Vikan


Vikan - 24.04.1941, Qupperneq 11

Vikan - 24.04.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 17, 1941 11 17 „Þér þekkið ekki þennan Mick Cardby, Vincent. En ég þekki hann, og ég veit ýmislegt um hann.“ „Það er ómögulegt, annars værir þú ekki að reyna að telja. mér trú um, að þið tólf hefðuð ekki getað ráðið niðurlögum hans eins. Það get- ur ekki borið sig, Evans.“ „Nei, ég á ekki við það. En hann varð fyrri til en við, og fór með stelpuna áður en við gát- Um náð í hana. Hann hitti hana niður við skip. Einn af okkar mönnum, sem heitir Moffit, og sem átti að veita henni eftirför, var stöðvaður fyrir tilstilli Cardbys, og þegar strákarnir loks- ins fundu slóð þeirra, voru þau komin á leið norður í bíl. Einn af yðar mönnum elti þau — Slim Timson." „Slim lætur ekki einn vesælan leynilögreglu- mann aftra sér neins, hvort sem hann heitir Cardby eða Honolulu. Hvað gerði Slim við hann?“ „Það skal ég segja yður. Slim hafði Marty, einn af okkar mönnum, með sér. Þeir röktu slóð Cardbys og stelpunnar að litlu hóteli uppi í sveit. Og þar fundu þeir þau líka.“ „Við hvað áttu, Evans? Þér fer ekki vel að vera hótfyndinn." „Jæja. En eins og ég sagði, þá fundu þeir þau. En það var Cardby, sem hrósaði sigri, en ekki þeir. Og það var svo sem ekki allt búið þar með.“ „Áttu við, að þessi Cardby hafi tekið þá báða?“ Vincent saug djúpt úr sígarettunni, ók sér í sæt- inu og varð óþolinmóðari með hverri mínútu, sem leið. „Verra en það. Hann sló þá báða niður, og þegar hann var búinn að því, komu fleiri að. Tveir af okkar mönnum, Pete Mills og Ginger Male, komu þangað rétt þegar Cardby var að fara með Marty og Slim á lögreglustöðina." „Og þá var Cardby búinn að vera?“ Það lifn- aði yfir Lefty. „Nei, það var nú eitthvað annað,“ sagði Evans með rödd, sem hljómaði eins og líkræða. „Hann sló þá líka niður og lagði þá við hliðina á hinum tveimur. Hvemig lízt yður á þetta, Vincent?“ Vincent bar hendina upp að enninu. Það leið góð stund, áður en hann gat gert sér það ljóst, sem hann hafði heyrt. Svo sneri hann sér að Evans og spurði undrandi: „Hvernig í fjáranum gat hann ráðið við Slim, án þess að verða fyrir kúlu? Slim er fljótasta skyttan, sem nokkurn tíma hefir unnið hjá mér. Cardby hlýtur að hafa unnið hann með einhverj- um brögðum." Evans hristi höfuðið, og Vincent horfði van- trúaður á hann. „Nei, þar skjátlast yður, Vineent. Slim stóð með skammbyssuna í hendinni, þegar hann konr auga á Cardby. En Cardby var líka með byssuna á lofti. Og svo fór það allt til fjandans. Slim slcaut — en einu augnabliki of seint. Kúlan straukst aðeins við Cardby. En kúlan frá Cardby fór i gegnum framhandlegginn á Slim, svo að hann missti skammbyssuna. Og það endaði með því, að Cardby og stelpan óku með þá alla á lögreglu- stöðina.“ „Nei, hættu nú,“ stundi Vincent og laut áfram og huldi andlitið í höndum sér. „Einn leynilög- reglumaður og stelpa, sem aldrei hefir haldið á Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Það, sem skeð liefir liingað til í sögunni: Amerískur stórglæpamaður, Lefty Vincent, rænir banka þar vestra og drepur gjald- kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, reynir að koma Vincent í hendur lögregl- unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands. Vincent eltir hana og fær enska glæpafé- laga í lið með sér. Mick Cardby rekur leyni- lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru fengnir til að vernda Clare í Englandi, og tekur Mick á móti henni og ekur með hana um þvert og endilangt landið og bófamir á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en nú er Vincent sjálfur kominn til landsins, óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn- ar .... byssu, fara með fjórar skammbyssuskyttur á lög- reglustöðina! Og samt segirðu, að þetta séu dug- legir menn.“ „Slim Timson var einn þeirra,“ svaraði Evans þurrlega. Þessu gat Vincent engu svarað. Hann sat stund- arkorn þögull. „Og hvað skeði svo?“ spurði hann skyndilega. „Gáfu lögregluþjónarnir þeim mjólk í pela og háttuðu þá ofan í rúm ? Og grétu þeir, af því að það var dimmt í klefunum? Eða sátu lögreglu- þjónarnir og héldu í hendumar á þeim? Eða hvernig var þetta?“ „Það skeði ýmislegt. Slim og Marty höfðu til- kynnt, að þeir væru á leiðinni til hótelsins. Þess vegna fóru Pete og Ginger á eftir þeim — rétt til frekara öryggis. Og þegar búið var að fara með þá alla á stöðina, komu tveir aðrir af mönn- um okkar til hótelsins og fengu að vita, hvað skeð hafði. Þeir létu ekki sitt eftir liggja. Þeir fóru inn á lögreglustöðina með skammbyssur á lofti, héldu lögregluþjónunum i skefjum, hleyptu hinum fjórum út og settu lögregluþjónana inn í staðinn." „Ykkur er þá ekki alls varnað. Og hvað gerðu þeir svo?