíma."
„En um það getur einmitt alls
ekki verið að ræða,“ sagði ég all-
æstur. „Honum er þvert á móti
mjög hlýtt til mín. Ég er nærri
viss um, að hann mundi fórna lífi
sinu fyrir mig. Hann er þannig
gerður. Ég hefi einu sinni hjálpað
honum og hann gleymir því aldrei.
Síðan hefir hann verið vinur minn,
tryggur vinur minn, það get ég
fullvissað yður um.“
Skipstjórinn strauk kjálka sina
með hrjúfri hendinni. Svo sagði
hann að lokum, og það var efun-
arhreimur í röddinni: „En liðsfor-
ingi góður: Þér ætlist þó ekki til að ég taki al-
varlega slíka aðvörun frá innfæddum manni hér,
fávísum og hjátrúarfullum ? “
„En hér er ekki um fávísan, innfæddan mann
að ræða,“ sagði ég ákafur. „Ég hefi þekkt hann
í tvö ár og veit, að hann er enginn heimskingi.
Hann er að vísu aðeins dyravörður í „Ameríska
klúbbnum", en hann er meðlimur „Frelsisflokks-
ins“ og nýtur mikils fylgis meðal alþýðunnar.
Hann er í innsta hringnum í pólitisku barátt-
unni í Andegoya og ef „Frelsisflokkurinn" hefir
undirbúið samsæri og ákveðið að sökkva þessu
skipi, þá eru öll líkindi til, að hann hafi fljótt
komist á snoðir um það.“
„Hum!“ Skipstjórinn hélt áfram að strjúka
kjálkana. „Hvenær sáuð þér siðast þennan Pedro
Gonzales?"
„Hann hjálpáði mér með farangurinn minn um
borð,“ svaraði ég.
„En hvers vegna varaði hann yður ekki þá við
þessu? Því gerði hann það bréflega?"
„Ef til vill hefir hann ekki viljað láta mig
spyrja sig. Það hefir kannske verið óheppilegt
fyrir hann sjálfan að aðvara mig fyrr en skipið
væri komið af stað.“
Bátsmaðurinn stóð í dyrunum, blóðugur á brjóstinu.