Vikan - 21.08.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 34, 1941
13
1 ,Cocktail‘ stúlkan.
V
Stutt framhaldssaga eftir May Christie.
Á miðju troðfullu dansgólfi næturveitingahúss-
ins „Kit Kat" sveif rauðhærð stúlka. Hún hafði
óvenju mikinn yndisþokka, hallaði höfðinu aftur
á bak og hálf lokaði augunum. Hún sveif í örm-
um eins af eftirsóknarverðustu piparsveinunum í
New York.
„Er þetta ekki guðdómlegt ?“ hvíslaði hún. —
Varir hennar voru svo nærri honum, að í augna-
bliks gáleysi var hann næstum búinn að kyssa
hana. Júlía steig manni til höfuðs eins og vín.
tessi jasmínu-blandaða lykt úr hári hennar -—
þessi áfenga ilmvatnslykt, sem alltaf geislaði frá
Júlíu! Henry Van Tyle var grjótharður pipar-
sveinn og vanur að umgangast yndislegt kven-
fólk öll þrjátíu árin, sem hann hafði lifað. En
aldrei hafði honum fundizt neitt vera eins lokk-
andi og þegar hann hélt þarna utan um Júlíu í
dynjandi hljóðfæraslættinum.
„Þú ert guðdómleg,“ sagði hann lágt — en um
leið og hann sagði það, skaut þeirri hugsun upp í
huga hans, að eiginlega væri þessi tilfinning ekki
ást — ekki slík ást, sem hægt væri að byggja á
raunverulegt hjónaband ....
„Meinar þú það, Henry? Segðu það aftur!‘‘
Mjúkar, rauðar varir Júlíu snertu eyra hans. Kinn
hennar hvíldi við kinn hans. Líkami hennar, sem
Xistamenn höfðu dáðst að, var svo nærri honum,
að þau hreyfðu sig eins og einn maður, að svo
miklu leyti, sem einn maður gat hreyft sig á
yfirfullu dansgólfinu.
„Henry —!“
„Litli freistari!“
„Þú meinar það ? Þér finnst ég — dálítið eftir-
sóknarverð?“ Hún hafði hallað höfðinu aftur á
bak aftur og græn augu hennar, sem sýndust
enn dýpri vegna græna augnaskuggans, sem hún
notaði, lofuðu mörgu fögru á því augnabliki.
„Þú ert töfrandi Júlía — og þú veizt það sjálf.
Þú ert jafn töfrandi við aðra eins og við mig -—“
„Nei — aðeins þig!“ Hún var nú orðin ófyrir-
leitin. Nú var annað hvort að hrökkva eða
stökkva. „Það ert aðeins þ ú, Henry —“
„Og — og — og —!“ Hæðnislegt bros, sem var
vöm hans á slíkum augnablikum, sópaði burtu
állri viðkvæmni af skörpu og fallegu andliti hans,
um leið og hann nefndi þrjá af tryggustu fylgi-
sveinum Júlíu.
„Nefndu þá ekki. Þú veizt, að ég er ástfangin
af þér, Henry.“
Það var eins gott að segja það hreint og beint.
'Þetta hafði dregizt of lengi. Það var hættulegt
í þessari borg, þar sem hver einasti kvenmaður
gerði sínar hosur grænar.
„Fallegi, litli lygalaupur!"
Júlía lokaði augunum, til þess að Henry sæi
ekki reiðiglampann, sem brá fyrir í augum henn-
ar og skyggði á ljóma þeirra. Beint fyrir aftan
sig heyrði hún stúlku segja hæðnislega: „Heyrðu,
Georg, sérðu hvernig Júlía Trevor lætur við
Henry!“
Hafði Henry heyrt þetta? „Bjarteyg", þessi
litla, andstyggilega drós! Hún var að dansa við
Georg Loomis — vin Henrys — kyrrlátan mann,
sem var tíu árum eldri en Henry. En Júlía velti
oft fyrir sér, hvort Georg sæi ekki oft töluvert
meira en til væri ætlazt.
Nú var hún að hugsa um, hvort tregða eða öllu
heldur seinlæti Henrys að biðja hennar, væri að
einhverju leyti vegna áhrifa Georgs.
En eitthvað varð að gera fljótt, því áð ekki
gat hún haldið áfram að lifa á kampavíni, þegíir
hún hafði í raun og veru ekki nema bjór-tekjur.
Júlía hafði ekki haft úr miklu að spila upp á
síðkastið. Hún þyrfti áreiðanlega ekki annað en
láta Henry skílja það á sér, þá mundi hann vera
við hendina — fjárhagslega. Hann hafði gefið
henni gjafir, það var satt .... gimsteinahálsfesti
á afmælisdaginn hennar .... útvarpstæki, sem
var útbúið í gömlum kinverskum stíl .... dýrt
smáglingur .... heilt haf af blómum ....
En það væri bjánalegt að minnast á fjárhags-
„Heyrið þér, Van Tyle, hvað meinið þér
að taka stúlkuna svona fyrir yður einan'
Willy.
