Vikan - 06.03.1941, Blaðsíða 14
14
VIKAN, nr. 10, 1941
,,Já, vina mín. Það ert þú. Viltu giftast
mér ?“
„Eftir allt, sem komið hefir fyrir?“
Hann hló. ,,Já, hvers vegna ekki?“
,,Þú verður að kvænast Maureen," sagði
hún. „Það er skylda þín. Þú hefir beðið
hennar. Og þú hefir sagt, að ef þú gætir
fengið þessi bréf aftur, þá mundir þú
kvænast henni strax.“
„Já, víst hefi ég sagt það. En ég hefi
skipt um skoðun, Jane. Ég ætla að kvæn-
ast þér. Þér þýðir ekki að segja, að þú
elskir mig ekki, því að þú elskar mig. Það
sé ég í augum þínum, Jane. Þú getur ekki
leynt því.“
En hvað skeði næst? Jane þreif bréfin,
stóð skyndilega upp og færði sig nokkuð
frá borðinu og sagði: „Ég mundi aldrei
giftast þér, Paul, jafnvel ekki, þótt um
engan annan mann í heiminum væri að
ræða.“
„Vertu nú ekki að þessari vitleysu, Jane.
Láttu mig hafa bréfin aftur. Svo getum
við talað nánar saman um þetta.“
„Nei,“ sagði hún.
Hann reis hægt á fætur og ógnandi.
„Láttu mig fá bréfin, Jane.“
Hvað haldið þið, að Jane hafi gert? Hún
fékk mér bréfin og sagði ákveðln:
„Þér sleppið þeim ekki við hanr;, Mea-
sure skipstjóri!“
„Nei,“ sagði ég. „Það skuluð þcr vera
vissar um, að ég geri ekki.“
Paul Trenley, sem Jane var ástfangin af,
en vildi þó ekki giftast, var herðabreiður
náungi og hafði bersýnilega mikla trú á
sjálfum sér. Það var auðséð, að hann var
ekkert hræddur við mig.
„Við skulum nú sjá til,“ sagði hann.
„Látið þér mig hafa bréfin, skipstjóri. Það
er hollast fyrir yður.“
„Svona ... svona!“ sagði ég. „Þér eruð
ekki búnir að fá mig til að hlýða skipun-
um yðar.“
Hann hlýtur að hafa verið lærður hnefa-
leikamaður, en ég kunni líka að slást. Hann
hitti mig tvisvar. Ég hitti hann einu sinni
og það var nægilegt.
„Við skulum koma, Measure skipstjóri,“
sagði Jane, en Paul lá á gólfinu, þuklaði
á hökunni og var ringlaður.
. Þegar við komum út á götuna, sagði ég:
„Nú fylgi ég yður heim, ungfrú Minnis.“
Hún hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hún.
„Ég get ekki farið heim strax. Hún var
mjög þreytuleg og óhamingjusöm að sjá.
Ég skildi hana mætavel. Hún hafði nú séð,
hvers konar maður Paul Trenley í raun og
veru var.
„Þér ættuð að láta yður standa á sama
um hann,“ sagði ég.
„Maureen er systir mín,“ sagði hún. „Ég
get ekki sagt henni, hvernig maður hann
er. Ég get það alls ekki, en ef ég geri það
ekki, þá ...“
„Þá haldið þér að hann kvænist henni?“
„Já, ef bréfin stæðu ekki í vegi fyrir
því.“
„Því skyldu bréfin hindra það? Þér haf-
ið þau. Hann ætti að geta verið öruggur,
hvað þau snertir."
„Hann er hræddur við föður minn,“
sagði hún. „Faðir minn er dómari og mjög
strangur. Ef hann kemst á snoðir um þetta,
verður hann ákaflega reiður.“
„Þér eigið við það, að ef þér látið föður
yðar fá þessi bréf, þá muni hann spyrja
yður, hvar þér hafið fengið þau . . .“
„Og þá neyðist ég til að segja honum
það eða ljúga að öðrum kosti. Og það er
ekki hægt að skrökva að föður mínum. Það
er ekki nema um eitt að ræða. Bella Cas-
sidy verður að fá bréfin aftur. Measure
skipstjóri — viljið þér láta hana fá bréfin
og skila kveðju til hennar frá mér og því
með, að það hafi allt verið satt, sem hún
sagði um Paul Trenley. En hann er reynd-
ar ennþá verri en hún sagði.“
Ég horfði á hana. „Þorið þér að trúa
mér fyrir þessum bréfum?“
„Já, því ekki það?“ spurði Jane og leit
undrandi á mig. „Nú fer ég heim með
strætisvagninum. Verið þér sælir, Measure
skipstjóri og þakka yður hjartanlega fyr-
ir.“ Og áður en ég gat nokkru orði upp
komið, var hún þotin af stað og upp í
strætisvagn.
