Vikan - 24.04.1941, Blaðsíða 4
4
VIKAN, nr. 17, 1941
Saklaust
r
sta er tæplega fertug. Hún er lát-
laus kona í öllu dagfari og lætur
lítið yfir sér og á fáar kunningja-
konur og enga nána vinkonu. Hún hefir
allt sitt líf verið dul og hlédræg og er ró-
lynd að eðlisfari og skiptir í rauninni aldrei
skapi. Hún er mjög hneigð til sauma og
listfeng í þeim sökum og situr við hann-
yrðir öllum stundum, þegar hún þarf ekki
að vera við heimilisstörf,
Ásta giftist á tvítugsaldri. Hún var
fædd og uppalin í Jökulfjörðum vestra og
kynntist mannsefni sínu á ísafirði, er hún
dvaldi þar eipn vetur, þegar hún var átján
ára. Hann var þá formaður á litlum mótor-
bát, en er nú stýrimaður á allstóru eim-
skipi, sem er í millilandasiglingum. Hún
hefir aldrei fellt ást til neins annars manns
og aldrei með öðrum verið og þeim hjón-
unum hefir alla tíð fallið vel. Hinar löngu
f jarvistir hans eru eini skugginn á sambúð
þeirra. Þau eiga tvö börn, pilt og stúlku.
Drengurinn er átján ára, telpan sextán.
Meðan börnin voru ung, leiddist henni
sjaldan, þó að maðurinn væri mestan hluta
ársins að heiman. Þegar hann fékk frí,
fóru þau oftast vestur á land og það voru
hennar sólskinsdagar, hvernig sem viðr-
aði. Eftir að börnin tóku að stálpast og
eignast vini og kunningja og vera úti með
þeim, þá leiddist henni oftar og meira en
áður, jafnvel þótt hún sæti við sauma og
stundum greip hana óyndi og einhver órói.
Ásta hugsaði mjög vel um heimili sitt
og gerði sér far um að vanda á allan hátt
uppeldi barna sinna. Sonur hennar var í
Menntaskólanum, hafði sérstakt herbergi
heima, var mjög bókhneigður og fékk hjá
henni tiltölulega mikið af peningum til
þess að kaupa fyrir bækur, enda átti hann
gott bókasafn. Hann var dagfarsgóður,
hlýðinn og nærgætinn við móður sína.
Ástu hafði aldréi langað að skemmta
sér eða leita dægrastyttingar utan heimil-
isins með öðrum en manninum sínum. En
þrjú undanfarin ár hafði dálítið sérstakt
komið fyrir einu sinni á ári. I fyrsta skipti
var það alger tilviljun. Hún ætlaði að heim-
sækja gamla konu, sem hún þekkti að
vestan, en bjó nú við þröng kjör í Reykja-
vík og Ásta hafði hugsað sér að færa henni
nokkrar krónur. Hún gerði það oft kvöldið
eftir að maður hennar fór á sjóinn.
Það var laugardagskvöld og klukkan
að ganga níu og hún sagði börnunum,
að hún myndi ef til vill sitja svolitla stund
hjá henni Jakobínu gömlu og þau höfðu
bæði sagt, að hún skyldi ekki neitt flýta
sér heifn þeirra vegna. Þau voru alltaf góð
við hana, blessaðir krakkarnir.
Ásta nam augnablik staðar fyrir framan
glugga bókaverzlunar í Austurstræti. Hún
gerði það oftast, þegar hún fór niður í
bæinn, til þess að geta talað um bækurn-
ar við son sinn, er heim kom og stundum
œfintýri.
SMÁSAGA
EFTIR JÖN H. GUÐMUNDSSON.
fékk hún honum þá strax peninga til að
kaupa bók, sem henni hafði litizt vel á.
Nú stóð hún þarna við gluggann.
„Sæl vertu,“ var sagt fyrir aftan hana
og hún kannaðist vel við málróminn, en
hafði aldrei áður heyrt hann í Reykjavík.
Henni hlýnaði um hjartaræturnar og hún
leit við og brosti. Það var eins og góður
ilmur úr grasi að heyra þessa rödd úr
heimahögunum. Þetta var sveitungi henn-
ar og jafnaldri, nú búsettur útgerðarmað-
ur á ísafirði. Hann var viðfeldinn maður
og þau höfðu kunnað vel hvort við annað
í gamla daga, en ekki verið nánir kunn-
ingjar.
En nú glöddust þau bæði yfir því að
hittast. Hann spurði, hvert hún væri að
fara. Er hún hafði sagt honum það, bauðst
hann til að fylgja henni þangað. Þau höfðu
um margt að tala. Hann beið meðan hún
skrapp inn til gömlu konunnar og síðan
gengu þau kringum tjörnina og röbbuðu
saman.
Er þau höfðu gengið nokkurn tíma og
virtust hafa óþrjótandi umræðuefni, stakk
hann upp á því, að hún kæmi snöggvast
með honum á hótelið, þar sem hann bjó,
svo að þau gætu fengið sér hressingu. Hún
nam staðar á götunni og hugsaði um þetta
boð hans.
