Vikan


Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 14

Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 24, 1941 Æfintýri ungfrúarinnar. Framh. af bls. 6. ið í hrein nærföt um morguninn, vegna hins óþriflega ferðalags með lestinni. Dökkklædda konan tók hendurnar af mjöðmunum og gerði sig líklega til þess að hjálpa til við að færa hana úr fötunum. Fyrir utan dyrnar heyrðist þrusk eins og lögregluþjónninn væri í þann veginn að koma inn. Ungfrúin hljóðaði upp yfir sig og byrjaði að hneppa, krækja og leysa frá sér í einu hendingskasti, en jafnóðum og hún fleygði frá sér fötunum greip sú dökk- klædda þau og þuklaði og leitaði í þeim með æfðum handatiltektum. Að lokum stóð ungfrú Charters berstrípuð á gólfinu með góða samvizku, sem henni fannst þó lítið skjól í og myndi fegin hafa látið fyrir þynnsta sumarkjól. Sú dökkklædda var nákvæm. Hún bar sokkana upp að birtunni og kreisti líf- stykkið. Loksins var hún ánægð og renndi nú rannsakandi augum yfir hinn hnípna líkama ungfrú Charters um leið og hún sneri henni í hring. Nú áttu lausnarorðin að koma. I stað þess heyrði hún andköf að baki sér — síðan kom augnabliks þögn og svo eitt óheillavænlegt ,,loksins“! Sú svartklædda þaut fram að dyrunum og kallaði út. Ungfrú Charters heyrði ákaf- ann í rödd lögregluþjónsins, er hann svar- aði og fótasparkið glumdi á ganginum, þegar hann kom hlaupandi. Hugurinn hljóp á harðaspretti, en rak sig óðara á. Hvað var nú á seyði? Hvað átti þetta að þýða? Sú dökkklædda sagði með mein- fýsnu háðbrosi: „Jæja, blessuð dúfan, nú skulum við líta á boðskapinn, sem stendur skrifaður á sitjandan ungfrúarinnar!“ Næstu augnablikin voru martröð á hæsta stigi, þegar sofandinn veit, að hann er að dreyma, veit, að hann muni sleppa úr klípunni, en verður að bíða þangað til hann fær að vakna. Sú dökkklædda hafði nú fengið bláklæddan kvenmann sér til að- stoðar. Önnur þeirra las úr þeim bókstöf- um, sem sjáanlegir voru, en hin skrifaði og bölvaði með sjálfri sér þeim óvana, sem sumir njósnarar höfðu, að skrifa leyndar- mál sín aftur á bak. Nokkur nærgætni var þó sýnd vegna aldurs og vegabréfs ungfrú Charters. Hurðin var í hálfa gátt, og lög- reglan beið fyrir utan. Þar var mikil há- reysti, en engar hótanir. Konurnar hlust- uðu vantrúaðar á þá skýringu, sem hún gaf á uppgötvun þeirra og höfðu ekki einu sinni fyrir því að skrásetja hana. Loks var afritið búið. Bláklædda konan fékk ungfrú Charters aftur föt hennar vingjarnlega, en sú svartklædda bannaði henni hins vegar að setjast, svo að letrið dýrmæta skyldi ekki mást af. Með lög- regluþjón sér við hlið og konumar fyrir aftan stóð nú veslings ungfrúin aftur frammi fyrir lögreglufulltrúanum á bak við stóra borðið. Hún var eldrauð í fram- an og henni fannst sem roðinn gengi inn Vikunnar. I.árétt skýring: — 1. langdægrið. — 11. stakkur. 12. hata. — 13. geislun. — 14. mannsnafn (stytt). — 16. gróðavegur. — 19. svaðinn. — 20. snös. -— 21. sængurklæði. — 22. fjörugróður. — 23. kaðall. — 27. hæð. — 28. stefna. — 29. kassi. — 30. hnoðað. — 31. festa. — 34. hreppi. — 35. spör- fuglar. — 41. hak. — 42. óslitnu. — 43. kenning- amafn. — 47. hans hátign. — 49. fornafn. — 50. trylli. — 51. kúla. — 52. óp. — 53. á fæti. — 56. hvíli. — 57. söng. — 58. leðja. — 59. dráttur. — 61. sonur Adams. — 65. höfuðbúnað. — 67. grípi. — 68. goða. — 71. vopn. -—• 73. liti. — 74. nátt- úruvísindi. L,óðrétt skýring: — 1. synd. 2. nautn. — 3. for- setning. -— 4. erta. — 5. dvala. — 6. líta. — 7. sarg. — 8. frumefni. — 9. mann. — 10. askur. — 11. yfirvofandi háskinn. — 15. fylgifé. -— 17. ástæður. —*- 18. kongsgersemi. — 19. reglur. — 24. óvinna. — 25. band. — 26. fjár. — 27. hólbúa. — 32. rit. — 33. postuli. — 35. mylsna. — 36. hljóð. — 37. fornafn. — 38. surt. — 39. kaðals. — 40. sævarheiti. — 44. ýtar. 45. notuðum. — 46. samskeyti. — 48. ósoðin. — 49. löngun. — 54. raup. — 55. guðshús. — 57. vopn. — 60. not. — 62. aum. — 63. fiskur. — 64. sig. — 66. ámæli. — 68. tré. — 70. forsetning. — 71. haf. — 72. ellefu. Lausn á 91. krossgátu Vikunnar. I.