Vikan


Vikan - 06.03.1941, Qupperneq 6

Vikan - 06.03.1941, Qupperneq 6
6 VIKAN, nr. 10, 1941 til veggja, eins og í öllum kirkjum í Frakk- landi. Það er einn aflangur aðalsalur með nokkrum súlum og útskotum, sem mynda smá stúkur. Á þrjá veggi hverrar stúku eru rituð í marmara nafn einnar herdeild- ar (frá minnstu til stærstu einingar) og nöfn þeirra, sem féllu. Fyrir framan hverja stúku er lítið marmaraborð með þríörm- uðum kertastjaka. Þegar vinir eða ættingj- ar hinna föllnu koma í minnishöllina kaupa þeir við innganginn, eða hafa með sér, hvít, löng kerti og kveikja á þeim og setja í stjakan fyrir framan minnisstúku þeirrar deildar, sem ástvinur þeirra féll í. Það eru því svo að segja sífellt logandi Ijós í öllum stikunum. Inn úr sjálfri minnishöllinni gengur svo kirkja með dýrlingamyndum, ölturum og grátum. Áður en við fengum að stíga inn, var þess vandlega gætt að stúlkurnar hefðu annað hvort hatt á höfði eða klút yfir sér, hefðu þær hvorugt, urðu þær að kaupa sér höfuðklúta við inngang- inn, þar sem seldir voru ýmsir minjagripir, kort, útskornir munir með myndum frá Verdun o. fl. Ekki máttu konur heldur hafa bera handleggi. Við piltarnir urðum að bregða okkur í jakkana og hálsbindið varð að vera í réttum skorðum. Slíkar kröfur eru gerðar í öllum kaþólskum kirkj- um. Það voru fleiri hundruð manna, sem skoðuðu vígstöðvamar og minnishöllina þennan dag. I kirkjunni lá fólk á bæn svo tugum skipti. Annað hvort saman hniprað og grátandi eða með spenntar greipar og mændu bænaraugum til dýrðlingamynd- anna og Kristslíkneskjanna á stöllunum. Hér var miðaldra kona ásamt dóttur sinni, rúmlega tvítugri, ef til vill var hún hingað kominn til að minnast mannsins síns, sem hafði fallið hér við Verdun — ef til vill voru synir hennar nú eins og faðir þeirra fyrir rúmum 20 árum reiðubúnir til að fórna lífi sínu fyrir föðurlandið. Ef til vill voru tár hennar að þessu sinni engu síður felld vegna þeirra, sem hún ein hafði orðið að berjast fyrir og koma til manns, en vegna föðurins, sem hvíldi einhvers staðar ar í fjölda-gröfunum hérna við Verdun. Og ungu hjónin, sem þarna standa með tvær litlu dæturnar sínar, hvers biðja þau á þessari stundu ? Biðja þau fyrir sál hins liðna eða fyrir sinni eigin lífshamingju ? Hafa ekki flestir þeirra, sem hingað koma í dag og næstu daga, verið knúnir hingað til þess að biðja guð sinn um frið? Við förum aftur út í sólskinið. Enn er margt eftir að skoða. Að lokum staðnæmumst við við minnis- merki, sem reist hefir verið yfir þá, sem jörðin gleypti lifandi, þá, sem skotgraf- irnar lokuðust yfir eftir spengingu. Það voru margir, sem þannig létu líf sitt. Á þessa gröf hefir verið kastað gömlum sverðum, byssustingjum og handsprengj- um. Ryðgaðir korðarnir standa hálfir upp úr jörðinni og mynda krossa, og á þeim og byssustingjunum hanga hálsbönd' og brjóst-krossar, er konur hafa lagt á gröf- ina. Þessi gröf minnir á aðra hermenn, sem grafnir hafa verið lifandi. Það eru allar þær þúsundir manna, sem limlestust eða skemmdust svo í stríðinu, að þeir mega ekki láta sjá sig. Þeim hefir enginn minn- isvarði verið reistur sérstaklega, heldur stór hæli í afskekktum sveitum. Hin nýja styrjöld. Ég skal ekki gera neina tilraun til að lýsa verkan þessarar ferðar á okkur, hina ungu Norðurlandabúa. Þrátt fyrir allt sól- skinið í fyrra sumar, grúfði skuggi hins komandi stríðs yfir Evrópu. Og einmitt þessa dagana var Danzig-málið efst á baugi, þó stríðið skylli ekki á fyrr en rúm- um mánuði seinna. Menn voru við öllu búnir. Er við skoðuðum hina nýju Verdun, veittum við því athygli, að á veggi sumra húsanna höfðu verið máluð sérkennileg merki, og er við spurðum, var okkur sagt, að þangað ætti fólkið að forða sér, ef loft- árás yrði gerð á borgina. — Fyrir nokkr- um dögum höfðum við fengið heimsókn í klaustrið okkar í Pontingy. Það voru sendi- menn frönsku stjórnarinnar, sem voru að athuga, hve marga sjúklinga klaustrið gæti rúmað — það átti að verða sjúkrahús í komandi stríði, eins og því síðasta. Og er við reikuðum um grafreitinn og á milli minnismerkjanna, vissum við, og vitum það betur nú, að hér gat enn orðið blóð- völlur og baráttusvið nýrra miljóna, sem síðan fengju sín minnismerki og sína graf- reiti, er börn okkar gætu skoðað að 20 árum liðnum. Will Richardson í Keokuk, Iowa, hefir ekki sofið í rúmi í 25 ár. hann sefur alltaf standandi. — Hinn alkunni sjóræningi Hung svartskeggur vatt hárið og skeggið á sér í vöndla eins og reipi til þess að gera sig ægilegri í útliti. — Ef hvítur fílabeins- tappi var í hnúðnum neðst á stigahandriðinu i amerískum húsum hér áður fyrr, þá táknaði það, að húsið væri að fullu greitt og engin skuld hvíldi á því. Maggi: Hvað? Ætlarðu að fara með byssuna. Raggi: Við vorum bara að sýna þér hana. Imba: Sýna mér hana? Ég á byssuna. Imba: Auðvitað á ég byssuna. Foring- inn sagðist skyldi sýna mér það svart á hvítu, þótt hann færi burtu, að hann væri skotinn í mér. Byssan er svört og hvít og hún er skotvopn. Ekkert skiljið þið, strákar. Maggi og Raggi. S-ll Maggi: Við fundum þessa byssu, Imba, þar sem setuliðið hafði tjaldbúðirnar um daginn. Raggi: Okkur datt í hug að sýna þér hana, af því að foringinn var góður kunningi þinn. Imba: Eg bjóst við þessu! Þakka ykkur fyrir, alltaf eruð þið jafnhugul- samir. Þetta er forláta byssa! Maggi: Já, er það ekki! Raggi: Ég hugsa, að hún sé snilldar verkfæri.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.