Vikan - 12.06.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 24, 1941
13
Dularfullur atburdur
s
Framhaldssaga eftir AGATHA CHRISTIE.
Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock
Holmes í sögum Conan Doyle's — sem sezt hefir að i London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir.
Dómarinn gafst upp við þetta. 1 stað þess fór
hann að spyrja um bílstjórann, og fékk að vita,
að það væri ekki lengra síðan en í gær, að Ren-
-auld hefði haft orð á því, að sennilega hefði hann
ekki þörf fyrir bílinn í bráð, og Masters gæti því
eins vel tekið sér frí.
Ég sá að Poirot hleypti brúnum.
,,Hvað er að?“ spurði ég lágt.
Hann hristi óþolinmóður höfuðið og spurði:
„Afsakið, herra Bex, en gat Renauld ekki ekið
bílnum sjálfur?"
Lögreglufulltrúinn leit spyrjandi á Francoise,
og gamla konan svaraði samstundis:
„Nei, húsbóndinn ók aldrei sjálfur.“
Hrukkurnar á enni Poirots urðu dýpri.
„Bara að þér vilduð segja mér, hvað er að,“
sagði ég óþolinmóður.
„Skiljið þér þetta ekki? 1 bréfi sínu talaði
Renauld um að senda bílinn til Calais til að sækja
mig."
„Hann hefir kannske ætlað sér að fá leigubíl,"
•sagði ég.
„Já, því er sennilega þannig varið. En hvers
vegna ætti hann að vera að leigja bíl, ef hann
á bíl sjálfur? Hvers vegna valdi hann daginn í
gær til að senda bílstjórann í fri allt í einu og
án fyrirvara? Vildi hann af einhverri ástæðu
koma honum burtu áður en við kæmum?"
FJÓRÐI KAPlTULI.
Bréfið með undirskriftinni „Dulcie“.
Francoise var komin út úr herberginu. Rann-
sóknardómaririn klappaði hugsandi með fingrun-
um á borðplötuna.
„Herra Bex,“ sagði hann eftir stundarkorn,
„hér höfum við tvo vitnisburði í algerðri mótsögn
hvor við annan. Hvorri eigum við að trúa, Fran-
coise eða Denise?"
„Denise," sagði lögreglufulltrúinn með sann-
færingu. „Það var hún, sem opnaði fyrir konunni.
Francoise er gömul og þrjóskufull og er bersýni-
lega illa við frú Daubreuil. Auk þess höfum við í
höndum vitneskju, sem bendir í þá átt, að Ren-
auld hafi verið i þingum við aðra konu.“
„Alveg rétt!“ hrópaði Hautet. „Því höfum við
alveg gleymt að segja herra Poirot frá.“ Hann
leitaði skjölunum á borðinu, og að lokum fann
hann það, sem hann vantaði, og rétti vini mínum
það. „Þetta bréf fundum við í vasanum á yfir-
frakka Renaulds sáluga."
Poirot tók bréfið og opnaði það. Það var máð
og þvælt og skrifað á ensku með frekar barna-
legri hönd:
„Kæri vinur!
Hvers vegna hefir þú ekki skrifað mér
svona lengi? Þú elskar mig þó ennþá, er
það ekki? Bréfin þin hafa í seinni tíð verið
svo undarlega breytt og kuldaleg, og nú
hefir þú ekkert skrifað i langan tima. Ég
er hrædd við þessa þögn. Ef þú hættir nú
að elska mig! En það er ómögulegt — ég
er bara kjánalegt barn, sem ímyndar sér
allt það versta! En ef þú hættir í raun og
veru að elska mig, veit ég ekki hvað ég
tæki til bragðs — ef til vill mundi ég
fremja sjálfsmorð! Ég gæti ekki lifað án
. Hercule Poirot, leynilög-
'* reglumaður, hefir hvatt
félaga sinn til að skrifa niður frásögu af
dularfullum atburði, sem gerðist í námunda
við „Villa Geneviéve" í Frakklandi, en þeir
bjuggu saman í London, er þetta átti sér
stað. Frásögumaður byrjar á því, að hann
hittir í járnbrautarlest einkennilega stúlku,
sem segist vera leikkona. Hún kallar sig
„öskubusku", þegar þau skilja. Nafn sitt
vill hún ekki segja honum. Poirot fær bréf
frá miljónamæringnum Renauld, sem biðst
hjálpar, af því að hann er hræddur um líf
sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve“ í Frakk-
landi. Þegar þeir félagar koma þangað, er
þeim sagt, að Renauld hafi verið myrtur.
Poirot ákveður að taka þátti i rannsókn
málsins með frönsku lögreglunni. Rann-
sóknardómarinn yfirheyrir Francoise ráðs-
konu. Hún segir frá konu, frú Daubreuil,
sem Renauld hefir verið í þingum við og
hafi heimsótt hann kvöldið áður. En Denise,
þjónustustúlka segir, að það hafi verið
önnur kona.
þín. Stundum imynda ég mér, að önnur
kona sé komin upp á milli okkar. En hún
má gæta sín — og þú líka! Ég vildi alveg
eins drepa þig eins og lofa henni að njóta
þín. Það er alvara.
En nú er ég orðin háfleyg. Þú elskar mig,
og ég elska þig — ég elska þig, elska þig,
elska þig! Þín
Dulcie."
Á bréfinu var hvorki heimilisfang né dagsetn-
ing. Poirot afhenti bréfið aftur alvarlegur á svip-
inn.
„Og tilgátan er------?“
Rannsóknardómarinn yppti öxlum.