Fyrir mig var ekki annað að gera en
fara til Bellu Cassidy og afhenda henni
bréfin.
Bella sat í skrifstofunni sinni og var að
skrifa bréf.
„Var ég ekki búin að segja yður, að ég
kærði mig ekki um, að sjá yður hér aft-
ur?“ sagði hún, þegar hún sá mig.
Ég fleygði bréfabögglinum á borðið.
„Frá ungfrú Jane Minnis,“ sagði ég, „með
kærri kveðju!“
„Nú,“ sagði Bella. „Ég þykist vita . . .“,
en ég sá, að hún vissi ekki neitt!
Ég sagði henni allt af létta og skilaboð-
in frá Jane. Bella stóð á fætur og setti
Sir Arthur S. Barratt, flugmarskálkur, sem
var yfirmaður brezka flugflotans í Frakk-
landi, þangað til það gafst upp, hefir verið
gerður að yfirmanni yfir hinum sameinaða
brezka flugflota, en sú breyting var nýlega
gerð á stjóm flugflotans, að allar deildir hans
voru settar undir eina stjóm.
bréfin aftur á sinn stað. Svo sneri hún sér
að mér og sagði:
„Þessi bréf voru ekki skrifuð til mín.“
„Hvað?“ spurði ég.
„Nei. Það skrítna við þetta allt saman
er það, að bæði ég og ungfrú Minnis vor-
um hér að verki vegna systra okkar. Hún
vildi fá þau vegna systur sinnar, en ég
vildi ekki sleppa þeim vegna systur minn-
ar. Hann skrifaði þau til yngstu systur
minnar, sem heitir Ada. Hann var þá í
Evrópu. Hann sveik hana og hló svo að
öllu saman. Paul Trenley er viðbjóðslegur
þorpari. Honum fannst Ada ekki nógu góð
handa sér. Ég sór það, að ef ég gæti skyldi
ég bjarga öðrum stúlkum frá að lenda í
klónum á honum. Þess vegna geymdi ég
bréfin.“
„En hvernig gátu bréfin komið þessu
til leiðar?“
„Ég þykist vita, að þér hafið ekki lesið
bréfin, Measure skipstjóri. Paul Trenley
hafði verið svo gálaus, að segja systur
minni frá ýmsu í bréfunum, sem hann að-
hafðist, og margt af því var þannig, að
það mátti ekki sjá dagsins ljós. Ef Minnis
dómari læsi bréfin, mundi hann áreiðan-
lega koma í veg fyrir, að þessi þorpari væri
með dætrum sínum. Mér þykir vænt um,
að Ada systir mín er búin áð jafna sig
eftir þessa ástaróra. Hún er nú gift góð-
um og heiðarlegum manni.
„Jæja — ég óska yður til hamingju með
það,“ sagði ég. „Nú þarf ég að fara að
drattast af stað. Get ég gert nokkuð fyrir
yður, ungfrú Cassidy?“
,,Nei,“ sagði hún. „Ekki held ég það.“
„Ekki skuluð þér vera of vissar um það,“
sagði ég. „Ég gæti til dæmis sagt yður
það, að ég hitti Trush Ancott í Melbourne
fyrir hálfum mánuði.“
„Hvað segið þér?“ spurði hún agndofa.
„Hafið þér séð Trush?“
„Já. Við erum góðir kunningjar og höf-
um þekkzt í meira en tvö ár. Hann óskar
einskis heitar en koma aftur til San Franc-
isco. Hann þorir það ekki, af því að hann
heldur, að hann hafi eyðilagt tækifæri yðar,
hvað Rivers-Chailey snertir, og að þér sjá-
ið mikið eftir honum og kenni sér um.“
Bella Cassidy horfði á mig, eins og hún
tryði ekki sínum eigin eyrum.
„Er þetta . . . þetta satt? skipstjóri."
„Já, auðvitað! Hann fór með mér, þegar
hann yfirgaf San Francisco fyrir tveim ár-
um. Hann hefir sagt mér allt um yður. En
það var ekki fyrr en í kvöld að ég komst
til botns í öllu saman og þá datt mér í
hug, að yður mundi ef til vill þykja vænt
um, að hann kæmi heim aftur.“
„Ég mundi verða hamingjusamasta kon-
an í heiminum," sagði Bella og þurrkaði
tárin úr augunum. „Ég ætla að skrifa hon-
um strax í kvöld.“
Og þótt undarlegt sé er hún enn ham-
ingjusöm — og Trush Aneott líka! Þau
voru það að minnsta kosti fyrir mánuði,
þá sá ég þau síðast. Og mér þykir gaman
að hugsa til þess, að það er að nokkru
leyti mér að þakka.