Vikan - 13.03.1941, Síða 7
VIKAN, nr. 11, 1941
7
Hver sökkti skipinu?
6
Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS.
Um kvöldið hringdi Baird ofursti og bað mig
um að koma strax og tala við sig. Ég flýtti mér
af stað til seridisveitarinnar og var vísað inn í
einkaskrifstofu sendiherrans.
Baird sat við skrifborð sitt. Hann leit ekki strax
upp. Hann var um sextugt, frekar litill maður
vexti og nokkuð feitlaginn og vingjamlegur í
allri framkomu. Hann sneri sér að mér og horfði
á mig yfir gleraugun.
,,Já, það emð þér, Leslie.“ Hann stóð upp og
þrýsti hönd mína. ,,Ég hefi fengið fyrirskipanir
til yðar. Þær komu í gegnum loftskeytastöðina.
Ég var að enda við að afskrifa skeytið."
Hann var með blað á skrifborðinu fyrir framan
sig, tók það og handlék það nokkra stund og
fekk mér það síðan. Fyrirskipunin til mín var
svohljóðandi:
„Xundurspillirinn Whipple kemur til Cai-
mora í fyrramálið stop reynið að finna hvar
Alderbaron liggur og sjáið um björgun ef
möguleg stop það er ákaflega þýðingarmikið
fyrir ríkisstjómina að gullið náist.“
Gull! Undrun mín hlýtur að hafa sést mjög
greinilega, því að Baird sagði brosandi:
„Auðvitað kemur gullið yður alveg á óvart!
Mjög fáum var það kunnugt, að þegar Alderbaron
fór frá Caimora hafði skipið meðferðis fjórar
milljónir dollara gulls!“
Ég stóð á öndinni af undrun. „Fjórar milljónir!
Mér hefði ekki einu sinni komið til hugar, að
svo mikið af gulli væri til á þessum slóðum.“
„Gullið átti að greiða ríkissjóði Bandaríkj-
anna,“ sagði sendiherrann og var mjög fastmælt-
ur. „Það var lokagreiðsla á láni til Andegoya er
tekið var í stjórnartíð Tafts forseta. Þess vegna
er ríkisstjórn vorri það áhugamál, að gullið náist.
Og yður hefir verið falið að sjá um björgunina,
ef nokkur leið þykir, að takast megi að ná
gullinu.“
Ég flautaði lágt, kveikti mér í sígarettu og
gekk út að glugganum. 1 lítilli tjörn fyrir utan
stóðu fjórir flammingóar, háir og tígulegir og al-
gerlega hreyfingarlausir. Ég horfði á þá stundar-
kom og sneri mér svo aftur að Baird ofursta.
„Ég býst við, að þér vitið, herra ofursti, að
Alderbaron var sökkt?“
„Mér hefir skilizt áð það væri almennt álitið."
„Hvers vegna?" spurði ég. „Hafið þér reynt að
komast að því, hvers vegna því var sökkt?“
Ofurstinn yppti öxlum. „Það hefir hlotið að
fréttast um þennan gullfarm, þó að það hafi
átt að vera algert leyndarmál. Ég geri ráð fyrir,
að samsæri hafi verið gert til að sökkva skipinu
og senda svo siðar niður kafara til að stela gull-
stöngunum. Þess vegna er fallbyssubátur frá
Andegoya látinn gæta staðarins. Báturinn er líka
að reyna að finna skipið með það fyrir augum
að reyna að ná gullforðanum.“
Ég hristi einbeittur höfuðið. „Það er góð hug-
mynd, herra ofursti, en það er hætt við, að hún
verði erfið í framkvæmd."
Hann deplaði augunum á bak við þykk gler-
augun. „Hvers vegna, Leslie?"
„Hafið þér nokkra hugmynd um, hvað djúpt
Caribbíuhafið er?“ spurði ég.
„Nei.“
„Það er að vísu nokkuð langt síðan ég hefi
litið á kortið, en ég man þó, að það er all-
djúpt. Sennilega nokkur hundruð faðma. Vitið
þér, hvað kafarar geta unnið á miklu dýpi?"
