Vikan


Vikan - 24.04.1941, Síða 5

Vikan - 24.04.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 17, 1941 5 Peder Titlestad, kaupmaður af norskum ættum, sem býr í Qudenihéraðinu í Suður-Afríku er vinur Zulunegranna og hefir læknað þá af alls konar sjúkdómum með dáleiðslu. Yfirvöldunum er ekki um þessa starfsemi hans, en negrarnir trúa frekar á hann en sína eigin galdralækna. Sjá forsíðu. og hann var berfættur og um mittið hafði hann skinnbelti, eins og flestir Zulunegrar. Hárið var hrokkið og silfurgrátt. Ég vildi ekki ónáða hann, en þegar eld- ingu brá fyrir að nýju, kom hann auga á mig. Ég gaf mig á tal við hann, og kom Dávaldurinn. r Aferðum mínum um -Zululand hafði ég heyrt getið um einhvern dular- fullan mann — dávald — sem gat látið heilan hóp af svertingjum falla í svefn. Sá fyrsti, sem hafði sagt mér frá þessu, var læknir í bænum Nkandhla, K. J. Titlestad að nafni. En þegar ég lét í Ijósi vantrú mína á frásögn hans, þagnaði hann skyndilega, og mér var ekki nokkur leið að fá eitt orð meira út úr honum um þennan merkilega mann. Þessi undarlega framkoma læknisins vakti forvitni mína og alls staðar á ferðum mínum hélt ég uppi fyrirspurnum um þennan dávald, en varð litlu vísari. Þangað til tilviljunin kom mér til hjálpar. Ég var á ferðinni í bílnum mínum í Qudenifjöllum. Eftir hádegið kom ég að fjallaskarði. Alls staðar í hlíðunum fyrir neðan voru negrakofarnir eins og risa- vaxnar býkúpur. Dimman skýjabakka var að draga upp út við sjóndeildarhringinn og lágar drunur heyrðust í fjarska. Áður en varði var skollið á þrumuveður og helli- rigning. Skammt fram undan kom ég auga á litla steinkirkju og þangað flúði ég und- an veðrinu. Það var dimmt í kirkjunni, en þegar eldingu brá fyrir, sá ég, að svertingi kraup á bæn við altarið. Pötin hans voru rifin þá í ljós, að hann kunni ensku. Hafði hann verið þjónn hjá enskri fjölskyldu í Johannesburg. Ég spurði hann, hvort hann hefði nokkurn tíma heyrt talað um hinn dular- fulla dávald. Kom þá í ljós, að hann þekkti hann vel og hafði oft sofnað af völdum hans, og bauðst hann til að fylgja mér til mannsins, sem bjó einhvers staðar uppi í f jöllunum í afskekktasta hluta Zululands, ef höfðingi hans leyfði honum það. Þegar veðrinu slotaði baðst ég dvalar hjá brezkum nýbyggja, sem bjó þar í Það voru bæði karlar, konur og' börn, og liann talaði til þeirra á þeirra eigin máli, með rólegri, hljómmikilli röddu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.