Vikan - 29.05.1941, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 22, 1941
11
„Það var undir því komið, hvenær við næðum
ykkur. Við áttum bara að fara með ykkur á
einhvern ákveðinn stað fyrir sunnan Cambridge,
og láta svo Lefty um afganginn."
„Þér vitið víst ekki, hvenær von er á Lefty?“
„Nei. Ég yar ekki svo hátt settur, og þeir sögðu
venjulega sem minnst, þegar ég var nálægt. Þeir
hafa kannske verið hræddir um að ég mundi
kjafta frá einn góðan veðurdag. Þeim skal þá
verða að trú sinni.“
„Gott og vel. Hvað heitið þér annars að eftir-
nafni?“
„Ég heiti Mills. Ég hefi aldrei átt við svona
stórmál fyrr."
„Einmitt það? Jæja, það verður þá víst langt
þangað til þér fáið tækifæri til þess að reyna
það aftur. Það er betra að halda sér að smámun-
unum, þegar maður ræður ekki við stórmálin."
Þeir stóðu þögulir stundarkorn. Mick starði
kvíðafullur niður eftir dimmum veginum. Lög-
regluþjónninn var búinn að vera mikið lengur
en hann hafði ætlað sér, og það fóru ónot um
Mick, þegar hann leit i kringum sig í myrkrinu.
Ekki ein einasta hræða hafði farið fram hjá,
síðan hann stökk fyrst út úr brauðbílnum.
„Ég held, að það sé betra, að við göngum
svolítið niður veginn," sagði Mick að lokum.
„Hvað haldið þér, að hafi komið fyrir?" spurði
Clare. „Lögregluþjónninn ætti þó að vera kom-
inn aftur fyrir löngu. Hann hefir kannske ekki
náð í neinn sírna."
„Það getur verið. Komið nú, Mills. Það er
betra að þér fylgist með okkur."
„Getum við ekki beðið hérna þangað til lög-
regluþjónninn kemur?" spurði hann í bænarrómi.
„Ég er of illa farinn til að geta gengið langt. Ég
fékk rokna kjaftshögg, þegar ég datt á götuna.
Hausinn á mér er þrisvar sinnum þyngri en venju-
lega, og fæturnir skjálfa undir mér. Lofið mér
að standa kyrrum."
Mick leit aftur í kringum sig og greip svo
fastara um skammbyssuna. Kvíði hans óx meðan
hann rannsakaði umhverfið. Það hafði skeð svo
mikið siðasta sólarhringinn, að hann var viðbúinn
því versta. Allt í einu köstuðu tvö bílljós geisl-
um á limagirðinguná nokkuð fram undan.
„Hann hefir beðið til þess að geta tekið með
sér bíl,“ sagði Mick og létti stói'um. „Nú kemur
hann, Clare."
Bíllinn nálgaðist óðum. Svo varð Mick af til-
viljun litið á Mills og brá þá heldur en ekki í
brún. Því að Mills haltraði á móti bílnum sigri
hrósandi og brosti.
„Af stað, Clare!" hrópaði Mick. „Þetta er ekki
lögreglan."
Áður en stúlkan skildi almennilega, hvað skeð
hafði, greip Mick i handlegginn á henni, dró hana
með sér og hljóp allt hvað af tók inn í litið
skarð á girðingunni. Þau ruddust í gegnum þétt
kjarr um leið og bíllinn nam staðar á veginum
fyrir aftan þau.
FJÓRTÁNDI KAPlTULI.
A flótta.
Brómberjarunnarnir flæktust um fæturna á
þeim og festust í fötum þeirra á meðan þau rudd-
Framhaldssaga
Það, sem skeð hefir liingað til í sögiumi:
Ámerískur stórglæpamaður, Lefty Vincent,
rænir banka þar vestra og drepur gjald-
kerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness,
reynir að koma Vincent í hendur lögregl-
unni. Það mistekst. Clare flýr til Englands.