„Nei, ég veit það ekki.“
Það, sem skeð hefir í sögunni:
Ray Leslie liðsforingi er farþegi á skipinu
Alderbaron, en það er á leið frá Caimora
til Limon Bay. Hann fær bréf frá Pedro
Gonzales, dyraverði „Ameríska klúbbsins" í
Caimora, um það, að skipið muni sökkva
áður en dagur renni. Ray leggur engan
trúnað á það. Hann verður mjög undrandi,
er hann hittir á skipinu Mildred Baird,
dóttur sendiherra BandaríkjEinna í Caim-
ora. Ray elskar hana, en þau hafa orðið
ósátt vegna þess, hve mikinn áhuga hún
virðist hafa fyrir Francisco Corretos, fjár-
málaráðherra Andegoya. Hvers vegna var
Corretos með skipinu? Var það vegna
Mildred Baird? Ray vissi, að hann átti
daginn eftir að vera á mikilvægum ráð-
herrafundi i Caimora. Einn skipverja hefir
verið myrtur og skömmu síðar tekur skipið
að sökkva. Óskapleg hræðsla grípur alla
farþegana. Ray ætlar að sjá Mildred far-
borða. Corretos eltir þau, en lendir saman
við Ray, sem slær Corretos niður. Ray læt-
ur Mildred kasta sér í sjóinn með björg-
unarbelti, því að hrapalleg mistök hafa orð-
ið með björgunarbátana. Lystisnekkja
Corretos bjargar þeim og fer með þau til
Caimora.
„Ekki meira en fjörutíu faðma dýpi. Ég hefi
sjálfur fengist töluvert við að kafa, og eg veit
af eigin reynslu, að það er ekkert hægt að
vinna að gagni á meira en fjörutiu faðma dýpi.“
„Auðvitað er möguleiki fyrir því, að Alder-
baron hafi sokkið á grynningum. En maðurinn,
sem drap smiðinn, og opnaði botnhlerana, gat
ómögulega vitað nákvæmlega um legu skipsins,
né heldur, hve langt það rynni áður en það
sykki. Auk þess gat hann ekki vitað fyrirfram,
hvenær hann mundi geta komizt niður að botn-
hlerunum."
Baird ofursti kinkaði hugsandi kolli. „Þér álítið
þá, að ómögulegt hafi verið að sökkva skipinu
á fyrirfram ákveðnum stað, til dæmis einhverj-
um grynningum?"
„Nei. Sennilegast er, að það liggi á fimm til
sex hundruð faðma dýpi, og að gullforðinn náist
aldrei upp.“
„Hum. Hvaða skoðun hafið þér þá myndað
yður um þetta?“
Ég glotti. „Enga, herra ofursti, ekki nokkra
skoðun. Svo mikið get ég þó sagt yður, að ég
vissi að skipið mundi sökkva."
„Þér vissuð, að skipið mundi sökkva?" sagði
Baird undrandi.
Þá sagði ég honum frá aðvörun Pedro Gon-
zales.
„Og hvað segir þessi Pedro Gonzales nú,“
spurði hann.
„Hann hefir ekki mætt til vinnu í klúbbnum í
tvo daga, og ég hefi ekki getað haft upp á hon-
um.“
„Hum. Þetta er óneitanlega skrítið."
„Svo er enn eitt, herra ofursti," flýtti ég mér
að bæta við. „Lystisnekkja Francisco Corretos var
aðeins fáar mílur á eftir Alderbaron, þegar það
sökk, en sjálfur var hann um borð í Alderbaron."
Baird horfði hvasst á mig. „Eru þér að gefa í
skyn, að Corretos hafi einhvem þátt átt í sam-
særinu?"
,,Já, herra ofursti," sagði ég einbeittur.
„En góði maður! Ef hann hefði vitað, að skipið
mundi sökkva, haldið þér að hann hefði þá tekið
sér far með því?“
„Það gæti virzt dálítið undarlegt, það skal
ég játa, en þó ekki undarlegra en það, að lysti-
snekkjan hans skyldi vera rétt á eftir. Og þegar
á allt er litið, var þetta ekki svo mikil hætta
í svona góðu veðri og með björgunarbelti. Og
það get ég borið um, að Corretos var fyrstur allra
um borð í skipinu til að festa á sig björgunar-
beltið."
