Vikan


Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 24, 1941 7 Þau trúlofuðust 10. maí Smásaga eftir Ingólf Kristjánsson frá Hausthúsum. au gengu upp Túngötu kl. rúmlega 11, að kvöldi þess 9. maí 1940. Þau höfðu verið á bíó um kvöldið, og voru nú á leið heim til Guðmundar, en hann átti heima vestarlega á Ásvallagötu. Um nokkurt skeið voru þau búin að vera góðir kunningjar, og mátti vel sjá, að þau voru orðin ástfangin hvort af öðru, og það kom ekki ósjaldan fyrir, einkum þó í seinni tíð, að Lóa dveldi hjá honum fram eftir nóttu. Og einmitt þessa örlagaríku nótt, aðfaranótt tíunda maí bundust þau heitum . . . Klukkan var að byrja að ganga sex um morguninn, þegar Guðmundur fylgdi Lóu heim til hennar upp í Þingholtsstræti. Þau gengu hægt til að njóta samverunnar sem lengst. Þetta var heldur kaldur maímorg- unn, göturnar voru hrímaðar, og svalur blærinn lék um kinnar þeirra. „Hvað er nú þetta?“ sögðu þau samtímis, þegar þau komu á Túngöt- una gegnt Landakotsspítalanum, „það koma hermenn á móti okkur!“ hrópaði Lóa, og var mjög hrædd. „Er komið stríð hér í Reykjavík?“ „Það er ómögulegt," anzaði Guðmundur. „Þetta hljóta að vera einhverjar grillur í augunum á okkur. — — „Nei, þetta eru lifandi menn,“ árétti hann svo. Þau stóðu þarna eins og steingjörfingar nokkra stund, og Lóa hélt sér dauðahaldi í handlegg Guð- mundar. En svo sáu þau, að fólk streymdi að úr öllum áttum, og loks var orðin mannþyrping mikil fyrir framan þýzka ræðismannsbústaðinn. Þau gengu þangað óttaslegin um að eitthvað voðalegt myndi ske. Þar heyrðu þau einhverja vera að tala um það, „að mikil mildi hafi það verið, að það skyldu ekki hafa verið Þjóðverjar," og einhver sagði, að verið væri að handtaka þýzka ræðismanninn, en hann væri víst búinn að koma undan öllum skjölum. Þau héldu nú áfram leiðar sinnar, og alltaf voru þau að mæta hermannafylking- unum hverri af annari. En uppi í Þing- holtsstræti var allt kyrrt og hljótt, og eng- inn kominn á fætur heima hjá Lóu. Guðmundur kvaddi hana skammt frá húsinu, og hélt til baka niður í bæ. Hann var rétt búinn að gleyma hinum nýkomnu gestum, sem orðið höfðu á vegi þeirra á uppeftir leiðinni, svo hugsandi var hann um Lóu, að allt annað hvarf úr huga hans. Þó áttaði hann sig brátt, og minntist þá, hve Lóa hafði orðið hrædd, þegar hún sá þessa móklæddu menn, og hversu fast hún hafði þá þrýst handlegg hans. Og hann hélt áfram án þess að veita frekari eftir- tekt hermönnunum, rétt eins og hann hefði umgengist þá frá barnæsku. Og sumarið leið í sæluvímu ástarinnar, fyrir Lóu og Guðmundi. „Ástandið“ hafði engin áhrif á þau fyrst í stað, að öðru leyti en því að Lóa átti svo bágt með að þola hermennina, sem alls staðar voru á vegi hennar. Færu þau á bíó voru hermenn þar, sama máli var að gegna með kaffi- húsin, og gengju þau út sér til skemmtunar voru þeir alls staðar á sveimi. Þetta leiddi til þess að þau urðu minna saman en áður. Guðmundur var ekki orðinn kunnugur heima hjá Lóu, svo að hann gat ekki hitt hana þar, enda vildi Lóa líka síður, að fólkið sitt vissi um samveru þeirra að svo stöddu. Svo því aðeins bar fundum þeirra saman, að Lóa kæmi til hans, en það var afar sjaldan, bæði af því, sem áður er sagt, að Lóa vildi sem minnst vera úti vegna hermannanna, og svo sagði hún, að mamma sín hefði meiri gætur á sér eftir að hermennimir komu, ekki sízt vegna þess, að ýmsar miður fagrar sögur vom farnar að berast út um hermennina og kynsystur hennar. — En þrátt ' fyrir það að fundum þeirra fækkaði, minnkaði ást Guðmundar