áhyggjur við þennan eftirsótta, fallega mann,
þegar hún ætlaði sér að giftast honum!
Það var rétt eins og hugsanir hennar hefðu
áhrif á hug Henrys, þegar þau dönsuðu þama á
gólfinu á „Kit Kat", því að allt í einu sagði hann:
„Júlía, þessi hvíti kjóll er fallegasti kjóll, sem ég
hefi nokkurn tíma séð þig í. Hann minnir mig
á — á —“ \
„Brúðarkjól?"
„Já.“ Hann brosti og horfði í augu hennar, sem
voru ekkert áköf lengur, heldur dreymandi. „Lilj-
ur og kertaljós-------“
Ó, bara að hann héldi nú áfram. Bara að þetta
aulalega lag — „J’ai Deaux Amours" — hættí
ekki strax. Það var einmitt hæfilega viðkvæmt
við þetta tækifæri.
Henry var að hugsa: „Já, því ekki það? Hún
er góður félagi — íþróttakona — falleg. Guð veit,
að ég þekki hana nógu vel. Það gæti gengið
ágætlega. Ég er orðinn dauðleiður á þessu pipar-
sveinslífi. Ekkert til að halda í mann-------
Heimili! Einhver til að taka þátt í öllu með
manni! Böm!
Því skyldi Júlía ekki vera hæf til þess? Hann
myndi vera hreykinn af útliti hennar og klæða-
burði — hún myndi prýða heimilið — þegar að
öllu var gáð, gat það sannarlega verið verra. Þar
að auki höfðu þau sézt alls staðar saman í tvö
eða þrjú ár, svo að allir myndu búast við því.
Ef þetta var ekki ást, þá gat Júlía að minnsta
kosti hrært hann að einu leyti. Hann hafði aldrei
fundið til meiri .... ekki einu sinni eins mikillar,
nú þegar hann hugsaði um það, gagnvart nein-
um .... þétta ástarrugl — „draumadís", kölluðu
skáldin það — var allt vitleysa .... það eina,
sem eitthvað valt á, var að þekkjast nógu vel
áður .... búast ekki við of miklu .... Þau myndu
brátt verða ráðsett, eins og allir vinir þeirra ....
það myndi vera þægileg og auðveld gifting."
Henry Van Tyle hafði ekki
meira sjálfsálit en aðrir menn,
þrátt fyrir hylli sina, peninga,
gömlu, tignu ættina og hvað
hann var fallegur. Ef til vill
var ekki laust við að hann
vantaði sjálfsálit. En þótt hann
hefði vantað sjálfsálit, þá gat
hann samt ekki verið í efa um
afstöðu Júlíu. Ef hann segði
þessi örlagaþrungnu orð við
hana, þá var engin efi á, hverju
hún myndi svara. En upp á
síðkastið hafði hann oft verið
kominn á fremsta hlunn með
að hafa orð á þessu við hana.
En þó — þegar þetta byrj-
aði allt — eða öllu heldur, þeg-
ar þau höfðu smátt og smátt
leiðzt út í þetta, þá hafði hvor-
ugt hugsað um hjónaband.
Júlía hældi sér af að vera frjáls
manneskja — nútíma stúlka.
Hún gat hugsað eins og karl-
maður (það áleit hann að
minnsta kosti, hann var ekkert
að sálgreina hana), talað eins
og karlmaður, jafnvel bölvað
eins og karlmaður — já, Júlía
gat verið góður félagi.
Það var næstum eins og þau
'ía^ði stæðu þegar fyrir framan alt-
arið, þegar hann leið þama
áfram með hana í fanginu eftir
draumþýðum hljóðfæraslættinum og sá viðkvæmt
augnaráð hennar!
„Bara að við gætum haldið svona áfram að
eilífu —“ andvarpaði Júlía og jasmínuilmurinn úr
hári hennar var eins og ilmur af brúðarvendi.
„Ertu hamingjusöm, Júlía?" Það var óvenjuleg
viðkvæmni í málróm hans. Peningar! Tigin staða
í þjóðfélaginu! Vald! Loksins yrði lokið þessari
tvíræðu stöðu hennar — að beita brögðum og
leggja áætlanir.
„Afskaplega hamingjusöm, Henry! Eins og
þetta — við erum sköpuð hvort fyrir annað —“
Hún þrýsti sér enn fastar að honum, svo að
straumur fór í gegnum hann. — Var þetta samt
ást, Sem Júlíá gát boðið honum?
En allur ofsi Júlíu myndi sefast í kyrrlátu
hjónabandi.
Já, það vár lángt síðán hann hafði átt kyrrlátt
kvöld með henni. Henni myndi leiðast. Og hon-
um —? Þau voru alltáf á ferð og flugi — leikhús
— næturveitingáhús — böll — veizlur — spil —
hvers vegna? Hvað vissi hann, hvernig Júlía var
í raun og veru ?