Vikan


Vikan - 29.05.1941, Page 4

Vikan - 29.05.1941, Page 4
4 VIKAN, nr. 22, 1941 N. 1. SholtO'Douglas: Koiukaup. Eiginkona í Zululandi kostar 1500 krónur. Evrópumenn segja, að fjölkvæni sé algild regla meðal Zulunegra, að brúðirnar séu keyptar og seldar eins og kvikfénaður, að Zulunegrinn stjórni konu sinni með jáxnaga — að raunveru- lega sé rómantik þar algerlega óþekkt fyrirbrigði. En allar þessar fullyrðingar eru mjög fjarri sannleikanum. Mannlegt eðli er hið sama, hvar sem er í heiminum. Siðir og lagaboð breyta því ekki. Zulunegrinn er kannski að nafninu til húsbóndi og drottn- ari konunnar — en kvennaslægð er ekki einkaréttur hvítra kvenna. Hin svarta kyn- systir hennar er engu síður slægvitur. Zulustúlkan veit, hvernig hún á að hand- sama manninn, sem hún hefir fengið auga- stað á. Hann er kannske sannfærður um, að það sé algerlega af eigin hvötum, að hann fer til föður hennar og býðst til að kaupa hana. Þótt konan sé að gömlum sið skör lægra sett en maðurinn, er það þó stúlkan, sem sendir ástarbréfin. Og þau eru vissulega rómantísk. Þau eru búin til úr perlum og merking þeirra er kænlega dulin í litavali og niðurröðun perlanna. Til ófullkominnar skýringar má geta þess, að hvítar perlur tákna ást, grænar tákna sorg, svartar tákna söknuð yfir skilnaði eða fjarveru, rauðar tákna grát, ljósrauðar tákna fátækt, gular auð. En mjög mikið er komið undir niðurröð- uninni. Sum ,,bréfin“ eru ákaf- lega fjölskrúðug og forkunnar fögur og fela í sér heilar sögur, er ætlaðar eru hinum útvalda Zulusveini. Einfaldasta formið er perlu- band. Ef perlurnar eru aðeins hvítar og ljósrauðar og jafn- margar af hvoru, til dæmis sex hvítar og sex ljósrauðar o. s. frv., táknar það, að sendandinn er mjög ástfanginn, en óttast, að fátækt elskhugans meini honum að kaupa hana sér fyrir brúði. Meðalverð stúlku er tíu naut- gripir handa föður hennar og einn handa móður hennar. En stúlkur af fornum, tignum ætt- um kosta allt að tuttugu naut- gripi. Zulunautgripur kostar í peningum á að gizka 140 krón- ur, og meðaldýr brúður mundi því kosta um 1500 krónur. Flest ,,ástarbréfanna“ eru þó miklu flóknari. Algeng og vin- sæl lögun er eins konar kragi með fellingum að framan. (Það er hægt að þekkja þá sveina, sem mestrar kvennhylli njóta, á því, hvað kraginn þeirra er fallegur. Laglegur strákur er vís að ganga með allt að sex af þess- um ,,ástarbréfum“ um hálsinn — sennilega ekki öll frá sömu stúlkunni, því að ef til vill sækj- ast margar eftir honum. — Þegar Zulu- sveinn verður ástfanginn eða fær skilaboð frá sinni útvöldu — eða þá, að það er frá stúlku, sem með því að velja sér hann, hefir kitlað hégómagirnd hans og vakið áhuga hans fyrir sér — fer hann að safna sér nógu mörgum nautgripum til að geta keypt hana. Ef hanri er af ríkri fjölskyldu, fer hann til föður síns, sem lætur hann fá nautgripi, sem hann vantar. Ef faðirinn getur það ekki, er eina úrræðið fyrir hann að fara í vinnu til hvítra manna og spara saman kaupið þangað til það er orðið nógu mikið. Venjulega biður hann þá húsbónda sinn að geyma kaupið þangað til hann getur keypt einn nautgrip, sem hann síðan send- ir heim til föður síns til varðveizlu. En stundum kaupir hann brúðina upp á af- bórganir. Fyrsta skrefið er að tala við föður stúlk- unnar og semja við hann um verðið, og stundum afhendir hann þá föðurnum nautgripina jafnóðum og hann aflar þeirra. Verðið er oft ekki að fullu greitt fyrr en löngu eftir að varan hefir verið af- hent. Margir eiginmenn eru að borga konu- skuldina í mörg ár eftir að þeir eru giftir. Hárbúnaður Zulukvenna er tákn þeirra um giftingu. Allar ógiftar meyjar ganga með stutt hár eins og strák- ar. En undir eins og kona er gift, er hár hennar látið vaxa og vinkonur hennar setja það upp í turnmyndaða strýtu, sem verður því hærri, sem konan er lengur gift. Þannig ber kona, sem gift hefir verið í þrjátíu ár, feikna- legt háfermi uppi á höfðinu, allt að átján þumlungum. Hárið er einhvern veginn vafið utan um ramma og borinn í það rauður leir, en hvernig þær geta sofið með þetta er okkur hvít- um mönnum hulin ráðgáta. Þær geta ekki sett sjálfar upp hárið, en það eru alltaf til nóg- ar konur sem eru fúsar til að dunda hálfan dag við að setja upp hár vinkonu sinnar, gegn því að fá það aftur goldið í sömu mynt. Brúðkaupið er ákaflega lang- dregin og margbrotin athöfn, sem aðallega er falin í söng, dansi og veizluhöldum. Veizlurn- ar standa dögum saman. Gestrisnin er næstum því ótakmörkuð. Allir Zulunegrar í margra mílna umhverfi koma þangað, sem brúðkaupið fer fram. Nokkur hundruð manns taka þátt í meðalstóru brúð- kaupi, en í stærri br^úðkaupum eru mörg þúsund manns. Naut- peningurinn er matreiddur und- ir berum himni og öldrykkjan í veizlunni er næstum takmarka- laus. mínrzíBf þín. Eg heyri í gegiium kyrrðina óma ljúfra Iaga, þinn ljúfa sumaróð. Nú bœtir enn og fegrar og lýsir dimma daga hið dularfulla ljóð. I>að kemur enn með blænum laugt sunnan yfir sæinn og svífur heim til mín. I>á færir líka yl, vor og birtu inn í bæinn hin blíða minning þín. Og enn á björtum himni nú ljóma Ijósin skæru já likt sem augun þín. Og bak við fjöllin háu þar tindra vötnin tæru með töfrabrosin sín. Þar vagga bláar öldur og sól á sundum ljómar um sumarbjartan dag. Þar kveða líka ennþá svo fagurt hörpu hljómar með húmsins draumalag. En nú flytur blærinn kveðju og minninganna munað I mjúltum, þýðum róm. Hann vekur þennan sára en yndislega unað með undraskærum hljóm. Hann kveður yfir fjöilum og silfurtærum sundum hið sólskinsbjarta ljóð. Hann skapar enn úr gæfu af okkar fyrstu fundum sinn fagra hlýja óð. En nú flytur blærinn líka yfir hafið heiða mitt hjarta inn til þin. Og harpau veika ómar og lífsins söngvar seiða þitt sumar heim til mín. En þú, sem ert mín gleði og drottning drauma minna, þú dvelur ein hjá mér. Og þá mun ég aftur, góða, fegurð vorsins fimia í faðminum á þér. Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.