Vikan - 06.03.1941, Page 7
7
VIKAN, nr 10, 1941
Hver sökkti skipinu?
5
Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS.
Eldrigde skipstjóri neitaði ekki. Atburðirnir
höfðu haft mikil áhrif á hann. Ég færði hann
í björgunarbeltið og festi því vandlega. Svo fór
hann til hinna yfirmannanna og skipshafnarinn-
ar, en sumir þeirra voru komnir upp á borðstokk-
inn, albúnir til að yfirgefa skipið.
Þegar ég ætlaði að taka upp hitt beltið kom
skyndilega mikill halli á skipið. Stjórnborðshlið-
in fór á kaf og sjórinn fossaði inn. Eg dró djúpt
andann til þess að vera við öllu búinn. Aldan tók
mig og bar mig upp að þili. Sjórinn lék um mig
allan, en ég gætti þess að draga andann, án þess
að súpa sjó. Svo barst ég undir sóltjaldið og lenti
þar í sjálfheldu. Ég var með fullri meðvitund og
mér var alveg Ijóst, hvernig komið var fyrir
mér. Skipið var að sökkva og þrýstingurinn hélt
mér föstum. Ég var eins og bundinn á höndum
og fótum og mundi verða það, unz skipið næði
botni.
Ég vissi, að ég gæti ekkert gert og þótt undar-
legt megi virðast, var ég ekki óttasleginn. Ég var
einungis sár yfir því að eiga að deyja á þennan
hátt á þessu augnabliki og geta engan þátt átt
í því, að koma því upp, hverjir voru valdir að
þessum hræðilega atburði.
Allt í einu losnaði ég úr sjálfheldunni. Skipið
var komið til botns og þrýstingurinn hélt mér
því ekki lengur. Mér fannst eins og lungu mín
væru að springa og höfuðið að klofna. Athafnir
minar voru algerlega ósjálfráðar. Það var niða-
dimmt í kringum mig. Ég hafði enga hugmynd
um, hvernig skipið lá og í hvaða átt ég ætti að
fara til þess að losna undan sóltjaldinu. Ósjálf-
rátt þreifaði ég mig áfram, hálfmeðvitunariaus,
unz ég náði brún tjaldsins og nú hófst baráttan
við að komast upp á yfirborðið.
Þetta voru voðaleg augnablik. Ég hélt niðri í
mér andanum, þangað til áreynslan var orðin
óskapleg og eins og hamarshögg dyndi á höfði
mér. Ég tók á öllum mínum lífs og sálar kröftum.
Að lokum var þanþol lungnanna þrotið. Höfuð-
ið tók að snúast eins og kringla og svo virtist
það bresta. Síðan man ég ekki meir.
Þegar ég komst til meðvitundar lá ég aftur á
bak á þilfari skips. Ég var umkringdur af fólki,
konum og karlmönnum, sem voru illa útleikin og
skelfing enn þá í augum þess. Maður með björg-
unarbelti kraup við hlið mér. Það var Eldridge
skipstjóri.
„Hvemig líður yður?“ spurði skipstjórinn.
„Hræðilega," svaraði ég. „Hverjir hafa bjarg-
að okkur ?“
„Skemmtiskipið Libertad. Það mun vera eign
Corretos. Það kom á vettvang tíu mínútum eftir
að Alderbaron sökk.“
Ég reyndi að rísa upp og horfa í kringum mig.
Ég gat hvergi komið auga á Mildred í þeim mann-
fjölda, sem var á þilfari Libertad.
„Hafið þér séð ungfrú Baird?“ spurði ég skip-
stjórann.
„Já, það var allt í lagi með hana. En þér
voruð mjög hætt kominn."
„Ég þykist vita, að það hafi ekki miklu mátt
muna. Ég er nú fyrst að ranka við mér núna.
Fór ég ekki niður með skipinu? Ég festist undir
sóltjaldinu. Ég skil ekki, hvemig ég komst upp
á yfirborðið, björgunarbeltislaus."
„Þér voruö meðvitundarlaus, er ég sá yður.
Yður skaut upp rétt hjá mér. Ég hélt yður ofan-
sjávar, þangað til okkur var bjargað."
