Vikan


Vikan - 06.03.1941, Side 4

Vikan - 06.03.1941, Side 4
4 VTKAN, nr. 10, 1941 Þrjár konur — og þorpari. Framhald af forsíðu. gerðarmanni, John Costigan að nafni, sem var fæddur og uppalinn í San Francisco. Það var hann, sem sagði mér söguna um Bellu Cassidy. Veitingastofan var næstum full — flest karlmenn, sem sátu og reyktu og drukku. Frá borðinu, sem við Costigan sátum við gat ég séð ljómandi snotra konu um þrí- tugt, sem sat við borð með tveim mönnum. Hún neytti einskis og talaði fátt, hlustaði aðeins á það, sem mennirnir sögðu en gaf jafnframt gætur að öllu því, sem fram fór í kringum hana. Hún var vel vaxin, hafði frítt andlit og skær, dökk augu. Hún brosti hvorki né hló, og virtist ekki gefa mikinn gaum að því, sem mennirnir voru að segja. „Hver er þetta?“ spurði ég Costigan. Hann leit undrandi á mig. „Hvað segirðu? Þekkirðu hana ekki? Ég hélt, að hver ein- asti sjómaður í San Francisco þekkti Bellu Cassidy. Hún er sá bezti kvenmaður, sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Hún er góð og hún er gáfuð. Hún lætur engan leika á sig í viðskiptum." „Hvernig datt henni í hug að fara að reka kaffihús?" spurði ég. „Hún var þekkt óperusöngkona héríSan Francisco fyrir fimm árum, en svo missti hún röddina í hálsbólgu og þá opnaði hún þetta kaffihús. Þetta er gróðafyrirtæki. Ég er viss um, að hún er þegar búin að græða svo mikið, að hún gæti hætt núna og lifað góðu lífi það sem eftir væri æf- innar.“ „Er hún gift?“ „Nei,“ sagði Costigan, „og giftist senni- lega aldrei.“ „Það var undarlegt," sagði ég. „Hún gæti verið búin að giftast tíu sinn- um, en gallinn er, að maðurinn, sem hún elskar, er týndur. Enginn veit, hvar hann er. Hann hét Trush Ancott, og Bella og hann urðu ósátt út af manni, sem hét Rivers-Chailey og var ríkur Englendingur. Rivers-Chailey var eins ástfanginn í henni og Ancott, og dag nokkurn, þegar Ancott hitti þau saman, varð hann vondur og lamdi Rivers-Chailey svo, að hann var heilan mánuð að ná sér. Þá reiddist Bella, og spurði Ancott, hvaða rétt hann hefði til að ráðast á vini hennar. Ancott svaraði eitt- hvað í þá átt, að Rivers-Chailey væri skít- menni, og þá sagði Bella, að Rivers-Chailey hefði spurt sig, hvort hún vildi giftast hon- um, og hvort Ancott hefði nokkuð við það að athuga. Ancott sagði, að hann hefði ótal margt við það að athuga, meðal annars það, að Rivers-Chailey væri giftur. Bella sagði, að það væri illkvittin lýgi, og bað Ancott um að hypja sig burtu og koma aldrei fyrir sitt auglit aftur. Ancott tók hana á orðinu, og síðan hefir enginn séð hann. Menn bjuggust nú við, að Bella mundi giftast Rivers-Chailey, en svo varð ekki. Hún neitaði honum. Afleið- ingin varð sú, að hann lenti í óreglu og fórst að lokum í bílslysi. I vasa hans fannst bréf, sem hann hafði skrifað í, að hann gæti aldrei fyrirgefið Bellu, að hún skyldi svíkja hann. „Veit enginn hvað varð af Trush Ancott?“ spurði ég. „Nei, það veit enginn. Hann fór burtu, og enginn hefir séð hann síðan.“ „Hvernig veiztu, að Bella Cassidy elskar hann enn?“ Costigan hló að spurningu minni. „Bella er að vísu skynsöm kona, en hún er ekki svo skynsöm, að hún geti leynt til- finningum sínum gagnvart Ancott. I hvert skipti sem maður talar við hana, spyr hún um hann, og hún getur ekki leynt eftir- væntingunni í röddinni.“ „Þetta var það, sem ég fékk að vita um Bellu Cassidy. Á meðan ég var að virða hana fyrir mér, kom ung stúlka inn í sal- inn, nam staðar innan við dyrnar og leit vandræðalega í kringum sig. Hún var ein- staklega geðfeld, með laglegt, gáfulegt andlit. Hún stóð kyrr stundarkorn, en gekk svo að auðu borði og settist. Einn af þjón- unum spurði hana, hvað hún vildi, og hún bað um kaffi. „Hver er þetta?“ spurði ég. Costigan var vanur að gorta af því að þekkja alla í San Francisco, en þessa stúlku hafði hann aldrei séð fyrr. „Hvað heldurðu að hún sé að gera hing- að?