Vikan


Vikan - 21.08.1941, Page 11

Vikan - 21.08.1941, Page 11
VIKAN, nr. 34, 1941 11 Dularfullur atburdur Framhaldssaga eftir AQATHA CHRISTIE. Poirot er fræg persóna í skáldsögum Agatha Christie. Hann er leynilögreglumaður — hliðstæður Sherlock Holmes í sögum Conan Doyle’s — sem sezt hefir að í London og getið sér mikinn orstír fyrir uppljóstranir. „Þetta getur verið,” sagði fulltrúinn mjög æstur. „Getur verið?” öskraði Stonor. „Það er áreið- anlegt. Hafið þér spurt frú Renauld um þetta ímyndaða ástabrall?” „Nei, við vildum komast hjá að valda henni ‘enn meiri sorgar, ef unnt væri.“ „Sorgar? Hún myndi hlæja að ykkur. Ég segi yður það satt, að þau voru fyrirmyndar hjón.“ „Já, þá dettur mér annað í hug,“ sagði Hautet. „Sagði herra Renauld yður frá ákvörðununum, sem hann tók viðvíkjandi erfðaskrá sinni?" „Ég sá hana sjálfur og fór með hana til lög- fræðingsins fyrir hann, þegar hann var búinn að akrifa hana. Ég get sagt yður nafn lögfræðingsins, ef þér viljið. Hann hefir erfðaskrána. Hún er mjög óbrotin. Helminginn á kona hans að fá, á meðan hún lifir og hinn helminginn fær sonur þeirra. Fáeinar dánargjafir og að því er ég bezt man, arfleiddi hann mig að þúsund pundum.” „Hvenær skrifaði hann þessa erfðaskrá?" „Fyrir hálfu öðru ári hér um bil.“ „Eruð þér mjög undrandi, herra Stonor, þegar ég segi yður, að fyrir hálfum mánuði samdi hann nýja erfðaskrá?” Stonor var auðsjáanlega mjög undrandi. „Það hafði ég ekki hugmynd um. Hvemig var hún?“ „Hann arfleiðir konu sína eina að öllum þessum geysilegu auðæfum, sem hann átti. Hann minnist ekki á son sinn þar.“ Stonor flautaði lágt. „Það finnst mér ónærgætnislegt gagnvart unga manninum. Að vísu dáir móðir hans hann, en í •augum almennings lítur þetta út eins og faðir hans hafi ekki treyst honum. Þetta særir hann áreiðanlega mjög mikið. En að hinu leytinu sann- ar þetta það, sem ég sagði ykkur áðan, að það var mjög innilegt á milli hjónanna og þar hafði engin snurða hlaupið á þráðinn.” „Já, satt er það,“ sagði Hautet. „Við verðum víst að skipta um skoðun á ýmsu. Við höfum auð- vitað sent skeyti til Santiago og vonumst eftir svari á hverri stundu. Þegar það kemur, verður þetta sjálfsagt allt ljóst. En ef þetta er rétt hjá yður með gjaldþvingunina, þá ætti frú Daubreuil að geta frætt okkur um margt." Nú spurði Poirot: „Herra Stonor, hafði Mast- ers bílstjóri verið lengi í þjónustu Renaulds?" „1 meira en ár.“ „Hafið þér nokkra hugmynd um, hvort hann hefir nokkum tíma verið í Suður-Ameríku?” „Ég er viss um, að hann hefir aldrei verið þar. Áður en hann kom til Renaulds, hafði hann verið í mörg ár hjá fjölskyldu, sem ég þekki, í Glou- cestershire." „Þér eruð þá viss um, að hann sé hafinn yfir allan grun?“ „Áreiðanlega." Poirot virtist vera niðurbeygður. Á meðan hafði rannsóknardómarinn kallað á Marchand. „Viljið þér bera frú Renauld kveðju mína og segja henni, að mig langi til að tala við hana í fáeinar mínútur. En biðjið hana að ómaka sig ekki neitt, ég muni koma upp.“ Marchand kvaddi með hemiannakveðju og fór út úr hefberginu. Forsaga: Hercule Poirot, leynilög- reglumaður, hefir hvatt félaga sinn til að skrifa niður frásögu af dularfullum atburði, sem gerðist í námunda við „Villa Geneviéve" í Frakklandi, en þeir bjuggu saman í London, er þetta átti sér stað. Frásögumaður byrjar á því, að hann hittir í járnbrautarlest einkennilega stúlku, sem segist vera leikkona. Hún kallar sig „öskubusku", þegar þau skilja. Nafn sitt vill hún ekki segja honum. Poirot fær bréf frá miljónamæringnum Renauld, sem biðst hjálpar, af því að hann er hræddur um líf sitt. Hann býr í „Villa Geneviéve" í Frakk- landi. Þegar þeir félagar koma þangað, er þeim sagt, að Renauld hafi verið myrtur. Poirot ákveður að taka þátti í rannsókn málsins með frönsku lögreglunni. Rann- sóknardómarinn yfirheyrir Francoise ráðs- konu. Hún segir frá konu, frú Daubreuil, sem Renauld hafi verið í þingum við og hafi heimsótt hann kvöldið áður. En Denise, þjónustustúlka segir, að það hafi verið önnur kona. Hótanabréf, undirritað „Dulcie" finnst í frakkavasa Renaulds. Þeir skoða skrifstofu Renaulds og Poirot finnur hom af rifinni ávísun, sem á er ritað nafnið „Duveen". Eftir það fara þeir að skoða lik- ið. Ráðskonan kemur og segir, að frú Ren- auld geti tekið á móti þeim. Þeir fara upp til hennar og hún segir þeim frá því, sem bar við um nóttina. Þeir finna úr, sem morðingjarnir hafa brotið á glerið. Sonur hennar er á ferðalagi til Buenos Aires og Santiago. Síðan fara þau í