Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 6
6
VIKAN, nr. 24, 1941
an, sem nú lá í töskunni, freistaði hennar.
Ef hún tæki hana nú með sér heim sem
sönnun fyrir ævintýrinu og afhenti hana
að lokum utanríkismálaráðuneytinu, eða
jafnvel Scotland Yard! Hún hikaði, og á
því augnabliki fékk uppreisnarandinn yfir-
höndina. Þegar hún kvaddi, minntist hún
ekki með einu orði á uppgötvun sína.
Þegar á járnbrautarstöðina kom, gerði
hún sér grein fyrir tvennu. I fyrsta lagi
voru tuttugu mínútur þangað til lestin
kom; og í öðru lagi hafði hún í öllum asan-
um um morguninn gleymt að koma við á
þeim stað, er gamaldags gistihús láta
ónafngreinda, nema með tveim núllum á
hurðinni. Hún litaðist teprulega um. Orðið
,,konur“ blasti við. Ungfrú Charters keypti
sér dagblað og reikaði eins og af tilviljun
í áttina þangað.
Þar var óþriflegt eins og vant er og til
þess að hlífa sér við óþægilegri snertingu,
fórnaði hún heilli síðu af dagblaðinu sínu.
Það var nýútkomið og angaði af prent-
svertu. Heima hjá sér var ungfrú Charters
vön að nota dagblaðið í stað moskus til
þess að verjast meli, og nú hafði hún hug-
boð um, að það kynni á líkan hátt að vera
vörn gegn sóttkveikjum. Hún hafði
skamma viðdvöl, og þegar hún kom út,
skyggndist hún eftir farangri sínum og
gekk fram og aftur á stöðvarstéttinni á
meðan hún las það, sem eftir var af Le
Petit Journal. Enn átti hún eftir stundar-
f jórðungs bið.
Er sjö eða átta mínútur voru liðnar í
þeirri ládeyðu, sem oftast ríkti á frönsk-
um smástöðvum, heyrðist allt í einu hávaði
fyrir utan stöðina, bifhjólaskellir og há-
vær köll. Inn um hliðið, sem merkt var
„útgangur“ komu þrír hátíðlegir lögreglu-
þjónar í hermannabúningi, en að baki þeim
sást furðulegur mannfjöldi, sem virtist
spretta beint upp úr götunni. Lögreglu-
þjónarnir gengu rakleitt til ungfrú Char-
ters, sem starði á þá með sakleysislegum
undrunarsvip, og mæltust miður alúðlega
til þess, að hún kæmi með þeim.
„Hver vegna?“ spurði hún með mestu
rósemi. „Ég missi af lestinni." Þeir endur-
tóku tilmælin án allrar kurteisi. Hún heyrir
þá hvað eftir annað nefna orðið „portefeu-
ille“ og þótt hún ætti erfitt með að skilja
hinar þvoglulegu skýringar þeirra, varð
henni strax ljóst, hvers kyns var. Hulstrið
hafði fundizt. Hverjum gat líka dottið í
hug, að Frakkar gerðu svona rækilega
hreint undir rúmunum? Nú yrði hún neydd
til að skýra frá öllu sanían, missa af lest-
inni og síma til ættingjanna. Klukkur og
merki gáfu til kynna, að burtfarartími
lestarinnar nálgaðist óðum; ungfrú Chart-
ers beit saman vörunum og hóf einbeitt
síðustu tilraun til að sleppa.
„Ég er ensk,“ sagði hún. „Vegabréfið
mitt er í lagi. Viljið þér sjá það?“
Hún opnaði töskuna sína, en reyndi sam-
stundis að skella henni aftur. Efst, ofan á
vasaklútnum, Kölnarvatninu og vegabréf-
inu lá ólukkans rauða spólan, sem hafði
verið stungið þarna niður í mesta flýti. Sá
af lögregluþjónunum er fremstur stóð,
hafði strax komið auga á hana. Hann þreif
af henni töskuna sigri hrósandi. Hinir tveir
ruku nú sinn til hvorrar hliðar við hana,
en mannfjöldinn niðaði og ólgaði eins og
á í íeysingum. Er þeir leiddu hana út af
stöðinni sá hún út undan sér, að lestin var
að koma; þegar þau beygðu inn í „Aðal-
stræti" heyrði hún lestina blása og mása
út af stöðinni. Þá loks, er öll von var úti,
gat hún beint óskiptri athygli að vandræð-
um sínum.