“ spurði ég. „Það veit ég svei mér ekki. Hún er vafa- laust að koma á stefnumót!“ „Hún er hrædd,“ sagði ég. „Óttinn skín út úr augunum á henni.“ Costigan hló. „Fyrst þú hefir svona mikinn áhuga á henni, ættir þú að fara og bjóða henni aðstoð þína.“ Hann sagði þetta ekki í alvöru, en ég tók hann á orðinu. Ég stóð á fætur, gekk til ungu stúlkunnar og sagði: „Afsakið, að ég tala til yðar, en ég hefi verið að gefa yður gaum. Þér eruð kvíðafullar. Ég heiti Measure og er’ skipstjóri. Get ég nokkuð hjálpað yður?“ Hún leit rannsakandi á mig. „Ég er alls ekki kvíðafull," sagði hún. „Ég kom hing- að til að tala við Bellu Cassidy." „Bella Cassidy situr þarna,“ sagði ég, „og er að tala við þessa tvo menn.“ „Ég vildi gjarnan ná tali af henni,“ sagði hún. „Viljið þér spyrja hana, hvort hún vilji tala við mig í einrúmi? Ég heiti Jane Minnis, en hún þekkir mig ekki.“ „Ég gekk að borðinu, þar sem Bella Cassidy sat. „Ungfrú Cassidy", sagði ég. „Það er hér ung stúlka, Jane Minnis að nafni, sem langar til að ná tali af yður.“ Bella lyfti augnabrúnunum og leit á mig frá hvirfli til ilja, eins og hún vildi sjá, hvaða mann ég hefði að geyma. Svo sagði hún lágt: „Ef hún vill tala við mig, af hverju kemur hún þá ekki sjálf hingað?“ „Hún er eitthvað óróleg,“ sagði ég. „Hún sagði að vísu, að hún væri það ekki, en ..“ Bella stóð á fætur og gekk að borðinu, sem Jane sat við. „Þér vilduð fá að tala við mig?“ Jane stóð á fætur. „Já, — það er út af vini mínum — Paul Trenley." Þetta nafn virtist hafa áhrif á Bellu. „Komið inn á skrifstofu með mér, þar get- um við talað saman,“ sagði hún. Ég stóð kyrr, en Jane tók í handlegg mér. „Viljið þér ekki koma líka?“ sagði hún, og ég skildi, að hún leit á mig sem vin sinn, þann eina, sem gæti hjálpað henni þessa stundina. Þegar við vorum komin inn á skrifstof- una, lokaði Bella hurðinni. Svo sneri hún sér að ungu stúlkunni og sagði: „Þekkið þér Paul Trenley?" „Hann er vinur minn,“ sagði hún. „Góð- ur vinur minn. Þér hafið bréf, sem hann hefir skrifað og eru honum mjög dýrmæt. Hann skrifaði þau í fyrra, þegar hann var á ferðalagi í Evrópu. Viljið þér ekki láta mig hafa bréfin?“ Bella starði á stúlkuna, eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum, en Jane mætti ró- leg augnatilliti hennar. „Þér látið mig hafa bréfin, er það ekki ?“ sagði hún aftur. „Nei, það geri ég ekki,“ sagði Bella. „En hvað það er vesalmannlegt og líkt Paul Trenley að senda yður eftir þeim.“ Jane leit undrandi á hana. „Já, en þér skiljið þetta víst ekki,“ sagði hún. „Þessi bréf eru mjög verðmæt.“ „Það veit ég,“ sagði Bella. „Þess vegna geymi ég þau.“ Framkoma Jane breyttist skyndilega. Hún talaði nú við Bellu eins og kona, sem trúir annari konu fyrir leyndarmáli sínu. „Ég skal skýra þetta fyrir yður,“ sagði hún. „Paul Trenley er mjög umhugað að fá þessi bréf aftur, af því að hann ætlar að fara að gifta sig. Það er ýmislegt í þeim, sem hann hefði aldrei átt að skrifa . . .“ „Það hefi ég sjálf sagt honum í bréfi,“ sagði Bella. „Ég skrifaði honum, að þessi - bréf gætu orðið mér að gagni.“ „Ef bréf þessi komast í slæmar hendur, þá er úti um hann,“ sagði Jane. „Já,einmitt,“ sagði Bella. „En hvað eigið þér við með slæmar hendur ? Eru það mín- ar hendur — eða lögreglunnar — eða dóm- arans?“ „Ég verð að fá bréfin, ungfrú Cassidy. Þér hafið engin not fyrir þau, og þér viljið væntanlega ekki vera Þrándur í Götu ham- ingju hans?“ „Hvað kemur hamingja Pauls Trenley mér við?“ sagði Bella. „Ég hefði aldrei trúað, að nokkur kona gæti verið svona miskunnarlaus," sagði Jane. „Það er þá víst ýmislegt fleira, sem þér ekki trúið,“ sagði Bella — „ekki einu sinni því, að Paul Trenley sé sá versti þorpari, sem nokkru sinni hefir logið sig út úr klípu og látið aðra gjalda fyrir glæpi sína.“ „Það er ekki satt,“ sagði Jane. „Paul er ekki svona.“ Pramhald á bls. 13.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.