„Þér er það alveg óhætt. Ég geri þér
ekkert mein,“ sagði hann og brosti.
„Lofarðu því?“ sagði hún og brosti á
móti.
„Já — og efni það!“
Svo fóru þau upp í herbergið hans og
sátu og drukku létt vín til klukkan ellefu.
Þá stóðu þau á fætur, tókust í hendur og
þökkuðu hvort öðru hjartanlega fyrir
skemmtunina og síðan fylgdi hann henni
langleiðina heim.
Þetta var í fyrsta skipti, sem þau hitt-
ust í Reykjavík. Hún sagði engum frá
þessu, þótt hún vissi, að hún þyrfti ekki
að leyna því, að hún hafði eytt kvöldinu
á þennan hátt með gömlum sveitunga.
Næsta ár, þegar hann kom í bæinn,
hringdi hann til hennar og þau voru sam-
an eitt kvöld á hótelherbergi hans og
skildu klukkan rúmlega tólf — og allt fór
jafn saklaust fram og áður.
Nú var það í þriðja sinn, sem þau hitt-
ust. Þau höfðu setið í rúman klukkutíma
og talað saman og dreypt á víninu, þegar
síminn hringdi. Hann tók tólið, sagðist
muna eftir þessu, en ekki vita, hvort hann
gæti komið. Hann varð hálf-vandræðaleg-
ur og tók að skýra henni frá, hvað mað-
urinn í símanum hefði viljað. Það væri
ungur sonur stórkaupmanns, er hann
skipti við. Þeir væru góðir kunningjar.
Hann hafði komið vestur og dvalið hjá
sér þrjá daga. Nú vildi pilturinn endilega,
að þeir skemmtu sér saman í kvöld.
Ásta stóð upp og vildi endilega, að hann
færi til piltsins. En sveitungi hennar bað
hana blessaða að sitjast aftur. Hann færi
ekki fet nema hún kæmi líka. Hún hló og
sagði, að það gerði hún ekki.
Þau sátu enn um stund og töluðu um
sitt sameiginlega hugðarmál, sveitina
heima.
En svo vék maðurinn aftur að piltinum,
sem hringdi. Hann var hrifinn af þeim ná-
unga. Hann var efni í duglegan kaupsýslu-
mann. Og ráðagóður var hann. Heima hjá
foreldrum sínum hafði hann ágætt her-
bergi, en leigði annars staðar með öðrum
pilti, sem líkt var ástatt um, herbergi, sem
. þeir einungis notuðu til þess að skemmta
sér í, án þess að nokkur vissi það heima
hjá þeim og þangað hafði hann boðið hon-
um í kvöld.
Ástu þótti þetta smellið uppátæki í
strákunum og það varð úr, er þau höfðu
en drukkið drykklanga stund og rætt mál-
ið, að hún lét það eftir, að koma með hon-
um til strákanna. Henni var óhætt að vera
lengur en vant var núna, af því að bæði
börnin hennar höfðu ætlað á dansleik.
Þau fóru í bíl. Herbergi piltanna var í
stórri byggingu, þar sem voru eintómar
skrifstofur. Á leiðinni þangað sagði hann
henni og bað hana fyrirgefningar á því,
að þeir vissu, að hann kæmi með gest —
sem ekki mætti minnast á við nokkurn
mann, að hefði verið í fylgd hans. Hún
fyrirgaf honum þetta brall á bak við
tjöldin. Þetta var saklaust æfintýri allt frá
upphafi og átti að vera það til enda. Og
þau hlógu bæði.
Hann barði að dyrum og þau gengu inn
í herbergið. Þar var rautt ljós, sem bar
daufa birtu, í einu horninu. Inni voru tveir
piltar og tvær stúlkur og þau stóðu öll
upp, þegar hann var að loka hurðinni. Ásta
hafði gengið á undan honum og var byrj-
'uð að taka af sér hanzkann til þess að
heilsa — en svo stóð hún eins og stein-
gerfingur og það varð þvinguð þögn
nokkur augnablik, þangað til eitt orð
brauzt fram af vörum annars piltsins:
„Mamma!“
I Vltið pér pað?
: 1. Hvenær réðust Þjóðverjar inn í Noreg :
i og Danmörku ?
i 2. Hvað heita hin tvö þróunarstig skor- I
dýra, áður en þau verða fullvaxin ? i
: 3. Hvað heitir næststærsta borgin i Pól- |
landi ? =
i 4. Hvaða þjóð var það, sem dýrkaði Seif :
Í sem sinn æðsta guð ? =
: 5. Hve hratt getur skautahlaupari farið ? i
1 6. Hver er 4. landskjörinn þingmaður?
: 7. Hvað þýðir orðið ,,amen“ ?
: 8. Hvaða litir eru í þýzka fánanum ?
i 9. Hvað þarf vindhraðinn að vera mikill, :
til þess að fárviðri sé ?
= 10. Hvar er Locarno? :
Sjá svör á bls. 15. 1 =