Vikan


Vikan - 21.08.1941, Síða 3

Vikan - 21.08.1941, Síða 3
VTKAN, nr. 34, 1941 3 Framhald af forsíðu. íands til forna. Er hann manna fróðastnr nm Grænland að fornu og nýju, og hefir iðu- lega hvatt til þess, að vér Islendingar legð- um áherzlu á að endurheimta rétt vorn í Grænlandi með það fyrir augum að hagnýta auðæfi landsins til láðs og lagar. Fyrir þessi störf sín hefir dr. Jón Dúason hlotið litlar vin- sældir í Danmörku, en þar hefir hann verið búsettur til skamms tíma, er hann fluttist alfarinn út hingað, til áð koma hinum tveim miklu ritverkum sínum, ,,Land- könnun og landnám Islendinga í Vesturheimi“ og „Réttarstöðu Grænlands", út á íslenzku. Það má segja, að í þessum tveimur ritum hans felist ævistarf mannsins, og er trúlegt að þjóðhollir íslendingar taki tveim höndum við jafn stór- mannlegum skerf til sögu þjóðar- innar. — Hver fann Ameríku? Fyrsta spurningin, sem vérleggj- um fyrir dr. Jón Dúason er þessi: Hver fann Ameríku fyrstur hvítra manna? — Vissulega, segir dr. Jón, heimsmynd, sem braut í bág við hina fornu heimsmynd í heiðnum sið og einnig við hina lærðu heimsmynd miðaldanna. Það var knýjandi nauðsyn landnámsmannanna á Grænlandi að kanna norðurvegu og strandir þeirra eylenda, sem þeir vissu vera norður, suð- vestur og allt til norðvesturs af byggðum þeirra. Eftir fund Vínlands árið 1000 juk- ust landkönnunarferðir þessar og leiddu heimsmynd Islendinga var í alla staði rétt að því er tekur til norðurhvels jarðar, að öðru leyti en því, að þeir hugðu sig komna til Afríku, er þeir tóku land einhvers stað- ar á amerískri strönd. Það er óhætt að segja, að Columbusi hafi verið kunnugt um „landahring“ íslendinga handan við höfin, og það hafi eitt með öðru ýtt undir hann, er hann lagði upp í sína frægu landaleit og „fann“ Ameríku öðru sinni. Annars SiglingaleiSir Vínlandsferðanna. Uppdrátturinn sýnir siglingaleið Bjama Herjólfssonar árið 986, Leifs Eiríks- sonar árið 1000, Þorvalds Eiríkssonar, Þorsteins Eiríkssonar, Þorfinns Karls'efnis og Vínlandsskipa síðari tíma — Um það er engum blöðum að fletta, segir dr. Jón Dúason, það var Bjarni Herj- ólfsson sonar-sonar-sonur íslenzks land- námsmanns og í ætt við Ingólf Arnarson, er fyrstur reisti varanlega byggð á Islandi. Það var árið 986, eða 14 árum áður en Leifr Eiríksson fór um þau hin sömu lönd, er Bjarni hafði séð á siglingu sinni frá íslandi til Grænlands. Hrakti Bjarna af leið og kom hann fyrst í landsýn við New- Foundland, en sigldi síðan norður með Labrador og allt til Baffinslands, áður en hann kæmist að leiðarlokum til Herjólfs- ness á Grænlandi, þar sem faðir hans bjó. Um þetta segir svo í Grænlendinga sögu: „Þat er nú þessu næst, at Bjami Herjúlfs- son kom utan af Grænlándi á fund Eiríks jarls; ok tók jarl við honum vel. Sagði Bjarni frá ferðum sínum, er hann hafði lönd séð, ok þótti mönnum hann verit hafa úforvitinn, er hann hafði ekki at segja af þeim löndum, ok fékk hann af því nokkurt ámæli. Bjarni gerðist.hirðmaður jarls, ok fór út til Grænlands um sumarit eptir. Var nú mikil umræða um landa leitan.“ — Þar með var Ameríka ekki aðeins fundin, held- ur var fundurinn einnig birtur og gerður kunnur öllum hinum germanska heimi, því einnig í þá daga flaug minni fiskisaga en það, að fundin væri ný heimsálfa og að heimsmynd Ásatrúarinnar væri alröng. Islenzka heimsmyndin. — Var þá að ræða um nýja heimsmynd Islendinga eftir fund Ameríku? brátt til íslenzks landnáms á austur- og norðurströnd Ameríku. Islenzka heims- myndin, sem byggðist á staðreyndum, fegnum í siglingum Islendinga allt suður á norðurströnd Suður-Ameríku, er þeir af góðum ástæðum álitu vera áframhald af norðvesturströnd Afríku, er lokaði Atlants- hafinu að sunnan. Þessi ísl. heimsynd þótti i Evrópu svo nýstárleg og merkileg, að hún komst að nokkru inn í rit lærðra manna á miðöldum og lá það þó engan veginn laust fyrir, þar sem lærðir menn í þá tíð sóttu allt sitt vit í rit Ptolemæusar. Þessi voru landkönnunarferðir Islendinga fræg- ar um allar jarðir á miðöldum. Til gamans skal þess getið, að til er írsk saga, rituð á latínu á 11. öld og nefnist „Navigation brandani“, skáldsaga um sigling hins heil- aga Brandans ábóta til Paradísar, og er hún hreint og beint ekki annað en „plagiat" af íslenzkri Vínlandsferðasögu. Afkomendur í^lendinga lifa í Grænlandi enn. — En hvað varð af íslenzku landnáms- mönnunum vestan hafs? Heimsmynd lslending-a. Landahringurinn. (Norður-suðurlína er há- degisbaugurinn um Greenwich). 1 Bjarmaland. 2 Fjærra Bjarmaland. 3—4 Græn- land. 5 Suðurbotn. 6 Norð- urbotn. 7 Hafsvelgir. 8. Helluland. 9. Marklands- botnar. 10 Markland. 11 Furðustrandir. 12. Straum- fjörður. 13. Bjamey við Markland. 14 „. .. botnar". 15 Vínlandsskagi = ,,nes þat er norðr gekk af landinu". 16 Vinland. 17 Innhafið. 18. ísland. 19. Nýjaland. 20. Svalbarð. 21. Tröllabotn. 22—22 Uthafið (Hafið rauða).

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.