árétt: — 1./ Hellismannasaga. — 13. Varmá. — 14. rómar. — 15. rá. — 17. spá. — 19. tak. — 20. öl. — 21. trana. — 23. áta. — 25. rista. — 27. unga. — 28. Klifs. — 30. róum. — 31. gin. — 32. Re. — 33. af. — 35. ala. — 36. ið. — 37. mór. — 38. gær. — 40. an. — 41. dá. — 42. ól. — 44. mundangshófið. — 46. la. — 47. um. — 49. úf. •— 51. rof. — 54. fær. — 56. sú. — 57. sæi. — 59. gá. — 60. áð. — 61. sem. — 62. alna. — 64. rósta. — 67. gall. — 68. kinna. — 70. stó. — 71. tælda. — 72. að. — 73. dug. — 75. rós. — 76. at. — 77. falar. — 79. óáran. — 81. blaðaskammirnar. í bein. Fulltrúanum var afhent afritið. Hann athugaði það gaumgæfilega, fyrst í gegn um stækkunargler og síðan með spegli. Lögregluþjónninn og konurnar tvær teygðu úr álkunum, til þess að kom- ast á snoðir um örlög Frakklands, sem duttlungar hamingjunnar höfðu lagt í hendur þeim. ,,Og nú,“ stóð skrifað með stórum stöf- um, „vinn ég verk mín með ánægju, svo er Pillules Jink fyrir að þakka.“ Fulltrúinn varð hugsi á svipinn; 'hann starði á ungfrú Charters, því næst á að- stoðarkonurnar. Allt í einu þreif hann dag- blaðið sitt, sem lá samanbrotið á borðinu undir hönzkunum hans. Hann opnaði það í flýti og leitaði. Á sjöundu síðu fann hann það. Fyrirsögnin var „kvensjúkdómar". Fyrir neðan stóðu einmitt orðin, sem lesið hafði verið úr með svo miklum erfiðismun- um. Þá kom mynd af glaðlegri, ungri stúlku. Línu líkamans minntu á uppdrátt af stórborg. Hann sat þögull og bar þetta saman og beitti stækkunarglerinu óspart. Loks leit hann upp, og er ungfrú Charters mætti augnaráði hans, sá hún þar bregða fyrir skilningsglampa, eins konar sigur- leiftri og niðurbældum hlátri. Það var erfitt að standast þetta augnaráð, en þau óþægilegu atvik, sem tílviljunin hafði bak- að henni, megnuðu þrátt fyrir allt ekki að kæfa allan enskan kjark í brjósti henn- ar. Hún átti eitt kröftugt orð ósagt: Lóðrétt: — 1. hortugir. — 2. LV. 3. lasna. — 4. Irpa. — 5. smá. — 6. má. — 7. nr. — 8. nót. — 9. amar. — 10. sakir. — 11. ar. — 12. afla- mann. — 16. árnið. — 18. útigangshesta. — 20. ötula. — 22. agn. — 23. ál. — 24. a. — 26. sóa. — 28. kær. — 29. sag. — 32. ró. — 34. fæ. — 37.. mánar. — 39. rófur. — 41. dul. — 43. lim. — 45. lúsakamb. — 48. rúplatur. — 50. fælið. — 52. og. — 53. far. — 54.‘fáa. — 55. æð. — 56. selda. — 58. inn. — 61. sal. — 63. andað. — 65. ós. — 66. tó. — 67. gæsar. — 69. aula. — 71. tóri. — 74. gas. — 75. rám. — 77. fa. — 78. rk. — 79. óm. — 80. NN. „Ég ætla mér að kæra ástandið á járn- brautarnáðhúsinu fyrir heilbrigðisstjórn- inni!“ . Þetta var það bezta, sem hún gat gert. Hin hótunin, sem henni hafði fyrst dottið í hug, að senda umkvörtun sína til sendi- herrans í París og heimta uppreisn og opinbera afsökun, myndi ekki duga. Bæði hún og fulltrúinn vissu, hvernig á því stóð. Hún myndi aldrei geta fengið sig til að trúa nokkurri einustu manneskju fyrir þessari átakanlegu reynslu sinni. Á slíkt mátti aldrei minnast í virðulegum samræðum. Hve biturt háð! Loks eftir fjörutíu löng ár hafði hún lent í óvanalegu æfintýri, en það þurfti þá endilega að vera þess eðlis, að velsæmisins vegna var hún neydd til að þegja yfir því. Ungfrú Charters efndi þetta. Ættingj- arnir, sem tóku á móti henni daginn eftir, voru þeirrar skoðunar, að dvölin í Frakk- landi hefði ekki haft sérlega góð áhrif á hana. Þeim þótti hún vera hæglát og þögul og gerðu þess vegna tilraun til að hrista af henni deyfðina. Henni var boðið í glað- vær samkvæmi, þar sem hún sat og hlust- aði þögul og með samanklemmdar varir á frásagnir um ferðalög og ævintýri frá stórborgum og baðstöðum. „En þá hafði vesalings Aggie aldrei frá neinu að segja,“ eins og ein frænka henn- ar komst að orði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.