líkhúsið. Þar fellur frúin í yfirlið, er hún sér lík manns sins. Eftir líkskoðunina fara þeir að rann- saka morðstaðinn. Rétt fyrir utan húsið finna þeir spor i blómsturbeði, en halda að þau séu eftir garðyrkjumanninn. Þeir hitta Giraud leynilögreglumann, sem er lika að rannsaka málið, en hefir ekki sömu að- ferð og Poirot. Síðan fara þeir og tala við frú Daubreuil, en verða engu nær. Á eftir eltir dóttir hennar þá og er mjög áhyggjufull. Hún spyr þá um málið, en fer svo aftur heim. Morguninn eftir fara þeir til hússins og tala fyrst við Léonie, stofu- stúlkuna. Á eftir fer Hastings einn út og hittir þá „Öskubusku". Hún biður hann að sýna sér allt umhverfið og hann gerir það. Hún sér líkið og þá ætlar að líða yfir hana. Hastings nær í vatn handa henni og fylgir henni heim á eftir, en gleymir að læsa skúrnum þangað til hann kemur aftur. Á meðan er verið að yfirheyra Auguste og á eftir sýnir Giraud eldspýtu og sígarettu- stubb, sem hann hefir fundið. Síðan kemur Gabriel Stonor, einkaritari Renaulds, inn. Hann er yfirheyrður og segir, að frú Dau- breuil hafi þvingað fé af Renauld. Við biðum andartak, en okkur til mikillar úndr- unar kom frú Renauld inn, náföl í sorgarbún- ingnum. Hautet flýtti sér að ná í stól handa henni og mótmælti, að hún skyldi vera að ómaka sig niður. En hún þakkaði honum og brosti. Stonor greip aðra hendi hennar og samúðin skein út úr andliti hans. Hann gat auðsjáanlega ekki komið nokkru orði upp. Frú Renauld sneri sér að Hautet. „Þér vilduð tala við mig?“ „Já, frú. Ég hefi heyrt að maður yðar hafi verið franskur Kanadamaður. Getið þér sagt mér nokkuð um æsku hans og uppeldi?" Hún hristi höfuðið. „Maðurinn minn var alltaf mjög þögull um þá hluti. Ég veit, að hann var frá norðvestur hluta Kanada, en ég held, að hann hafi verið óham- ingjusamur í æsku, því að ég heyrði hann aldrei minnast neitt á þann hluta ævi sinnar. Við lifðum á líðandi stundu og horfðum róleg fram í fram- tiðina." „Var ekki eitthvað leyndardómsfullt við fortið hans?“ Frú Renauld hristi höfuðið og brosti. Hautet brosti líka. „Það var víst ekkert ævintýralegt, herra Hautet." „Nei," sagði Hautet, „við verðum að gæta þess að verða ekki of skáldleg. Það er eitt enn ...“ Hann hikaði. Stonor tók óþolinmóður fram í fyrir honum. „Þeir hafa fengið einkennilega flugu í höfuðið, frú Renauld. Þeir ímynda sér, að herra Renauld hafi verið í þingum við einhverja frú Daubreuil, sem býr hér í næsta húsi.“ Frú Renauld eldroðnaði. Hún teygði úr sér, beit í vörina og það komu skjálftadrættir i andlit hennar. Stonor horfði undrandi á hana, en Bex hallaði sér nær henni og spurði blíðlega: „Okkur þykir mjög leiðinlegt að valda yður sársauka, frú Renauld. En haldið þér, að það geti komið til mála, að frú Daubreuil hafi verið í þing- um við mann yöar?“ Frú Renauld huldi andlitið i höndum sér. Axlir hennar skulfu. Nokkuð löngu seinna reisti hún sig upp og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Það getur verið." Ég hefi aldrei séð neitt, sem getur jafnazt á við undrunina á andliti Stonors. Hann var alveg steini lostinn. XI. KAPlTULI. Jack Renauld. Hvemig samræðumar hefðu snúizt er ekki gott að vita, því að á sama augnabliki var hurðinni hmndið upp og hár, ungur maður kom þjótandi inn í herbergið. Andartak greip mig sú undarlega tilfinning, að sá látni væri risinn upp aftur. Þó sá ég, að í þessu svarta hári var ekkert grátt hár og að þetta var ekki annað en drengur, sem kom svona þjótandi inn til okkar. Hann hljóp rakleiðis til frú Renauld og virtist ekki taka eftir neinum öðmm. „Mamma!" „Jack!“ Hún þrýsti honum fast að sér. „Elsku drengurinn minn! En hvernig stendur á, að þú ert hér? Þú, sem áttir að fara frá Cherbourg með „Anzora” fyrir tveimur dögum." Þá mundi hún allt í einu eftjr okkur og sneri sér að okkur: „Þetta er sonur minn, herrar mínir." „Einmitt," sagði Hautet og heilsaði unga mann- inum. „Svo að þér hafið þá ekki farið meS „Anzora" ?“ „Nei, ég ætlaði einmitt að fara að segja, að „Anzora" seinkaði um sólarhring vegna vélarbil- unar. Ég hefði átt að fara í gærkvöldi i staðinn fyrir í fyrradag, en þegar ég af tilviljun leit í eitt kvöldblaðanna, sá ég frásögn um — þetta hræðilega atvik, sem komið hefir fyrir okkur —“ Hann var með grátstafinn i kverkunum og tárin komu fram í augu hans. „Vesalings pabbi — vesalings, aumingja pabbi!" Frú Renauld starði á hann eins og hana væri að dreyma. „Svo að þú fórst ekki?“ Síðan sagði hún lágt,

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.