Ég sagði ekkert dálitla stund — mér leið svo
illa, að ég gat það ekki. Ég var að reyna að
hugsa, leggja saman tvo og tvo, en var þó í
Það, sem skeð hefir í sögunni:
Ray Leslie liðsforingi er farþegi á skipinu
Alderbaron, en það er á leið frá Caimora
til Limon Bay. Hann fær bréf frá Pedro
Gonzales, dyraverði „Ameríska klúbbsins“ í
Caimora, um það, að skipið muni sökkva
áður en dagur renni. Ray leggur engan
trúnað á það. Hann verður mjög undrandi,
er hann hittir á skipinu Mildred Baird,
dóttur sendiherra Bandaríkjanna í Caim-
ora. Ray elskar hana, en þau hafa orðið
ósátt vegna þess, hve mikinn áhuga hún
virðist hafa fyrir Francisco Corretos, fjár-
málaráðherra, Andegoya. Hvers vegna var
Corretos með skipinu? Var það vegna
Mildred Baird? Ray vissi, að hann átti
daginn eftir áð vera á mikilvægum ráð-
herrafundi í Caimora. Einn skipverja hefir
verið myrtur og skömmu síðar tekur skipið
að sökkva. Óskapleg hræðsla grípur alla
farþegana. Ray ætlar að sjá Mildred far-
borða. Corretos eltir þau, en lendir saman
við Ray, sem slær Corretos niður. Ray læt-
ur Mildred kasta sér í sjóinn með björg-
unarbelti, því að hrapalleg mistök hafa orð-
ið með björgunarbátana.
vandræðum með útkomuna. Loks sneri ég mér að
Eldridge skipstjóra.
„Finnst yður það ekki undarleg tilviljun, skip-
stjóri, að skemmtiskip Corretos skyldi koma
svona skyndilega á vettvang ?“
Skipstjórinn yppti öxlum. „Þeir heyrðu neyð-
armerkið frá okkur.“
„En þeir hafa verið rétt á eftir okkur. Libertad
hlýtur að hafa farið frá Caimora skömmu eftir
að við fórum þaðan og haldið alveg sama striki
og Alderbaron. Þeir hafa auðvitaö ætlað til Colon.
En hvers vegna tók Corretos sér far með Alder-
baron, fyrst skipið hans var um sömu mundir á
leið til Colon ?“
Skipstjórinn yppti öxlum og sagði ekki neitt.
Auðvitað gat ég sjálfur haft svar við þessari
spurningu. Corretos gat hafa farið með Alder-
baron til þess að vera með Mildred Baird á leið-
inni! En ég var of mikill efunarmaður og of
þrár til þess að taka þá skýringu gilda. Ég vildi
komast til botns í málinu, og hélt því áfram
að spyrja skipstjórann:
„Hafiö þér nokkra hugmynd um, hvernig stóð
á því, að skipið sökk?“
„Botnhlerarnir voru opnir. Við vissum það ekki ‘
fyrr en svo seint, að ekki var hægt að loka
þeim.“
„Þetta skýrir, hvernig á því stóð, að tirnbur-
maðurinn var myrtur," sagði ég.
„Já, hann hafði lyklana að botnhlerunum.”
Svo sleit ég talinu við skipstjórann um þessa
leyndardómsfullu ráðgátu.
Libertad hélt sig enn á slysstaðnum nokkurn
tíma, þótt lengi hefðu hvorki lifandi menn né lík
fundist á floti. Skömmu eftir miðnætti hætti
skemmtiskipið leitinni og sneri við til Caimora.
Ég hugsaði mikið um þetta allt saman á leið-
inni í höfn. En það bar lítinn árangur eins og
tal mitt við skipstjórann.
Mér var sagt, að Corretos hefði verið bjargað
og ég gat ómögulega fengið þann mann burt
úr huga mínum.
Ég var fullkomlega sannfærður um það, að
Corretos hafði vitað um, að sökkva ætti Alder-
baron. En ef honum var kunnugt um þetta,
hvernig stóð þá á því, að hann tók sér far með
skipinu ? Það var næsta ótrúlegt, að nokkur mað-
ur með fullu viti léki sér að því að ferðast með
skipi, sem hann vissi að mundi farast og eink-
um þó, þegar um annað var að ræða. Og Corre-
tos var þannig gerður, að honum var illa trú-
andi til að leggja sig í þvílíka hættu. Lífið var
honum of mikils vert til þess.
