Vikan


Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 24, 1941 SÁIIAI DAVIDSEI »^ÖhOtyCVl, YYlítt ÍclYIcL !« Vingjarnleg liggur ey við ey, eins og litlar systur.“ Þannig hefir hið látna skáld, Fr. Petersen, prófast- ur, kveðið um Færeyjar. Þessi sömu orð finna enn þá hljómgrunn með þjóðinni. En jafn vingjarnlegar eru þær nú ekki alltaf. Þó að golfstraumurinn leiki um eyjarnar, veldur því lega þeirra í miðju Atlantshafi, að stormar og stillur, brim og blíða skipt- ast tíðar á við strendur þeirra en við Is- land. En það var heldur ekki þetta, sem skáldið hafði í huga, þegar hann talaði um að eyjarnar væru vingjamlegar. Það er hin landfræðilega afstaða þeirra hver til annarar, sem hann á við. Þær liggja sam- an, 17 eða 18 talsins', eins og litlar systur á breiðum beð. Eins og oft á sér stað með systur, þannig er það líka með Færeyjar. Eyjarnar eru í mörgu mjög ólíkar, ekki aðeins að útliti, heldur einnig að lífi — skapgerð fólksins ætti ég kannske heldur að segja. Allar byggðir á eyjunum liggja út við sjó, nema ein. Það er eins og J. Dahl prófastur, eitt af góðskáldum okkar, kveð- ur í ljóði sínu: „Havið sang yvir mær vögguljóð, brimið meg ruraði í blund síðan eg elski at ferðast á sjó til mína síðstu stund. Síðar aldur, stríðu streymur um Föroya land.“ Kall hafsins hljómar í eyrum næstum hvers einasta Færeyings og seiðir hann til sín aftur og aftur. Og á meðan sól rís og rennur mun kall þess hljóma og stefna mönnum til fundar í einingu fyrir velferð þjóðarinnar, þó að þeir á öðrum sviðum gangi hver sína götu og skipist í flokka. Það er ekki sízt hið núverandi ástand, sem fært hefir okkur heim sanninn um sann- gildi orða skáldsins: „Havið sang . ..“ Það, sem skáldið þrátt fyrir allt hefir ekki megnað, hefir hafið gert. Það hefir mótað fólkið, sem býr við bylgjuslag þess, mótað huga, hönd og hugsun. Kæmi það nokkurn tíma fyrir, að barn yrði í heim- inn borið með ár í hönd, hlyti það að verða Færeyingur. Þess er nú naumast að vænta, en samlíkingin á að sýna okkur þann ótví- ræða sannleika, að hafið og Færeyingar eru eitt. Allir eru þeir á einhvern hátt bundnir hafinu og það hefir sett sinn svip á þá kyn fram af kyni. En hafið er breyti- legt og sá breytileiki orkar svo aftur á mennina. Þaðan er vafalaust eitt af aðal- einkennum Færeyinga komið. Þeir eru al- vörugefnir, jafnvel í léttasta glensi og gamni og ef til vill liggur þó að baki alvör- unnar einlægt bros. Færeyingar eru um 30,000. Það er ekki mikill f jöldi, en þeir hafa verið nógu sterk- ir til að varðveita líftaugina, móðurmálið. Þetta er þó ekkert einsdæmi. Islendingar hafa einnig gert það. En það merkileg- asta við þetta er, á hvern hátt varðveizla tungunnar hefir verið. Islendingar hafa Föroya fólkaháskúli. Skólinn er við Þórshöfn og forstöðumaður hans frá upphafi hefir verið Símun av Skarði, sem er mörgum kunnur hér á landi. sótt styrk sinn í hinar skráðu sagnir sínar í baráttunni fyrir varðveizlu og endurreisn tungunnar, en Færeyingar komust aldrei svo langt að skrá sínar sögur, þær lifðu aðeins á vörum fólksins, og á þann hátt og með hinum svonefndu „kvöldsetur" (sem er sama og kvöldvaka á íslenzku) hefir þessi fámenna þjóð þrátt fyrir innri og ytri mótstöðu megnað að varðveita og hefja til vegs dýrmætustu eign þjóðarinn- ar, ef til vill hægt, en þó með festu og öryggi. Færeyskan er skyldust máli því, sem tal- að er í Vestur-Noregi og Islenzkunni. Tal- málið er enn þá all dönskublandið og mál- lýzkurnar eru margar, næstum því hver einasta eyja hefir sinn talsmáta. Ritmálið er enn þá í deiglunni. Það þarf tíma til að þróast, svo að mýkt þess komi betur fram. Til þess skortir okkur mjög auðugri bókmenntir. Ef lestrarlöngunin væri eins mikil hjá okkur í Færeyjum og hjá Is- lendingum, mundi ekki líða á löngu, áður en ritmálið stæði jafnfætis talmálinu.. Stjórnmálalífið er að mörgu leyti sér- kennilegt í Færeyjum. Á þinginu, sem heitir „Lögþing“ eru 24 fulltrúar úr þrem- ur flokkum. „Folkaflokkurin“ (róttækur sjálfstjórnarflokkur), „Sambandspartiet“ (íhaldsflokkur, vinveittur Dönum) og ný- tilkomin samsteypa af hinum svonefnda „gamla sjálfstjórnarflokki“ og „Social- demokrötum“ (angi af flokki danskra socialdemokrata). Segja má þó, að í raun og veru sé ekki nema einn færeyskur flokkur, Folkaflokkurin með Johannes Paturson sem foringja. Færeyjar eru prófastsdæmi, sem heyrir undir Sjálandsbiskup. Prestarnir eru 11, en af þeim eru aðeins 3 Færeyingar. Fær- eyingar eru trúhneigðir, en áhrifagjamir og Iáta gjarnan hrífast af nýjum trúar- vakningum. Trúarlífið hefir þó beinzt inn á eðlilegri brautir við það, að færeyskan hefir fengið fótfestu irinan kirkjunnar. Eyjunum er skipt í 6 sýslur, með jafn mörgum sýslumönnum. Yfirmaður þeirra er lögreglustjórinn í Þórshöfn. Dómarinn, sem líka er kallaður héraðsdómari, hefir aðsetur í Þórshöfn, og þar býr einnig amt- maðurinn yfir eyjunum. Þessir þrír embættismenn eru allir danskir. Einangrunin hefir að ýmsu leyti sett svip sinn á þjóðlíf Færeyinga. Þórshöfn og aðrir stærstu bæirnir hafa þó í seinni tíð fengið á sig meiri heimsblæ. Ef við viljum kynnast ósnortnu færeysku þjóð- lífi, verðum við að leita út í dreifbýlið og smáþorpin. Byggðin Kirkjubö í nánd við höfustaðinn er mjög rík af sögulegum verðmætum. Aðrar byggðir eins og Sunnbö og Koltur hafa varðveitt hver sín sérkenni í færeysku menningar- og þjóð- lífi. Ég ætla að ljúka þessum hugleiðingum mínum um föðurlandið með þeirri einlægu ósk, að áður en langt um líði megi því auðnast að veita hollum straumum frá um- heiminum inn á heimili sín. Myndin til vinstri: Brenda Joyce, kvikmynda- leikkona, og Owen Ward, borgarritari í Los Angeles, sjást hér með sælubros á vör, þar sem þau koma út úr St. Albans kirkjunni í Hollywood, nýgefin saman í heilagt hjónaband. Þau hafa verið trúlofuð frá því hún var fjórtán ára, og þau hafa verið í Hollywood allan þennan tíma! IMýndin til hægri: Þessir tveir ungu menn eru Ameríkanar, sem tóku þátt í spönsku borgarastyrjöld- inni sem sjálfboðaliðar i liði stjómarinnar. Þeir voru teknir til fanga 1937, en ekki látnir láusir fyrr en í desember síðastliðinn. — Myndin er tekin af þeim, þegar þeir stigu á land í Ameríku.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.