Vikan


Vikan - 21.08.1941, Side 4

Vikan - 21.08.1941, Side 4
4 VIKAN, nr. 34, 1941 — Eftir því sem ég bezt veit, segir dr. Jón, lifa þeir góðu lífi enn þann dag í dag eða öllu heldur afkomendur þeirra. Þetta mun þykja saga til næsta bæjar, þar sem þrástaglazt hefur verið á því, að Islend- ingar væru útdauðir í Grænlandi fyrir æfa- löngu, hvað þá heldur landnámsmennirnir í Ameríku, utan útflytjenda síðari tíma. Hins vegar tjóir ekki að búast við því, að vér finnum afkomendur forfeðra vorra að útliti og í háttum eins og Islendinga hér á landi og annars staðar, þar sem hvítir menn byggja. Vér verðum að hafa hug- fast, að frumþjóðin á hinni norðlægu strönd Ameríku voru Skrælingjar, kynþáttur á frumstæðasta menningarstigi og þó öllu heldur villimenn. Þeir voru svartir á hör- undslit og svartir á hár, dvergvaxnir og bjuggu í holum í jörðinni. Þeir voru mein- lausir og kunnu ekki til hernaðar, svo að það er útilokað, að vígdjörf þjóð eins og íslendingar til forna hafi látið í minni pok- ann fyrir þeim. Þeir voru svo meinlausir, að sagnir segja, að Isl. gæfu börnum sín- um þá fyrir leikföng. Annað er það, að ótti kann að hafa flögrað að fámennum landnámsflokkum eins og liði Þorfinns Karlsefnis, er þeir komu óvænt og hundr- uðum saman að landnemunum, en sá ótti mun hafa verið sprottinn af líkingu Skræl- ingja við ára helvítis eins og kirkjan kenndi. — Nú er það að segja af viðskipt- um þessarar frumþjóðar Norðaustur-Ame- ríku og Islendinga í Grænlandi, að hvorir sáu aðra fyrst í landkönnunarferðum Is- lendinga til norðaustur strandar Ameríku. Þegar svo landnámsflokkar tóku sig upp frá Grænlandi til að nema víðtæk lönd amerísku strandarinnar, blönduðu þeir blóði við frumþjóðina eins og alltaf verð- ur, er tvær þjóðir lifa í góðum friði hver innanum aðra. Er ekki að orðlengja um það, að Eskimóarnir í Grænlandi eru af- komendur Islendinga, aðeins sárlítið bland- aðir Skrælingjum. Blóðblöndun við síðari Norðurálfumenn gætir þar tiltölulega lítið. Tunnit rústimar, íslenzk mannvirki. — En hvað varð þá af íslenzku land- námsmönnunum annars staðar í Ameríku ? — Það er erfiðara að rekja spor þeirra. Á norðausturströndinni og alla leið til Siberíu eru forn mannvirki, sem nefnd eru nú Tunnit-rústir. Það eru margs konar hlaðin mannvirki. Ég fyrir mitt leyti er ekki í nokkrum efa um, að þetta séu minj- ar um landkönnun og landnám íslendinga frá Grænlandi. Hafa íslendingar þá fyrstir manna þekkt og siglt norðvesturleiðina, sem svo er kölluð, og síðári tíma land- könnuðir hafa getið sér frægð fyrir að finna og kanna. Suður á bóginn hafa Is- lendingar komizt til Mið- ogSuður-Ameríku. Grunar mig að Quetzalcohualt-trúarbrögðin í Mexiko hafi orðið til fyrir íslenzk, kristileg áhrif, því svo gömul eru þau að engin lík- indi eru til þess að Spánverjar hafi haft þar á nokkur áhrif. Quetzalcohualt var löggjafi og foringi þjóðflokks, sem nefndur var Toltequerar og Indjánar töldu kominn yfir haf frá norðlægu, köldu landi. Þeir voru háir og vel vaxnir, næstum hvítir eins og Norðurálfumenn og lifðu í ein- kvæni. Foringja þeirra var svo lýst, að hann væri hvítur maður, skeggjaður og með gulbjart hár. Hér sem annars staðar, þar sem Islendingar rákust á Indíána hlutu þeir um síðir að bera skarðan hlut frá borði, þegar þjóðirnar blönduðust. Hvað sem líður afdrifum Islendinga suður um alla Ameríku, er það víst, að siglingar þeirra þar syðra hafa staðið langt fram á aldir, því Cas Casas segir svo frá um fyrsta fund og landnám á Cuba, að Indjánarnir þar hafi staðið fastar á því en fótunum, ,,að aðrir hvítir og skeggjaðir menn, líkir okkur sjálfum, hefðu komið til þessarar eyja, Espaniola (Haiti), ekki mörgum ár- um á undan okkur.