„Já, en góði maður! Francisco Corretos! Gerið
þér yður ljóst i hvaða stöðu hann er? Hvers
vegna ætti maður eins og hann að leggja sig
niður við að taka þátt í svo ragmennskulegu
samsæri sem þessu?"
„Ég get ekki svarað þessari spurningu, herra
ofursti," viðurkenndi ég
„En hugsið málið, Leslie! Þessi gullforði hlýtur
að hafa verið orsök þess, að skipinu var sökkt.
Francisco Corretos er rikasti maður landsins.
Eigur hans skipta milljónum. Hann á allt það,
sem peningar geta veitt. Hvers vegna skyldi mað-
ur, sem er eins háttsettur og ríkur og hann leggja
sig niður við slíkt fyrir fjórar milljónir. Hvers
vegna ætti hann að hætta stöðu sinni og jafnvel
lífi með þvi að taka þátt í svona samvizkulausu
athæfi ?“
Ég kveikti mér í annari sígarettu og hristi
höfuðið. „Ég get ekki svarað þessum spurning-
um, herra ofursti."
Whipple lagðist við festar í höfninni í dögun
daginn eftir. Ég var að bíða eftir skjöktbátn-
um, þegar hann lagðist upp að, og ég fór strax
um borð. Það vildi svo vel til, að skipherrann
var Dick Hoffman, gamall vinur minn. Dick er
hár vexti og renglulegur, en rólegur og raungóð-
ur á hverju sem gengur.
„Jæja, hvemig hefir sendiboði flotans það?“
sagði Hoffman glottandi.
„Sleppum þvi,“ sagði ég.
„Og hvernig er það með þennan gullforða. Hvað
er um að vera i þessu kátbroslega lýðveldi?"
„Það er nú sitt af hverju. Komdu niður, ég skal
segja þér það allt saman. Og á meðan við erum
að tala saman, geturðu látið létta og siglt af
stað.“
„Heyrðu, góði, hverjum ert þú að gefa fyrir-
skipanir?" sagði Dick hlæjandi.
„Þér, bjáninn þinn! Af stað með þig.“
1 þá þrjá tima, sem ferðin á slysstaðinn tók,
sátum við Dick niðri í káetu. Við höfðum visky-
flösku fyrir framan okkur — sem er stranglega
bannað — og ég sagði honum allt, sem ég vissi,
og hvaða skoðanir ég hafði myndað mér um
það.
„Þannig er málum komið núna,“ sagði ég að
lokum. „Alderbaron var sökkt, þó að það sé
hins vegar eins víst og tveir og tveir eru fjórir,
að því var ekki sökkt í þeim tilgangi að stela
gullinu, því að það hefði verið hreinasta tilviljun,
ef það hefði sokkið á grunnu vatni. Mitt álit
er, að þessi Corretos sé við málið riðinn, þó að
mér sé hins vegar algerlega hulið, hver tilgang-
ur hans hafi getað verið."
„Þetta er leiðinda mál,“ sagði Dick.
6. KAPÍTULI.
„Og þitt starf er að bjarga gullinu, býst ég
við," sagði Hoffman.
„Nei, ekki samkvæmt þeim skipunum, sem ég
hefi fengið. Stjómin hefir auðvitað áhuga á því,
að gullið náist, því að það átti að leggjast í
ríkissjóðinn. En Andegoya ber ábyrgð á því, og
ef skipið finnst, verður björgunarstarfið alger-
lega í þeirra höndum. Við eigum aðeins að vera
þeim til leiðbeiningar og aðstoðar."
„Og við hvað er átt með því?“ spurði Hoffman.
„Það veizt þú en ekki ég.“
Dick hellti i glasið hjá sér. „Mér lízt ekki á
þetta. Það er eitthvað loðið við það. En maður
verður að reyna að fá einhvem botn i það.“'
„Blessaður, láttu það eiga sig. Ég er búinn
að velta þessu svo fyrir mér, að ég er orðinn al-
gerlega ringlaður. Gefðu mér meira visky.“