„Það er augljóst mál, að Renauld hefir verið í
þingum við þessa ensku konu — þessa Dulcie.
Svo sezt hann að hér og kemst i tæri við frú
Daubreuil. Hann verður kuldalegri við hina, og
það vaknar undir eins grunur hjá henni. 1 þessu
bréfi er greinileg hótun. 1 fyrstu virtist málið
vera eins einfalt og hugsast gat. Orsökin: Af-
brýðisemi. Sú staðreynd, að Renauld var stung-
inn með rýting í bakið, virtist ótvírætt gefa til
kynna, að kona hefði verið að verki."
Poirot kinkaði kolli.
„Hnífsstungan í bakið, já — en ekki gröfin!
Það var erfitt verk — engin kona hefði getað
grafið þessa gröf. Það var karlmannsverk."
„Já, já. Það er alveg rétt. Það datt okkur ekki
í hug.“
„Eins og ég sagði," hélt Hautet áfram, „í
fyrstu virtist málið einfalt, en grímuklæddu
mennirnir og bréfið, sem þér fenguð frá Renauld
gerir málið miklu flóknara. Hér virðumst við
hafa tvær orSakakeðjur, en á milli þeirra er ekk-
ert samband. Hvað bréfinu, sem þér fenguð, við-
víkur, haldið þér, að það geti verið, að það eigi
við bréf „Dulcie" og hótanir hennar?"
Poirot hristi höfuðið.
„Tæplega. Maður eins og Renauld, sem lifað
hefir æfintýraríku lífi í hálfviltum landsvæðum,
mundi tæplega biðja um vernd gegn kvenmanni."
Rannsóknardómarinn kinkaði kolli til sam-
þykkis.
„Kemur heim við mína skoðun. Þá verðum við
að finna einhverja skýringu á bréfi því, sem þér
fenguð------.“
„1 Santiago," greip lögreglufulltrúinn fram i.
„Ég mundi undir eins síma lögreglunni þar og
biðja um nákvæmar upplýsingar um líf Renaulds
þar vestra, ástamál hans, viðskiptamál, vini og
óvini, ef einhverjir eru. Það mætti undarlegt
heita, ef við fengjum ekki þannig einhverjar not-
hæfar bendingar um þetta dularfulla morð.“
Lögreglufulltrúinn leit í kringum sig sigri hrós-
andi.
„Ágætt!" sagði Poirot í viðurkenningarróm.
„Konan hans getur kannske líka gefið okkur
einhverjar upplýsingar," bætti dómarinn við.
„Þér hafið ekki fundið önnur bréf frá þessari
Dulcie i skjölum Renaulds?" spurði Poirot.
„Nei. Auðvitað var það okkar fyrsta verk að
rannsaka öll einkaskjöl hans á skrifstofunni. En
við fundum ekkert markvert. Það eina, sem var
dálítið óvenjulegt, var erfðaskrá hans. Hérna er
hún.“
Poirot las hana yfir.
„Sjáum til. Þúsund punda styrkur til herra
Stonor — hver er það?“
„Einkaritari Renaulds. Hann varð eftir í Eng-
landi, en hefir stundum komið hingað um helgar."
„Og allar aðrar eignir sínar arfleiðir hann sína
ástríku eiginkonu, Eloise, að. Mjög einfalt og
blátt áfram, en þó fyllilega löglegt. Vitundar-
vottar eru þjónustustúlkurnar Francoise og Den-
ise. Mér finnst ekkert óvenjulegt við þetta.“ Hann
afhenti það aftur.
„Ef til vill,“ sagði Bex, „en tókuð þér eftir ..."
„Dagsetningunni ? “ greip Poirot fram í fyrir
honum og deplaði augunum. „Jú, ég tók eftir
henni. Það var fyrir hálfum mánuði. Það hefir
kannske verið þá, sem hann fór fyrir alvöru að
verða hræddur um líf sitt. Margir auðkýfingar
deyja, án þess að hafa gert erfðaskrá, að því er
virðist vegna þess, að þeir búast ekki við dauða
sínum. En það er hættulegt að fella órökstuddar
ályktanir um þetta. Þó virðist mér, að erfðaskrá-
in bendi til, að honum hafi þótt mjög vænt um
konu sína, þrátt fyrir það að hann hefir verið
eitthvað með öðrum."
„Já,“ sagði Hautet i efunarróm. „En það virð-
ist ekki sanngjarnt gagnvart syninum að gera
hann svona algerlega háðan móðurinni. Ef hún
giftist aftur og seinni eiginmaðurinn fengi umráð
yfir fjármununum, þá gæti svo farið, að sonur-
inn fengi lítið af hinum miklu auðæfum föður
síns.“
Poirot yþpti öxlum.
„Karlrnaðurinn er hégómleg vera. Renauld hefir
eflaust búizt við, að ekkjan myndi ekki giftast
aftur. Og hvað soninn snertir getur það hafa
verið nauðsynleg varúðarráðstöfun, að móðirin
hefði umráðarétt yfir peningunum. Rikra manna
synir eru oft útsláttarsamir, eins og þér vitið.“
„Jú, ef til vill er þessu þannig varið. Jæja,
herra Poirot, þér vilduð sjá staðinn, þar sem
glæpurinn var framinn. Því miður er líkið þar
ekki lengur, en fjöldi mynda var tekinn, sem
þér getið fengið í hendur strax og búið er að
framkalla þær.“
„Ég þakka yður fyrir, hve þér eruð vingjam-
legur," sagði Poirot.
Fulltrúinn stóð á fætur.
„Viljið þér þá ekki gera svo vel að koma með
mér, herrar minir."