Vincent eltir hana og fær enska glæpafé-
laga í lið með sér. Mick Cardby rekur leyni-
lögreglustöð í félagi við föður sinn. Þeir eru
fengnir til að vernda Clare í Englandi, og
tekur Mick á móti henni og ekur með hana
um þvert og endilangt landið og bófamir
á hælum þeim. Þau komast alltaf undan, en
nú er Vincent sjálfur kominn til landsins,
óánægður yfir árangursleysi eftirfararinn-
ar. Sögunni víkur aftur að Clare og Mick.
Þau eru á flótta í bílnum, þegar springur
hjá þeim og bíllinn veltur út af veginum.
Þegar þau eru að komast undan bílnum,
standa vopnaðir bófar yfir þeim og skipa
þeim upp í brauðbíl og aka burt. Eftir
nokkum akstur kemur Mick öllu á ringul-
reið i bílnum. Sumir bófanna særast, einn
drepst og einn sleppur. Mick og Clare yfir-
gefa bílinn, hitta lögregluþjón og senda
hann til að síma. Pete hefir legið særður
á veginum og Mick spyr hann um, hvað
þeir áttu að gera við þau.
ust áfram í myrkrinu. Að baki þeirra heyrðust
háværar raddir. Clare hnaut um eitthvað og datt,
og Mick reif sig á höndunum, þegar hann beygði
sig niður og reisti hana upp aftur. Þau riðuðu á
fótunum, og Clare blés snöktandi. af mæði. Mick
beygði fram hjá stórum trjábol, sem varð á vegi
þeirra í myrkrinu. Skammbyssuskot kvað við og
þau heyrðu mennina brjótast i gegnum kjarrið.
Þeir skutu í blindni án þess að miklar líkur væm
til þess að þeir hittu.
Mick þorði ekki að nema staðar. Möguleikamir
til að komast undan virtust að vísu ekki miklir,
af því að hann hafði örmagna stúlku með sér.
En eitthvað varð að gera. Clare stóð á öndinni
af mæði. Miek stakk skammbyssunni í vasann.
Hún var aðeins til trafala. Svo tók hann með
hægri hendi um mitti stúlkunnar og dró hana með
sér í gegnum dimman skóginn. Þaii voru sífellt
að flækja sig í brómberjarunnum, og villtir rósa-
runnar slóust í andlit þeirra. En þó voru trén
aðal vegtálminn — stórir, gildir trjábolir, sem
ekki var hægt að sjá í tveggja metra fjarlægð í
myrkrinu. En hávaðinn að baki þeirra fjarlægðist
ekki, raddirnar virtust jafnvel heldur nálgast.
1 „Haldið einn áfram, Mick,“ stundi Clare upp
lafmóð. „Ég get ekki haldið áfram."
„Hvaða vitleysa!" sagði Mick. Hann beit á jaxl-
inn, og blóðið rann úr rispum á andlitinu á hon-
um. Enn á ný hnaut stúlkan um eitthvað og datt.
En í þetta skipti greip Mick hana í fallinu, og
þau héldu áfram hlaupunum. Mick hafði ekki
hugmynd um í hvaða átt þau hlupu. Hann var
hræddur um, að þau hlypu kannski í hring og
kæmu að lokum aftur á þjóðveginn.
En nú var enginn tími til heilabrota. Eina ráð-
ið var að halda áfram að hlaupa. Clare stundi
öðru hvoru örþreytt, og oft rak hún öxlina í tré
áður en Mick gat komið í veg fyrir það. Að lok-
um varð hann næstum að bera hana. Hún dró á
eftir sér fæturna og andaði rykkjótt eins og hún
væri að kafna.
Hjartað í Mick barðist eins og bulla í strokk.