Það var auðséð af framkomu lögreglu-
þjónanna, og af því, að farið var með hana
í ráðhúsið, að illt var í efni. Hún gerði eina
tilraun til að ná töskunni; hana vantaði
nokkur ómissandi orð í þá varnarræðu,
sem hún var að semja í huganum, en í
Clare Booth og Vincent Shee-
an, sem bæði eru þekktir rit-
höfundar, ræða um fyrirkomu-
lag fyrirhugaðrar samkomu,
sem halda á til ágóða fyrir
Kina á Waldorf-Astoriahótel-
inu í New York. Wendell
Wilkie, Pearl Buck og Henry
Luce ætla að flytja ræður á
þessari samkomu.
töskunni lá vasaorðabókin. Beiðni hennar
var hafnað. Háðslegur náungi, sem sat við
stórt skrifborð — borgarstjóri ? dómari?
— bandaði frá sér mótmælum hennar með
báðum höndum, en hlustaði með athygli
á lögregluþjóninn. Hið sama gerði ungfrú
Charters. Af framburði hans skildist henni,
að í hylkinu, sem fundizt hafði í herbergi
hennar, voru skjöl og útreikningar um
flugvöll þar í nágrenninu. Var hægt að
hugsa sér aðra eins óheppni? Eini slungni
njósnarinn, sem hafði flækzt til Pontdidier-
les Dames, þurfti endilega að henda sínum
illa fengnu upplýsingum inn um gluggann
hennar!
Fulltrúinn spurði hana loks, hvað hún
hefði fram að færa sér til málsbóta. Hún
sagði eins og satt var, og þótt frásögn
hennar væri full af „þér skiljið“, flutti hún
mál sitt vel. Fulltrúinn skrifaði hjá sér
skýringar hennar án þess að mæla orð og
að því búnu lagði hann fyrir hana hinar
óhjákvæmilegu spurningar, sem ómögu-
legt var að svara.
„Þér funduð þessa hluti kl. 10,45 í
morgun. Hvers vegna gerðuð þér ekki lög-
reglunni strax aðvart ? Þér haldið því fram,
að þetta sé yður algjörlega óviðkomandi.
Samt sem áður hafið þér gert tilraun til
þess að fara með annan hlutinn út úr land-
inu. Hvernig viljið þér skýra þetta?“
Ungfrú Charters gerði skýra grein fyrir
þeirri löngun, sem hún bar í brjósti, að
vera hrókur alls fagnaðar í teboðunum
heima. Það hljómaði raunar dálítið ein-
kennilega, en hún hafði þá trú, að Frakk-
ar væru að jafnaði sálfræðingar og af því
að hún væri útlend kona í vanda stödd,
vonaðist hún eftir samúð og riddaralegri
framkomu. Hinn háðski lögreglufulltrúi
hlustaði á hana, og þegar málfræðin fór í
mola og vörn hennar brast, íhugaði hann
málið, en sagði síðan:
„Mér þykir þetta afar leitt, ungfrú góð.
En skýringar yðar eru ekki fullnægjandi.
Það verður leitað á yður.“
Orðið, sem hann notaði seinast, hafði
ekki komið fyrir í þeirri frönsku, sem hún
lærði hjá fóstru sinn forðum, svo að
henni var ekki Ijóst, hvað hann ætlaðist
fyrir, þegar svartklædd kona, yggld á brá
gaf henni bendingu um að koma með sér.
Þessi kona og lögregluþjónninn leiddu
hana á milli sín inn í lítinn klefa, sem ang-
aði af músalykt. Lögregluþjónninn lokaði
hurðinni á eftir þeim. Dökkklædda kon-
an mælti nokkur snögg skipunarorð og
ungfrú Charters skildi það skelfingu lost-
in, að hún ætti að klæða sig úr hverri
spjör.
í æsku hafði það verið einn af Ijúfustu
dagdraumum hennar að þola píslarvætti,
sárt og svíðandi og snúast svo til réttrar
trúar — en alklædd. Nú lærðist henni, að
það er auðveldara að þola sársauka en
skömm, og það, sem yfirgnæfði allan kvíð-
ann og eftirvæntinguna í huga hennar, var
vitneskjan um það, að hún hafði ekki far-
Framh. á bls. 14.