Ég sá Mildred aðeins einu sinni á leiðinni til
Caimora, en ég fékk ekki tækifæri til að tala
við hana, því að hún var í óða önn að aðstoða
við hjúkrun kvennanna, sem verst urðu úti, þegar
slysið bar að höndum.
5. KAPlTULI.
Libertad náði höfn í dögun. Umboðsmenn White
Stack-línunnar voru á hafnarbakkanum og þá
kom fyrst í ljós, hve margir höfðu farizt. 48
manns höfðu drukknað, og meiri hluti þess voru
konur og böm, en skemmtiskipið hafði fundið
14 lík.
Mæddur á likama og sál og í illu skapi af að
horfa á forvitinn manngrúann, sem safnast hafði
saman á hafnarbakkanum, flýtti ég mér í land
og fór beint upp í „Ameríska klúbbinn." Ég bjóst
við að hitta þar Pedro Gonzales. En mér var
sagt, að hann hefði ekki komið til vinnu sinnar
þennan morgun. Ég hugsaði honum þegjandi þörf-
ina, þegar ég sæi hann.
Ég fór upp í gamla herbergið mitt, afklæddi
mig og lagðist í rúmið. Gamlar venjur eru rót-
grónar í manni, og þótt hugur minn væri í upp-
námi og áleitnar hugsanir sæktu mjög á mig,
sofnaði ég von bráðar.
Skömmu seinna vaknaði ég skyndilega við það,
að einhver var að læðast um í herberginu.
Gluggatjöldin voru niðri og algert myrkur inni,
en þótt ég sæi ekkert, var ég hárviss um það, að
einhver manneskja kom svo að segja hljóðlaust
i áttina til mín. Ég hélt niðri í mér andanum
og þorði ekki að hreyfa mig.
Augu mín voru farin að venjast myrkrinu, og
nú sá ég dökkum skugga bregða fyrir og glytta
í hnífsblað nokkrum fetum frá mér. Ég vissi,
að ég hafði ekki nema nokkur augnablik til
undankomu.
Ég dró djúpt andann og stökk í einu vetfangi
fram úr, svo að rúmið vará milli mín og aðkomu-
mannsins.
Það var bölvað á spænsku og gluggatjaldinu
skellt frá á svipstundu, svo að bjart varð í her-
berginu. Þetta skeði i skjótri svipan. Ég fekk
ofbirtu í augun af sólinni og áður en ég hafði
áttað mig var tilræðismaðurinn sloppinn út um
opinn gluggann.
Ég þaut út að glugganum og sá einhverja
mannveru skríða á fjórum fótum niðri á jörðinni.
Fyrst hélt ég, að hann hefði fótbrotnað. En svo
stóð hann á fætur og þaut fyrir húshomið, án
þess að líta upp.
Ég settist á rúmstokkinn og þurrkaði með
skjálfandi höndum svitann af andlitinu á mér og
sagði upphátt við sjálfan mig:
„Úff! Þar skall hurð nærri hælum. Ef ég hefði
vaknað einni mínútu síðar, þá hefði verið úti um
mig. En hvers vegna ætlaði þessi náungi að ráða
niðurlögum mínum? Var um rán að ræða? Það
gat ekki verið. Ég átti ekki neitt, sem nokkur
maður gat haft ágirnd á.
Ég var sannfærður um, að hér gæti ekki verið
nema um eitt að ræða. Einhver hlaut að álita
að ég vissi of mikið um orsök Alderbaron-slyss-
ins, og vildi þess vegna ryðja mér úr vegi.
Mér var í rauninni ekkert vel við að komast
að þessari niðurstöðu. En hvað vissi ég?
Ég hugsaði: 1 framtíðinni verð ég að gæta þess
vel, að loka dyrum mínum. Einhver virðist halda,
, að ég sé slungnari njósnari en ég er. Ég hefði
líklega átt að vera hreykinn af því! En ég var
það ekki. Ég var þreyttur. 1 þrjá daga þurfti ég
að bíða eftir næsta skipi. Ég mundi að líkindum
geta gætt sjálfs mín þennan tíma. En feginn
yrði ég að komast til Panama — langt frá þessu
öllu.
* En nokkrar vikur áttu samt að líða áður en
Jmér auðnaðist að komast til Panama.