En hann var ekki svo mjög móður. Hann hafði
ýinu sinni hlaupið eina enska mílu á fjórum min-
útum og fimmtán sekúndum, og til þess þarf
eftir DAVID HUME.
hraust lungu. Allt í einu komu þau út á auða
sléttu. Mick bölvaði. Hann kaus heldur bróm-
berjarunnana, rósaþymana og trén, heldur en opið
svæði, þar sem ekkert skjól var fyrir byssukúl-
um, sem stöðugt þutu fyrir aftan þau. Hann
beygði til vinstri, kom út á opinn, plægðan akur
og hélt sér í námunda við skógarjaðarinn, svo
að þau voru stöðugt í skugga. Hann hægði ekki
á sér, heldur jók ferðina.
Clare vissi ekki lengur, hvað fram fór. Hjartað
hagaði sér öðm vísi en nokkru sinni fyrr — það
steyptist kollhnís, skauzt ýmist upp í háls eða
niður í maga, þandist út eins og það ætlaði að
sprengja brjóstið og herptist svo saman í hnút.
Og jafnframt gengu lungun eins og físibelgur,
sem er að því kominn að springa. Að lokum hættu
þau að starfa. Allt varð rautt fyrir augum henn-
ar. Hún hafði ekki einu sinni hugmynd um, að
sokkarnir hennar voru sundurtættir og fæturnir
blóðrisa, og að blóðið vætlaði úr andliti hennar.
Hún vissi aðeins, að þau máttu ekki nema stað-
ar, að þessi martröð yrði að halda áfram þangað
til hún missti meðvitundina eða dæi,
Skothríðin var nú hætt. Þau höfðu nú svó
mjúkt undir fótum, að Mick vonaði, að bófamir
heyrðu ekki til þeirra. Öðru hvoru heyrðú þau
grein bresta í skóginum, annars var steinhljóð.
Clare varð honum æ þyngri í vöfum. Það var
eins og hann hefði rogast með hana í mörg ár,
eins og þyngd hennar yxi við hvert skerf.
Hann vissi, að endalok þessa kapphlaups voru
í nánd. Það gat enginn vafi leikið á um úrslitin.
Mennirnir, sem eltu hann höfðu ekkert sér til
tafar. Það varð að ske kraftaverk, ef þeim ætti
að auðnast að komast undan — og Mick trúði á
kraftaverk. Hann beit á vörina, svitinn rann í
lækjum niður enni hans og inn í augun.
„Sleppið mér, sleppið mér,“ hvíslaði Clare. Hún
hafði ekki einu sinni mátt til að tala upphátt.
„Herðið upp hugann, barnið mitt,“ sagði Mick.
„Okkur gengur ágætlega. Ef við getum haldið
áfram í nokkrar mínútur enn, þá erum við
ömgg."
Og enn reikaði hún af stað og dró á eftir sér
fæturna. Það var eins og nýplægður akurinn
gripi í hana og vildi halda henni fastri. Mick
var farinn að slaga. Þungi stúlkunnar, áreynslan
við að hlaupa yfir gljúp plógförin í myrkrihu,
var að bera hann ofurliði. Mick fannst hann alla
sína æfi hafa verið á hlaupum i myrkri yfir ný-
plægðan akur og með hálfmeðvitundarlausa
stúlku í eftirdragi. Timinn virtist hafa numið
staðar.
Mick hægði svolítið á sér til að safna síðustu
kröftunum. Ef eltingarleikurinn tæki allt í einu
enda og hann stæði andspænis gínandi byssu-
hlaupum skyldi hann að minnsta kosti ekki vera
skjálfandi á beinunum og örmagna af mæði. Það
skyldi kosta nokkur líf að ná Clare og honum.
Hann sleppti hægri hendinni af henni og greip
hana með þeirri vinstri. Það myndi að minnsta
kosti hvíla hægri hendina. Og svo stauluðust þau
af stað aftur.
Öðru hvoru heyrðu þau mannamál og brothljóð
í greinum og niðurbæld blótsyrði, þegar bófarnir
rákust á einhverja óvænta hindrun. Mick var far-
inn að halda, að skógurinn væri endalaus. Þau
höfðu fylgt jaðri hans lengi og ekkert bólaði á
endamörkunum. Á hægri hönd var akurinn. Hann
var eins auður og sléttur og hann gat verið. En