Vikan


Vikan - 29.05.1941, Síða 5

Vikan - 29.05.1941, Síða 5
VIKAN, nr. 22, 1941 5 Dœtur iii iii 111 ■ M iimi ii 11 Æfintýri fyrir fullorðna eftir W. Somerset Maugham. i ii ■■ i n ii 111 iii ■ i ■■ iii ■ i Síamskonungs. Fyrst eignaðist konungurinn í Síam tvær dætur og kallaði þær Nótt og Dag. Síðan bættust tvær aðrar við og þá breytti hann nöfnum hinna tveggja og lét dætur sínar fjórar heita eftir árs- tíðunum: Vor og Haust, Vetur og Sumar. Tíminn leið og hann eignaðist þrjár dætur í viðbót og breytti þá enn nöfnum hinna fyrri og skírði dætur sínar eftir vikudög- unum. En þegar áttunda dóttirin fæddist, vissi hann ekki, hvað til bragðs skyldi taka, unz honum datt í hug, að láta þær heita eftir mánuðunum. Drottningin minnti hann á, að þeir væru aðeins tólf og sagði, að það mundi rugla sig að eiga að muna svona mörg ný nöfn. En konungurinn var þannig gerður, að ef hann hafði ákveðið eitthvað, gat hann ómögulega hætt við að framkvæma það. Hann breytti því nöfnum dætra sinna og kallaði þær Janúar, Febrúar, Marz (auð- ' vitað á síamisku), þangað til kom að þeirri yngstu, sem var kölluð Ágúst og sú, er næst fæddist, fékk nafnið September. ,,Og þá eru aðeins eftir Október, Nóv- ember og Desember," sagði drottningin. ,,Og svo verðum við að breyta öllum nöfn- unum aftur.“ „Nei, það gerum við ekki,“ sagði kon- ungurinn, „því að ég álít tólf dætur vera nægilegt fyrir einn mann og þegar bless- unin hún Desember er fædd, neyðist ég til að lífláta þig.“ Konungurinn grét sáran, þegar hann sagði þetta, því að hann unni drottningu sinni hugástum. Og auðvitað féll drottn- ingunni þetta þungt, því að hún vissi, að það mundi valda konunginum sárrar hryggðar að lífláta hana. Og ekki yrði það skemmtilegt fyrir hana sjálfa. En þetta kom aldrei til að valda þeim áhyggjum, því að September var síðasta dóttirin, sem þau eignuðust. Eftir þetta átti drottning- in ekki annað en syni og þeir voru látnir heita eftir bókstöfunum í stafrófinu og engin ástæða var til að óttast neitt, hvað þá snerti, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, því að hún var ekki komin lengra en að stafnum J. En dætur Síamskonungs höfðu orðið bitrar í skapi vegna þessara nafnbreyt- inga og fór geðillska þeirra eftir því, hve oft þær höfðu orðið að skipta um nafn. En September, sem aldrei hafði borið ann- að nafn (nema uppnefni, sem systur henn- ar höfðu gefið henni vegna hinna erfiðu skapsmuna sinna), var blíðlynd og yndis- leg í alla staði. Ein var sú venja konungsins í Síam, sem ég álít, að innleiða ætti í Evrópu. I stað þess að þiggja gjafir á afmælisdegi sínum, gaf hann sjálfur gjafir. Eitt árið gaf hann öllum dætrum sínum fallegan, grænan páfagauk í fögru gullbúri. Þau voru níu og á hvert þeirra var ritað nafn þess mán- aðar, sem prinsessan hét eftir, er átti búr- ið. Prinsessurnar níu voru mjög hrifnar af páfagaukunum sínum og á hverjum degi eyddu þær einum klukkutíma í að kenna þeim að tala. Svo kom að því, að páfagaukarnir gátu sagt: „Guð verndi kon- unginn“ (á síamisku og það er mjög erfitt) og sumir þeirra gátu líka ,sagt „fagra Polly“ á hvorki meira né minna en sjö austurlenzkum tungumálum. En morgun einn, þegar September prins- essa ætlaði að bjóða páfagauknum sínum góðan daginn, lá hann dauður á gólf- inu í gullbúrinu. Hún fór að hágráta og hirðmeyjarnar gátu ekki með nokkuru móti huggað hana. Og af því að hirðmeyj- arnar ætluðu út að skemmta sér, komu þær September prinsessu eins fljótt í rúm- ið og þeim var unnt og létu hana eiga sig. Og er hún lá þarna í rúminu og grét enn og var orðin svöng, sá hún lítinn fugl koma inn í herbergið sitt. Hún tók þumal- fingurinn út úr munninum og settist upp í rúminu. Og litli fuglinn tók að syngja og hann söng yndislega um vatnið í garði konungsins og um pílviðartrén, sem horfðu á mynd sína í rennisléttu vatninu, og gull- fiskana, er sýndust svífa á milli greina trjánna, sem spegluðust í vatninu. Þegar fuglinn hafði lokið söngnum, var prins- essan alveg hætt að gráta og búin að gleyma því, að hún hafði engan kvöldmat fengið. „Þetta var ljómandi fallegur söngur,“ sagði hún. Litli fuglinn hneigði sig, því að þeim, sem skapa list, eru eðlilegir góðir siðir og þykir gott að vera metnir að verðleikum. „Mundir þú vilja fá mig í staðinn fyrir páfagaukinn ?“ spurði litli fuglinn. „Ég er að vísu ekki eins fagur á að líta, en aftur á móti get ég sungið miklu betur.“ September prinsessa klappaði saman lófunum af ánægju og þá hoppaði litli fugl- inn upp á rúmendann hjá henni og söng hana í svefn. Þegar hún vaknaði morguninn eftir, sat litli fuglinn enn á sama stað og er hún Maggí Raggi. Raggi: Eldur! Eldur! Það er kviknað í Kallabúð! Maggi: Komdu, komdu! Ég ætla að brjóta brunaboðann! Raggi: Nei, ég held nú ekki, góði. Ég sá eldinn fyrst. Það er ég, sem á að brjóta brunaboðann. Maggi: Þú? Þú ert svo mikill tappi, að þú nærð ekki einu sinni upp í bruna- boðann! Maggi: Jæja þá. Það tekur því ekki að rífast út af því. Brjóttu hann. Raggi: Lagsmaður, þetta er nú spenn- andi. Raggi: Ég hefi verið að bíða eftir þessu tækifæri i mörg ár. Maggi: Já, þú ert allt af svo fjári heppinn.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.