“ — En viðv. Tunnit- rústunum og hinum ævintýralegu land- könnunarferðum Islendinga til forna um frosin höf, þá hefir íslendingurinn -Vil- hjálmur Stefánsson bezt sannað, hvernig hægast er að ferðast um þessar slóðir og hve hægt er í raun og veru að fara um hin norðlægu lönd og frosnu höf. Eitt með öðru, sem vakti fyrir Vilhjálmi Stefáns- syni á ferðum hans, var að finna hina ljósu og bláeygu Eskimóa, afkomendur Is- lendinga frá Grænlandi á norðurströnd Ameríku. Hér er hvorki staður né stund til að ræða um rannsóknir Vilhjálms Stefánssonar, sem eru hinar þýðingar- mestu, en um það er ég sannfærður, að ef Ameríkumenn sneru sér að rannsókn á Grænlandi og fólkinu þar með þeim áhuga og krafti sem í rannsóknarferðum Vil- hjálms Stefánssonar, þá muni margt það koma í ljós, sem styður skoðanir mínar um afrek og afdrif íslenzku landnáms- mannanna þar í landi.“ Að lokum spyrjum vér dr. Jón um rit hans „Landkönnun og landnám“, sem nú er að koma út, og um niðurstöður þess. — Þess má ekki vænta, segir dr. Jón, — að ég geti í stuttu blaðaviðtali gert 1 Vitið pér það? | 1. HvaSa drepsótt barst hingað til lands i 1402 og hve lengi geisaði hún? É 2. Hvaða þjóðhöfðingi í Mið-Evrópu dó I I meðan á seinustu heimsstyrjöld stóð? | i 3. Hvers vegna finnst manni 15° h'eitt | vatn kaldara en 15° heitt loft? : 4. Hvað hét hestur reiðkapþans og kvik- = 5 mjmdaleika.rans Tom Mix? | 5. Hvað er „Taburett"? : 6. Hver var biskup í Skálholti 1238— i 1268? i : 7. Hvað kalla Arabar Evrópumenn? i 8. Hvers vegna er þægilegra að nota ljós | | eða hvít föt á sumrin? i 9. Hvað voru Abraham og Sara gömul, | þegar Isak fæddist? : 10. Hverjar urðu frægastar af kvikmynd- i um þeim sem Douglas Fairbanks lék í ? | i Sjá svör á bls. 14. i • lllllllllllllt 111)111111 IIMIIIIIIIIIMIIIIIII Ml IIMIII IIMIIIMimitllllltMlfllllHUIlllllltlltl grein fyrir öllum niðurstöðum rits þessa, sem mönnum mun nokkur nýjung á að vita, þaðan af síður fært fram rök fyrir jafnvel því fáa, sem hér hefir verið sagt. Verð ég í því efni að vísa til heftanna jafnóðum og þau koma út. En mér er óhætt að segja, að hverjum hugsandi Islendingi ætti að vera það kapps- mál að kynnast þessum hluta sögu þjóðar- innar, sem lítill gaumur hefir verið gefinn hér á landi allt til þessa. Hitt er svo ann- að mál, hvort hann er á sömu skoðun og ég um þessi efni, en því hefi ég samið rit þessi, að ég vildi færa löndum mínum upp í hendur gögn og heimildir til sjálfstæðrar íhugunar um þetta efni, frekar en halda að þeim grundvallaðri skoðun minni. ]ðað er aÍDeg dreiðajt legl/ Úlfaldinn, jakuxinn og lamadýrið eru einhver gagnlegustu dýr jarðarinnar. Þau sjá mönnunum fyrir tjöldum, fötum og ullarteppum, sem búin eru til úr hári þeirra og skinni, og svo sjá þeir líka fyrir kjöti, mjólk og eldivið. * I Syrakus á Sikiley er risastór klukku- laga hellir, sem heitir „Eyra Dionysios“ og hefir einkennilegan hljómburð. Harðstjór- inn Dionysios notaði hellinn fyrir fangelsi og úr höll sinni, sem hann byggði yfir hell- inn, gat hann heyrt allt, sem fangarnir sögðu. Þegar alt-rödd syngur nokkra tóna þar niðri, hljómar það eins og orgelleikur. * Mary Jones, sem var dvergur í Shrops- hire, var aðeins 93 cm. á hæð, en varð 100 ára gömul. * Gingkotréð er elzta trjátegund í heimi. Það hefir verið til næstum óbreytt í 10 millj. ára. Það vex mjög hægt og eru dæmi til þess að gingkotré hafi vaxið í 75 ár, áður en það bar ávöxt. * Dýrasta klukka, sem til er í heiminum, var eign Piusar páfa XI. Hún er metin á 1200000 kr. * I St. Paulskirkjunni nálægt bænum Sa- cramento í Kalifomíu er einkennilegur kór. Það eru 400 söngfuglar í búrum fram með altarinu. Fyrstu tónar hvers sálms eru flautaðir, og þá taka fuglarnir við og syngja með orgelinu. * Meðal hinna mörgu einkennilegu dansa, sem íbúar Bechuanalands í Suður-Afríku dansa, er „krukkudansinn“, þar sem fullt eins mikið er komið undir höfðinu eins og fótunum. Dansmeyjamar hreyfa fætur og líkama með geysilegum hraða og hafa ávalar leirkmkkur á höfðinu, sem þær verða að láta halda jafnvægi á hárinu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.