ekki, — þvert á móti fannst honum Lóa alltaf fegri og ástúð- legri efitr því, sem hann kynntist henni betur. Að áliðnu kvöldi í byrjun október var Guðmundur einn á gangi niður í bæ. Lóa hafði verið hjá honum kvöldið áður, og hafði sagt honum, að hún myndi koma til hans aftur að fjóram eða fimm dögum liðnum, ef hún fengi að fara út, sagði að mamma sín væri alltaf að versna með það, að lofa sér út á kvöldin. Hann taldi á fingrum sér, einn, tveir, þrír .. . , þá var hnippt í hann, það var Baldur, kunningi hans. „Hvað ert þú að fara?“ spurði hann. „Ekkert sérstakt,“ anzaði Guðmundur. „Komdu þá með mér inn á Hótel Island. Það er gaman að sjá, hvernig stelpurnar haga sér þar.“ „Æ, mig langar ekkert þangað,“ sagði Guðmundur, og varð hugsað til Lóu. Hví skyldi hann vera að slæpast á hótelum á kvöldin, þegar hún yrði að sitja heima, út af hræðslu í mömmu sinni, yfir því, að hún færi að daðra við Bretana. Hún ætti bara að vita, hve Lóa hefir mikla óbeit á þeim. „Við getum þó komið inn í ganginn og séð, hvaða stelpureruinni. Það eru að vísu alltaf þær sömu,“ sagði Baldur. „Ég hefi nokkrum sinn- um farið þangað, og það er nú meira sukkið, maður.“ „Mér er svo sem sama, þó að ég líti inn í ganginn með þér, en mig langar ekki til að fara að sitja þar inni.“ Það var satt, sem Baldur sagði, að það væri sukksamt þarna inni. Þar moraði allt af sjóliðum og landher- mönnum, og svo dálaglegur hópur af íslenzkum stúlkum, sem flestar vora meira og minna undir áhrifum víns, og þarna lágu þær eins og kjölturakkar uppi í fanginu á Bret- unum. — ? ? ? En hverri brá þarna fyrir. Guðmundur svitnaði niður á tær, og augun stirðnuðu í höfði hans. — Úti á dansgólfinu sveif Lóa í örmum eins sjóliðans, og lagði vangann upp að honum, og þegar hún kom auga á Guðmund, leit hún kæruleysislega til hans, °g þrýsti sér enn þéttara að sjóliðanum sínum og söng tryllingslega: „Ó, Tommí! Ó, Tommí!“ >OII|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii■111111111111111111111 | Vitið pér pað? | 1. Er kolefni í mannslíkamanum ? E 2. Hvað eru margar milljónaborgir í Ame- 1 í ríku ? i = 3. 1 hvaða landi er myntin Zloty notuð? i E 4. Hver er 11. landskjörinn þingmaður? E i 5. Hvar er bærinn Zagreb? i 6. Hvað er Burnus? | E 7. I hvaða landi er fljótið Orinoco? i 8. Hver hefir samið skáldsögurnar „Og i sólin rennur upp“ og „Vopnin kvödd“, | E og hverrar þjóðar er höfundurinn? E Hverjir hafa þýtt þær á Islenzku? i 9. Á hvaða breiddarstigum liggur Island ? | | 10. Hvenær var Verzlunarskóli Islands i i stofnsettur ? Sjá svör á bls. 15. | ^UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII IIIIIII1111111111111111111111111III || || HIIIIIIIIIIIIIIIIIÓ' Æ^umatíð kemui\ Er sumarið kemur með sólskin og ylinn, hve sælt er að lifa með framsóknarhug, þá örmagna veturinn eftir er skilinn og ógnandi myrkrinu vísað á bug. Sumarið brosandi býður oss gleði, og birtu, er þráir hið lifandi á jörð, hið fagra og góða ér lífið oss léði, þá iyftir oss, styrkir, ef sóknin er hörð. Sumarið blessað, er sífellt vér þráum, er sælunnar ímynd frá kyni til kyns, er iitfögru vorblómin ljóskrýndu sjáum, þá lítum vér dásemdir almættisins. Sumarsins ástkæru ylgeislar mýkja vor alskonar sárin, og græða þau bezt, úr huganum andstreymið verður að víkja, er vorsólin blikandi’ á himninum sést. Er sumarsins iimþrungni andvari bærir hvem útsprunginn blómknapp á víðlendri grund, þá dagurinn sólbjarti fögnuð oss færir, vér finnum þá margþráða hamingjustund. I>. E.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.