“ „Þeir urðu að fara með Slim til London. Hand- leggurinn á honum var illa útleikinn, og þeir fóru með hann til læknis, sem við þekkjum. Svo sett- ust þeir á ráðstefnu, og fimm þeirra héldu áfram leitinni að Cardby og stelpunni, á meðan við hinir ókum norður á bóginn til að sækja yður. Þetta er allt og sumt.“ „Er þetta allt og sumt? Allt þetta hlýtur þó að hafa átt sér stað fyrir mörgum klukkutímum. Hvað hafið þið gert síðan? Getur enginn ykkar notað þá litlu vitglóru, sem er í hausnum á ykk- ur? Getur enginn ykkar gert neitt af viti? Þú hefir verið að reyna að sannfæra mig um, að England væri allt of lítið til að ég gæti lent nær aðalbækistöðvum ykkar en þetta. Tlr því að land- ið er svona lítið, hvers vegna geta þá tíu menn ekki fundið þessa tvo flóttamenn? Þið ættuð að geta tekið heila herdeild til fanga. Þið hafið alla þá peninga, alla þá bíla, sem þið hafið þörf fyrir, þið hafiö allt milli himins og jarðar, nema not- hæfan heila í hausnum, og þið hafið haft lieilan dag til að ná þeim. Hvem fjandann hafið þið verið að gera? Til hvers heldurðu að ég borgí ykkur stórfé ?“ „Ég held, að þeir séu búnir að finna slóðina aftur. Skömmu áður en ég lagði af stað til Yorks- hire, hringdi ég til Spider Harrison í nýju bæki- stöðinni hans, og hann hafði frétt frá Marty, að þeir væru á hælunum á þeim. Því að strákarnir eru æfir út af óförum sínum.“ „Ef þeir eru eins æfir og ég, þá hljóta þeir að vera nærri viti sinu fjær. Ég gaf Spider skipun um að flytja eitthvað annað, á meðan hann væri að'ljúka þessu smáræði fyrir mig. Þér segið, að hann hafi fundið sér nýjan dvalarstað?“ „Já, við þorðum ekki að hætta á, að hann yrði tekinn fastur. Spider er, eins og þér vitið, mið- depillinn í þessu öllu saman. Ef við gætum ekki að staðaldri hringt til hans, værum við illa staddir.“ „Var nauðsynlegt að taka þrjá menn með tii að sækja mig? Hvers vegna skildirðu ekki tvo þeirra eftir til að hjálpa hinum að elta Cardby og stelpuna? Það hefði verið skynsamlegra." „Við héldum, að þér vilduð fá eins konar líf- vörð, af því að þér eruð í ókunnu landi.“ „Þú ert erki heimskingi, Evans. Þú hefir eitt tveim mönnum til einskis. Ég er einfær um að gæta sjálfs mín, og hvað sem því líður, hefðirðu átt að vita, að ég mundi aldrei koma einn. Ég sé það núna, að bezt hefði verið að geyma þetta allt þangað til ég kom sjálfur. Allt það, sem þú og þínir menn hafa gert, hefir verið til ills eins og aðeins til að gera mér erfiðara fyrir. Þessi árás á lögreglustöðina hefir auðvitað orðið þess vald- andi, að lögreglan um allt England er nú komin á stúfana." „Já, það hefir sjálfsagt komið illa við þá. Hafið þér ekki þörf fyrir hressingu?“ „Segið bílstjóranum, að hann skuli nema staðar hjá einhverri veitingakrá og ná í nokkrar flöskur af öli og einn brauðpakka. Það er nóg.“ Þrjátíu kílómetrum sunnar nam bíllinn staðar, bílstjórinn fór út og flýtti sér inn í krá, sem var rétt við veginn. Það var orðið dimmt. Vincent starði út um bakgluggann. Hann var ekki að gá að hinum bílnum. Þeir höfðu misst sjónar af hon- um fyrir tveim tímum. En hann var farinn að sjá, að Evans hafði nokkuð til síns máls. England var hálfgerð hundaþúfa. Og hann hafði enga löngun til að fá lögregluna á hæla sér. Það var þögn næsta klukkutímann. Crossley var sofnaður og hraut hástöfum, þangað til Lefty gaf honum duglegt olnbogaskot. „Þessi Mick Cardby hlýtur að vera fjandi kræf- ur náungi, þó að ekki sé nema helmingurinn sannleikur af því, sem þú hefir sagt um hann,“. sagði Vincent að lokum. Evans flýtti sér ekkert að svara. Það var bezt að vera varkár. „Hann er ekki einn af þeim lökustu,“ sagði hann hægt. „Þér hafið auðvitað aldrei heyrt hans getið fyrr. Ég hefi heldur aldrei hitt hann. En ég hefi heyrt sögur af honum, sem væru nóg til að fylla heilan stafla af bókum. Hann hefir verið leynilögreglumaður í hér um bil fjögur ár og hefir yfirleitt tekizt á hendur erfiðustu viðfangs- efnin. Það er fullyrt, að honum hafi aldrei mis- tekizt ennþá." Lefty Vincent kveikti sér í annarri sígarettu og hló lágt. „Það er ánægjulegt að heyra,“ sagði hann. „Það bendir allt til, að þér standi stuggur af honum. Kuglarðu honum ekki saman við leyni- lögreglumann úr einhverri glæpamannasögu, sem þú hefir lesið. Ég held það hljóti að vera. En það er leiðinlegt með þennan Mick Cardby. Mér er illa við að slá niður ungan mann, sem er bæði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.